Úrval - 01.10.1944, Side 21

Úrval - 01.10.1944, Side 21
GIFT FYRIR GUÐI — 19 mjög þakklátur. Hann. leit snöggvast í spegilinn, sem var bakvið veitingaborðið, en snéri sér snögglega eins og hann vildi forðast spegilmyndina; snúa baki við þvi, sem minnti hann á, hve gamall hann var, og stakk upp á því, að þau færu inn í borðstofuna. í tveim borgum hafði sá misskilningur orðið, að fólk hafði haldið, að þau væru feðgin, en það hafði aldrei komið fyrir í New York og hami sá, að svo mundi ekki heldur vera í hótelinu hjá Glens- fossum. Hún valdi ódýran mat og það þótti honum skynsam- Iegt, þó að honum sjálfum hefði aldrei dottið sá sparnaður í hug. Þau voru ánægð með veðrið. Þetta var morgun einsog eftir stormnótt. Það hafði ekki rignt um nóttina, en loftið var tært og sólin skein í heiði. Fjöllin blöstu við þeim, þegar þau fóru fyrir endann á Georgsvatninu. Haustblær var kominn á þorpið. Það minnti sumargestina, sem voru að taka sig upp í útjaðri þorpsins, á að koma aftur til að iðka vetraríþróttir. Búið var að loka flestum hótelum og búðum. Dick keypti dálítið af smurðu brauði. Hann vissi, að ekkert ætilegt var til í hús- inu og hvergi hægt að fá mat keyptan í námunda við það. ,,Ef mamma er þar ekki“, sagði hann við Ellen. Þegar þau voru komin útúr þorpinu og á veg- inn meðfram vatninu, söng hún margar vísur, sem um þær mundir voru á allra vörum. ,,Þú hefir ágæta rödd, elsk- an“, sagði hann og það var einlægni í rómnum. „Þú hefir í rauninni aldrei heyrt mig beita röddinni“. „Heyrt þig hvað?“ „Beita röddinni — hefi ég aldrei sagt þér frá Bert?“ „Nei“, sagði hann, „þú hefir aldrei sagt mér frá Bert. Ég man ekki að ég hafi heyrt það nafn fyrr“. „Hann var austurlenzkur sér- fræðingur í söng,“ sagði Ellen. „Hann hafði einkennilegan kött frá Mexiko í íbúðinni sinni, þangað til húseigandinn komst að því. Hann vissi ekkert um austurlenzka hljómlist. Hann kallaði sig barón. Hann sagði aldrei ,,ég“ eða „mig“; hann sagði alltaf ,,við“. Við þetta og við hitt. Ég bað hann stundum um að hætta að nota orðið „við“ svona, en þá varð hann hrygg- ur í bragði. Hann var vinur Bunny Tasks. Hann gaf henni 3*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.