Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 14

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hreyfivika UMFÍ 22.–29. maí Ætlar þú ekki örugglega að vera með? Í ár fer Hreyfivika UMFÍ fram dagana 22.–29. maí. Hreyfivika UMFÍ er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma að frum- kvæði International Sport and Culture As- sociation (ISCA). Verkefnið hófst árið 2012 og hefur þátttakan í Evrópu og á Íslandi verið stigvaxandi frá ári til árs. Í fyrra náði UMFÍ markmiðum sínum og gott betur því þá tóku yfir 40.000 manns á 55 stöðum víðsvegar um land þátt í verkefninu. Sundkeppni sveitarfélaganna verður á sín- um stað en sá viðburður tókst með miklum ágætum í fyrra því þá syntu yfir 4000 manns yfir 4000 km í 35 sundlaugum í 33 sveitar- félögum. Sundkeppnin vakti mikla lukku og vakti ekki síður athygli um alla Evrópu. Enda varð verkefnið til á örskömmum tíma að til- stuðlan Norðurþings og Fjallabyggðar og úr varð stórskemmtilegur og fjölmennur viðburður. Í ár stefnum við á að gera enn betur og erum komin í gott samstarf við Ölgerðina, Kristal og Flórídana, og saman ætlum við að fjölga þeim sem finna sína uppáhaldshreyf- ingu enn frekar. Áður en vikan sjálf hefst er- um við hjá UMFÍ boðin og búin til að heim- sækja sambandsaðila, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og alla þá sem hafa hug á þátttöku og kynna Hreyfivikuna enn frekar. Takið daginn frá! Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við Reykjalund, stendur fyrir ráðstefnu á Reykja- lundi föstudaginn 26. ágúst 2016. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hreyfing fyrir alla, mikilvægi hreyfingar á efri árum. Boðið verður upp á fræðsluerindi þar sem komið er inn á mikil- vægi hreyfingar, styrktarþjálfun, þolþjálfun og jafnvægi. Að auki verður boðið upp á verklegar æf- ingar í sal og sundlaug. Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum en leiðbeinendur og starfsfólk sem starfar með einstaklingum 50 ára og eldri er sérstaklega velkomið. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.