Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2016, Side 17

Skinfaxi - 01.01.2016, Side 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Ungmennaráðstefna UMFÍ Haldin á Hótel Selfoss 16.–18. mars D agana 16.–18. mars sl. var ung- mennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin í sjöunda skipti og í þetta sinn á Hótel Selfossi. Þá voru liðnir um tíu mánuðir frá því að við í ungmennaráðinu settumst niður með Sabínu Steinunni lands- fulltrúa UMFÍ til þess að ákveða þema ráð- stefnunnar. Þetta hljómar kannski ekki eins og flókið verkefni enda úr fjölda málefna að velja. Það varð samt eiginlega vandamálið. Ráðstefnan fjallar um málefni ungs fólks og þau málefni eru ansi fjölbreytt. Í rauninni eru það öll mál- efni samfélagsins í heild sinni. Eftir smástund rétti einn meðlimur ung- mennaráðs hlédræg upp aðra höndina, bað um orðið og viðurkenndi rólega að hún hefði áhuga á því að við myndum fjalla um geð- heilbrigði ungmenna. Umræðan um geðheil- brigði var að aukast allverulega um þetta leyti og við sannfærðumst fljótt um mikil- vægi þess að fjalla um þetta mikilvæga mál- efni. Svo þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í febrúar á þessu ári varð okkur ljóst hversu alvarlegt málefnið væri í raun og veru. Við tók tíu mánaða ferðalag í gegnum undirbúning, ákvarðanatökur og umsóknar- ferli fyrir styrki Evrópu unga fólksins sem er langstærsti styrktaraðili ráðstefnunnar og hjálpaði okkur til að láta hana verða að veru- leika. Þar komu styrkleikar ungmennaráðs UMFÍ klárlega í ljós. Ráðið er uppfullt af gleði og metnaði en í því koma saman mjög ólík ung- menni sem öll hafa hæfileika á misjöfnum sviðum. Það má því segja að við bætum hvert annað upp og hjálpum hvert öðru til að blómstra í því hlutverki sem UMFÍ hefur úthlut- að okkur. Með dyggri leiðsögn og aðstoð Sabínu, sem hefur í hlutverki sínu sem starfs- maður ungmennaráðs algjörlega unnið hug okkar allan og er hjarta hópsins út í gegn, finnst okkur við hafa vaxið ár frá ári og hvert verkefni sem við tökumst á við er stærra og metnaðarfyllra en það sem á undan fór. Ætti því engan að undra að ráðstefnan í ár gekk framar vonum. Sá hópur ungmenna sem kom saman á Selfossi til þess að ræða geðheilbrigði og málefni líðandi stundar er Aðalbjörn Jóhanns- son, formaður Ung- mennaráðs UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.