Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 25

Skinfaxi - 01.01.2016, Page 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Þ átttakendur frá Vestmannaeyjum, Ungmennafélaginu Óðni/ÍBV frjálsar, hafa sett svip sinn á frjáls- íþróttamótin innanhúss undan- farin ár og svo var einnig á dög- unum á Meistaramóti Íslands 15–22 ára sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Karen Inga Ólafsdóttir, þjálfari krakkanna, segir frjálsar íþróttir hafa fest sig í sessi í Vest- mannaeyjum. Yngri flokkarnir eru orðnir svo- lítið eldri og núna er að koma upp sterkur hópur, búinn að vaxa, og krakkarnir þar um 18–20 ára að sögn Karenar Ingu. Sáu gleðina „Starfið er bara að vaxa eftir að við tókum smá- pásu og ákváðum að byrja upp á nýtt. Það kom mjög vel út og krakkarnir sáu gleðina og njóta þess sem við erum að gera. Krakkar á þessum aldri eiga það til að rokka á milli, vita ekkert hvar þau eiga að vera, og hætta öllu. Nú er hópurinn á þessum aldri, 15–17 ára, hjá okkur vel yfir 20 talsins. Ég er mjög ánægð og stolt af þessum krökkum og vonandi er framtíðin björt með þeim,“ segir Karen Inga. Fengu hitasjokk – Við hvaða aðstæður búið þið úti í Eyjum? „Við erum með 60 metra spretthlaupsbraut, langstökksgryfju og kaststreng í Eimskips- höllinni. Þarna höfum við ágæta aðstöðu, hún er ansi köld en síðustu vikur fyrir mót höfum við æft við -7C° niður í -14 C°. Krakk- arnir fengu því hitasjokk að koma inn í þess- ar aðstæður sem eru hér í Laugardalnum. Heima í Eyjum, þegar er svona kalt í húsinu, eru krakkarnir að æfa í tvennum buxum, þremur peysum, húfu og vettlingum, og viðbrigðin verða gífurleg að keppa í húsinu í Laugardal.“ Karen Inga Ólafsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari: Starfið á bara eftir að vaxa og dafna Áhugasamur hópur – Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessum efnum? „Hún er björt. Maður á alltaf að vera jákvæður þegar maður býr í litlu bæjarfélagi þar sem íþróttalífið byggist á fótbolta og handbolta. Þessi hópur í frjálsum íþróttum er mjög áhugasamur sem þýðir að þau vilja vera áfram,“ segir Karen Inga. Dugleg að taka þátt Karen Inga segir Eyjaliðið duglegt að taka þátt í meistaramótum auk sumarmótanna. Hún segir þau ætla að bæta sig og taka þátt í fleiri mótum sem standa til boða. Þau hafa mikinn áhuga að taka þátt í Unglingalands- mótinu í Borgarnesi en hópurinn ætlar að fara á mót og í æfingabúðir í Svíþjóð í sumar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.