Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 N okkrir félagar úr Skíðafélagi Strandamanna fóru á dögun- um í skíðaferð til Þýskalands þar sem dvalið var í Braunlage. Byrjað var að skipuleggja ferð- ina í ágúst í fyrra, en tilgangur hennar var að æfa sig á gönguskíðum. Ennfremur var farið á skauta og svigskíðin prófuð. Skemmtilegt að prufa svigskíði „Það skemmtilegasta við ferðina var að prufa að fara á svigskíði og lestarferðin var Strandamenn skíðuðu í Þýskalandi einnig eftirminnileg. Það var svo sem ekkert öðruvísi að skíða í Þýskalandi en hér heima nema hvað það er mikið af trjám í Þýska- landi,” sagði Stefán Snær Ragnarsson, einn af þátttakendunum í þessari vel heppnuðu ferð sem tók fimm daga. Auk Stefáns Snæs tóku þátt í ferðinni þau Ragnar Bragason, Hilmar Tryggvi Kristjáns- son, Kristján Hólm Tryggvason, Jón Haukur og Friðrik Heiðar Vignissynir, Vignir Örn Páls- son, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson og Rósmundur Númason. Á rsþing Ungmennasambands Eyja- fjarðar var haldið í Þelamerkurskóla 16. mars sl. Þingið, sem var það 95. í röðinni, var í umsjón Ungmennafélagsins Smárans. Rétt til þingsetu áttu 44 fulltrúar frá 13 aðildarfélögum UMSE. Af þeim mættu 33 fulltrúar. Þingið var líflegt að venju og urðu m.a. góðar umræður um hlutverk og stefnu sambandsins. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, var gestur þingsins og sæmdi m.a. Þorgerði Hauksdóttur starfsmerki UMFÍ. UMSE sæmdi nokkra félaga heiðursviðurkenn- ingum. Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarf- dæla, Elín B. Unnarsdóttir, Sundfélaginu Rán, Gestur Hauksson, Umf. Smáranum, Ásgeir Már Hauksson, Umf. Smáranum, og Ingunn Aradóttir, Umf. Smáranum, voru öll sæmd starfsmerki UMSE. Níels Helgason og Gísli Pálsson voru sæmdir gullmerki UMSE fyrir ævistarf sitt í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála. Ung- mennafélag Svarfdæla hlaut félagsmála- bikar UMSE fyrir starfið á árinu 2015. Líflegar umræður um hlutverk og stefnu sambandsins Bjarnveig Ingvadóttir, Umf. Svarfdæla, var endurkjörin formaður UMSE, Sigrún Finns- dóttir, Umf. Smáranum, var endurkjörin ritari og Þorgerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherj- um, endurkjörin meðstjórnandi. Í varastjórn var Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla, endurkjörin og samkvæmt tillögu uppstilling- arnefndar voru Björgvin Hjörleifsson, Skíða- félagi Dalvíkur, og Elvar Óli Marinósson, Umf. Reyni, einnig kjörnir í varastjórn. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sæmdi Þorgerði Hauksdóttur starfsmerki UMFÍ. Þingfulltrúar á árs- þingi UMSE njóta veitinga í þinghléi. Hluti hópsins tekur sér smápásu áður en lagt er í hann aftur. Vatnssopi í sólinni í Þýskalandi.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.