Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 37

Skinfaxi - 01.01.2016, Qupperneq 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 K vennalið Stjörnunnar í handknattleik varð bikarmeistari í sjöunda sinn þegar liðið lagði Gróttu í úrslitaleik í Laugardals- höllinni 27. febrúar sl. Stjarnan var yfir í hálf- leik, 10:7, en lokatölur urðu 20:16. Síðari hálf- leikur var lengstum í jafnræði en þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 15:14 fyrir Stjörnuna. Garðabæjarliðið var sterkara á lokasprettinum og tryggði sér að lokum fjög- urra marka sigur. Þórhildur Gunnardóttir og Sólveig Lára Kjærnested voru markahæstar hjá Stjörnunni með 5 mörk hvor. Hjá Gróttu var Laufey Ásta Guðmundsdóttir markahæst með 4 mörk og Lovísa Thompson og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerðu 3 mörk hvor. STJARNAN VANN BIKARINN Í 7. SINN V aldimar Leó Friðriksson var endur- kjörinn formaður UMSK á 92. árs- þingi sambandsins sem haldið var í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 24. febrúar sl. Valdimar Leó hefur verið formaður sambandsins síðan árið 2000. Öll stjórn UMSK var einnig endurkjörin. Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri UMFÍ, var gestur fundarins og veitti Valdimar Leó Friðrikssyni og Snorra Olsen gullmerki UMFÍ. Auk þess fengu Steinar Lúðvíks- son, Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson, Hannes Strange og Þórður St. Guð- mundsson afhent starfsmerki UMFÍ. Á þinginu voru veittar viðurkenningar til sjálfboðaliða og til íþróttamanna. Íþróttakarl UMSK 2015 var valinn sund- maðurinn Jón Margeir Sverrisson og íþróttakona Fanney Hauksdóttir lyftinga- kona. Lið ársins var valið kvennalið Stjörn- unnar í hópfimleikum. Viðurkenningar hlutu sundmaðurinn Brynjólfur Óli Karls- Valdimar Leó og Snorra Olsen veitt gullmerki UMFÍ son, Breiðabliki, skíðakonan Erla Ásgeirs- dóttir, Breiðabliki, frjálsíþróttamaðurinn Sindri Hrafn Guðmundsson, dansparið Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir og fimleikakonan Norma Dögg Róberts- dóttir, Gerplu. Félagsmálaskjöldinn fékk Guðmundur Oddsson GKG. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, ásamt Jóni Margeiri Sverrissyni, íþróttakarli UMSK, og Kristínu Finnbogadóttur sem tók við viðurkenningum fyrir Fanney Hauksdóttur, íþróttakonu UMSK.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.