Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I Fáir ef nokkrir hafa getað ímyndað sér að upplifa á okkar tímum slíka röskun á daglegu lífi og þá sem kórónaveiran veldur. Hvað þá að það skuli gerast að far- aldur geti breitt úr sér um heimsbyggðina á þeim tímum þegar við teljum að læknis- fræðin hafi aldrei verið jafnþróuð og langt komin. Það er eðlilegt að fólk spyrji sig hvað far- aldurinn geti mögulega staðið lengi yfir og hvaða áhrif hann muni hafa á störf okkar allra. Sem stendur er starf allra íþrótta- og ungmennafélaga takmarkað af þeim aðgerð- um sem heilbrigðisyfirvöld verða að beita í baráttu sinni til að hemja útbreiðslu veirunn- ar í samfélaginu. Öllum ber að hlýða því. En það þýðir ekki að horfa í gaupnir sér og bölsótast út í ástandið. Eins og allir vita er besta vörnin falin í hinu fornkveðna að snúa bökum saman og vinna með öðrum að því að tryggja framtíðina svo að hún verði björt og góð. Það verðum við að gera. Ljóst er að þegar faraldurinn verður að baki munum við sjá miklar breytingar í rekstri og starfi margra félaga. Mögulega verður erfiðara en áður að fjármagna starf- semi meistaraflokka með samningum fyrri styrktaraðila. Óhjákvæmilegt er að þetta muni leiða til niðurskurðar í rekstri hjá mörg- um. Þetta á þó allt eftir að koma í ljós. Stjórnvöld leggjast á árar með okkur í íþróttahreyfingunni. Mennta- og menning- armálaráðherra ætlar að styðja vel við íþróttastarf. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutagreiðslur veitir starfsfólki innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar mögu- leika á að komast í gegnum þessa tíma með lækkuðu starfshlutfalli. Það sýnir skilning stjórnvalda á mikilvægi hreyfingar- innar í samfélaginu. Nú, þegar samkomubann og aðgerðir til að koma vánni fyrir kattarnef standa yfir, verðum við að nýta tímann til að byggja upp fyrir framtíðina. Þetta er tækifæri. Við verðum að huga bæði að grasrótinni og sjálfboðaliðunum. Þegar uppbyggingarstarfið hefst verða þeir fyrstir til að styðja félögin. Í þeirri vinnu sem fram undan er þurfum við að horfa sér á alla starfsemi félaganna, bæði litlar sem stórar deildir og sérstaklega félagsstarf sem fellur undir skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Þetta getum við eflt og bætt og stutt við það með ráðum og dáð. En við verðum að gera það saman; Fólkið í félögunum, stjórnendur félaganna og stjórnir þvert yfir landamæri. Nú er tæki- færið til að brjóta niður múra og snúa bökum saman til að verða sterkari. Ég hvet fólk innan hreyfingarinnar til að horfa björtum augum til framtíðar. Starf ungmenna- félagshreyfingarinnar hefur lengi verið mikilvægt í sam- félaginu. Trúlega hefur aldrei reynt meira á það en nú. En gætum okkar á því að þótt ferðin hafi verið erfið, þá er leiðin til baka oft jafnerfið. Förum því varlega og gerum þetta saman. Með ungmenna- félagskveðju, Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ. Efnisyfirlit 12 Kolbrún fræddist um kolefnisspor í Finnlandi. 30 Ljúfmennin spila bandý í Digranesi. 32 Skilur eftir heilan helling af minningum – Helga Guðrún Guðjónsdóttir. Leiðari formanns Við getum þetta saman 20 Pepparar dagsins gefa öðrum hug- myndir – Hildur Bergsdóttir. 6 Algirdas í Stál-úlfi sæmdur starfsmerki UMFÍ. 8 Grýlupottahlaupið 50 ára. 10 Margrét og María dvöldu í tvær vikur í Ungmennabúðum UMFÍ. 14 COVID-19 og áhrifin á íþróttastarfið. 16 Hvernig líst fólki á ástandið? 19 Ráð frá félögum. 21 Mikilvægt að einstaklingar upplifi að þeir tilheyri hópi – Auður Inga. 22 Fimm ráð til að fjölga sjálfboðaliðum. 23 Allt íþróttastarf fellur niður. 24 Breyttir tímar kalla á fjarvinnu. 26 Hvernig verður framtíðin eftir Covid-19? 28 Vill meiri stuðning við fræðslu og rannsóknir – Soffía Ámundadóttir. 29 Mikilvægt að hugsa um iðkendur og félagsmenn. 34 Mælir með netnámskeiði í samkomu- banni. 36 Út að ganga á hverjum degi. 37 Hreyfingin er hluti af daglegri rútínu – Örn Guðnason. 38 Þorvaldsdalsskokkið. 40 Mikilvægt að njóta þess að hreyfa sig. 42 Stofna púttdeild 60+ í Skagafirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.