Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 17

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 17
 S K I N FA X I 17 Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu, segir í mörg horn að líta. Hann vonar að samkomubannið verði til þess að launaskriði í röðum íþróttafólks ljúki. Hvaða jákvæðu þróun sérðu hugs- anlega í íþróttahreyfingunni eftir að samkomubanni verður aflétt? „Ég tel okkur eiga að geta staðið traustari fótum eftir að þessi óværa er yfirstaðin. Þar á máls- hátturinn Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur vel við. Það er mín trú að iðkendur, þjálf- arar og sjálfboðaliðar muni flykkj- ast aftur á æfingar, leiki og mót þegar starfsemin fer í gang á ný. Eins vona að ég að því launa- skriði sem verið hefur í sumum íþróttagreinum ljúki og að íþrótta- fólk fari að fá skynsamlegri ytri umbun fyrir íþróttaiðkun sína. Rannsóknir hafa einmitt ítrekað sýnt að innri umbun er alltaf Líkur á að ytri umbun verði skynsamlegri líklegri til árangurs til lengri tíma litið.“ Hvað þurfa stjórnendur að gera nú til að komast saman í gegnum þetta ástand? „Það er í mörg horn að líta en mikilvægast er að halda áfram góðu starfi með iðkendum í gegn- um einstaklingsæfingar heima við og reyna eftir bestu getu að sinna þörfum iðkenda í gegnum rafræna miðla. Þannig höldum við sambandi og minnkum líkur á brottfalli. Einnig eru starfsmanna- málin gríðarlega mikilvæg. Þar þarf að huga að hag starfsmanna, hvort sem um er að ræða þjálfara, starfsmenn íþróttamannvirkja eða skrifstofufólk. Á tímum sem þess- um er allt mjög óhefðbundið og mikilvægt að miðla upplýsingum og taka ákvarðanir með hag starfsmanna að leiðarljósi en á sama tíma þarf að sýna ábyrgð í rekstrinum.“ Gissur Jónsson, framkvæmda- stjóri Umf. Selfoss Um fjórðungur starfsfólks Ung - mennafélags Selfoss fer á hluta- greiðslur. Þjálfararnir eru hug- myndaríkir og halda iðkendum virkum með æfingum sem þeir fá með ýmsum hætti. „Við sóttum um hlutagreiðslur fyrir nær allt starfsfólk í meira en 50% starfshlutfalli hjá Umf. Selfoss þ.e. þar sem vinna viðkomandi hjá félaginu er aðalvinna þeirra,“ segir Gissur Jónsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Hann, eins og aðrir framkvæmdastjórar íþrótta- og ungmennafélaga um allt land, stendur frammi fyrir því að skerða starfshlutfall þjálfara og starfsfólks á meðan á samkomu- banni stendur enda eru íþróttahús lokuð meðan á því stendur og engar hefðbundnar æfingar í gangi. Í flestum tilvikum er skerð- ingin niður í 25% starfshlutfall. Starfsmenn og verktakar íþrótta- félaga og frjálsra félagasamtaka eiga rétt á hlutagreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starf- semi vinnuveitanda. Starf skerðist hjá nærri öllu starfsfólki Miðað við það geta starfsmenn íþróttafélaga, þjálfarar og aðrir á launaskrá viðkomandi félaga sótt um hlutagreiðslur komi til skerts starfshlutfalls. Gert er ráð fyrir að þær geti numið 20–75% skerð- ingu á móti starfshlutfalli starfs- manna. Komi til skerðingar þarf starfsmaður að semja við yfirmann sinn og sækja að því loknu um greiðslur vegna minna starfshlut- falls. Gissur segir að sótt hafi verið um fyrir 25 þjálfara og starfsmenn Umf. Selfoss af rúmlega hundrað. Þeir eru þó í mismiklu starfshlut- falli. „Það er ekki ljóst hvernig málið snýr að þeim þjálfurum sem eru í fullu starfi hjá öðrum atvinnurek- anda. Ég geri ráð fyrir að það skýr- ist fljótlega,“ segir hann. Flestir þjálfarar, sem skerðing nær til, hafa minnkað við sig vinnu. Flestir vinna í nokkra tíma á dag og búa til heimaæfingar sem þeir senda iðkendum. Hann bætir við að þjálf- arar á Selfossi hafi þar, eins og víðar, verið einkar hugmyndaríkir og haldið iðkendum virkum með æfingum í fjarfundabúnaði og spjallforritum í síma.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.