Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 Skarphéðinn Magnússon, yfirþjálfari yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA), lýsir því hvernig þjálfarar hafa leyst áskoranir sem fylgja samkomubanni og haldið sambandi við iðkendur: „Við felum iðkendum ákveðin verkefni, sendum út heimaæfingar á hverjum degi sem þau geta síðan leyst yfir daginn. Við nýtum Sport- abler til að setja upp æfingar. Við sendum yngri iðkendum tækni- æfingar sem hægt er að gera nánast hvar sem er, inni í stofu, herbergi eða bara hægt að fara út með bolta. Eldri iðkendur fá bæði styrktar- æfingar og hlaup sem þau geta sjálf gert heima. Við sendum styrkt- aræfingar og svo myndband af hverri æfingu sem þau geta gert heima. Sportabler hefur síðan sent hugaræfingar á alla iðkendur.“ Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Umf. Sindra á Höfn í Hornafirði, segir Face- book-síðu félagsins vera nýtta. Þar séu ungir iðkendur hvattir til að æfa sig heima og foreldrar til að taka þátt í leikjum með börnum sínum. (Sjá: Facebook-síðu Sindra). „Til þess að viðhalda áhugahvöt krakkanna höfum við hvatt þau til að vera með keppni, eða markmið, til dæmis armbeygjukeppni, og búa til lista sem hægt er að merkja við þegar viðkomandi hefur náð að halda bolta á lofti 10 og svo 20 sinnum og þar fram eftir götunum.“ Ráð frá félögum Hvernig er hægt að halda virku sambandi við iðkendur í samkomubanni? Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB): „UMSB nýtti sér strax samfélagsmiðla til að koma skilaboðum til iðk- enda. Einnig er verið að vinna efni sem fer inn á Sportabler-kerfið sem við notum sem samskiptavettvang við þjálfara, iðkendur og aðstandendur. Það fyrsta sem við gerðum var að halda fund með formönnum þeirra félaga og/eða deilda sem eru með skipulagt starf í gangi hjá okkur og fórum yfir stöðuna. Við brýndum fyrir öllum mikilvægi þess að halda áfram að hreyfa sig. Við tókum strax upp stutt myndbönd þar sem sýndar eru æfingar sem hægt er að gera inni í stofu heima eða úti í náttúrunni. Það er mikilvægt að íþrótta- menn nýti öll tiltæk ráð og tækifæri til að halda sér við.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.