Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- bandalags Reykjavíkur (ÍBR). „Stærsta áskorunin er að aðstoða aðildarfélögin okkar í þeirri erfiðu Keyrum starfið fljótt af stað aftur stöðu sem þau eru í. Hvað rekst- ur Íþróttabandalagsins varðar blasir við mikil óvissa varðandi þátttöku í viðburðum sem fram undan eru í sumar og þar með hver fjárhagsleg niðurstaða þeirra verður,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmda- stjóri ÍBR. „Það mikilvægasta að mínu mati, sem hægt er að gera til að draga úr neikvæðum áhrifum COVID-19 á íþróttastarfið, er að tryggja áframhaldandi rekstrar- grundvöll íþróttastarfsins þannig að um leið og ástandinu létti verði hægt að keyra allt fljótt af stað aftur.“ Gunnar Gunnarsson, formað- ur Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands (UÍA). Hvaða jákvæðu þróun sérðu að geti orðið í íþróttahreyfingunni eftir að samkomubanni verður aflétt? „Ég vona að allir verði orðnir æstir í hreyfingu þegar banninu lýkur. Vonandi verður það tímanlega þannig að æfingar og mót sumars- ins verði haldin. Við höfum áður séð kreppu hafa góð áhrif á íþrótta- starfið, fólk er viljugra til að sinna sjálfboðaliðastarfi og er frekar heima sem eykur þátttöku í æfing- um og mótum á heimasvæði. Og svo er náttúrulega jákvætt hvað margir stunda heimaæfing- ar. Það er iðkendum hvatning til framtíðar og gæti að einhverju leyti breytt landslaginu í íþrótta- iðkun. Ég hugsa líka að þjálfarar muni fara að huga að því að koma sér upp stéttarfélagi, eða samtökum, sem gæti réttinda þeirra þegar kreppa skellur á eins og nú.“ Hvað þurfa stjórnendur að gera núna til að komast saman í gegn- um þetta? „Í fyrsta lagi þarf að hvetja iðkend- ur til hreyfingar, til dæmis með leiðbeiningum um heimaæfingar. Í öðru lagi þarf að halda utan um þjálfara og starfsmenn sem glíma við tekjumissi. Í þriðja lagi þarf að tryggja rekstrargrundvöll félaga og deilda til að geta keyrt allt íþróttastarf eðlilega í gang aftur.“ Heimaæfingar gætu breytt íþróttaiðkun Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis. Hvað þurfa stjórnendur að gera núna til að komast saman í gegn- um þetta? „Við þurfum að halda öllum hress- um og á tánum. Síðan þarf að fara vandlega yfir fjármálin og nota tækifærið til að skoða þá þætti sem við erum að standa okkur verst í fjárhagslega og ná áttum þar, hvernig best er að haga rekstrinum bæði nú og til framtíð- ar,“ segir Guðmundur L. Gunnars- son, framkvæmdastjóri Fjölnis. Fólk fái tækifæri til að taka þátt Hvaða jákvæðu þróun sérðu að geti orðið í íþróttahreyfingunni eftir að samkomubanni verður aflétt? „Við sjáum að starf okkar skiptir máli. Við verðum að ná betri tök- um á fjárhagslegum hlutum og halda svo áfram að skapa góða stemningu og andrúmsloft í starf- inu okkar. Ég held að það geti orðið tækifæri til að fá fólk til að taka þátt í þessum verkefnum sem félögin standa fyrir. Annars reikna ég með að við verðum komin á fulla ferð fljótlega.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.