Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I Iðkendur fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. „Ég lærði heilmikið á netnámskeiði Æskulýðsvettvangsins. Ég ætlaði að kynna það fyrir þjálfurum Hattar fyrir haustið en ákvað að prófa að taka námskeiðið fyrst sjálf í vor. Mér fannst þetta mjög gagnlegt og það opnaði augu mín. Maður rennur auðvitað í gegnum sum verkefni þess. En önnur þarf maður að lesa vel til að halda áfram,“ segir Anna Dís Jónsdóttir, formaður fimleika- deildar Hattar á Egilsstöðum. Anna var á meðal þeirra sem sat kynningarfund um netnám- skeið Æskulýðsvettvangsins á Egilsstöðum í byrjun árs. Eins og ætíð var mikið að gera hjá öllum þjálfurum. Anna hafði því hug á að kynna netnámskeiðið í róleg- heitum innan félagsins og tryggja að sem flestir myndu taka það, þegar starfið róast fram eftir ári og inn í haustið. „Eftir að samkomubannið var sett á var allt í einu afar lítið að gera hjá öllum. Við erum með alla þjálfara á launum en enga starfsemi í gangi. Ég sé fyrir mér að þjálfararnir nýti tímann og taki netnámskeið- ið til að bæta sig sem starfsmenn og gæði starfsins um leið. Þetta er besti tíminn til þess,“ segir hún og bætir við að auðvitað megi finna í námskeiðinu eitt eða annað sem finna megi á sambærilegum námskeiðum. En heilmikið sé líka af nýjungum. „Það er öllum hollt að rifja upp það sem maður er búinn að læra. Þótt ég hafi farið áður á sambærileg námskeið hef ég sem betur fer aldrei lent í þeim aðstæðum að þurfa að nýta mér lærdóminn. En hann er nauðsyn- legur. Þetta er eins og með aðra þekkingu. Maður þarf að halda henni við og bæta við hana. Það gerir maður á netnámskeiðum Æskulýðsvettvangsins. Ég mæli algjörlega með því,“ segir Anna. „Þetta er mjög einfalt. Þegar maður fer aftur á námskeiðið þarf að lesa sumar spurningarnar vel. Aðrar eru einfaldar. En mér finnst þetta mjög þarft. Þetta er ekkert síðra en önnur skyndihjálparnámskeið. Þarna lærir maður að hjálpa börnum í þessum aðstæðum.“ Mælir með netnámskeiði í samkomubanni Anna Dís hjá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum tók í byrjun árs netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd. Hún segir mikilvægt að halda þekkingunni við og mælir með því að þjálfarar og allir þeir sem vinna með börnum taki það. Sema Erla Serdar ásamt hópi fundargesta sem viðstaddir voru þegar netnámskeið Æskulýðsvettvangsins var ýtt úr vör í byrjun árs 2020.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.