Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I Upphafsmenn Grýlupottahlaupsins voru bræðurnir Sigurður og Guðmundur Kr. Jónssynir. Þeir ákváðu að standa fyrir hlaupi fyrir unga Selfyssinga með sama sniði og ÍR gerði í Reykjavík. Með því var hægt að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að hvetja heimamenn á Selfossi til að taka enn virkari þátt í íþróttastarfi og styrkja um leið innviði frjálsíþróttadeildarinnar og Ungmennafélagsins. Fyrsta Grýlu- pottahlaupið var hlaupið í janúar 1969. Foreldrar geta hlaupið með börnum sínum Grýlupottahlaupið er röð sex hlaupa sem hlaupin eru í vetrarlok og byrjun vors. Fyrirkomulag hlaupsins hefur haldist nánast óbreytt frá byrjun. Þátttakendur voru ræstir tveir og tveir í einu, með 10 sekúndna millibili, allt til ársins 2013, þegar farið var að ræsa sex og sex í einu með hálfrar mínútu millibili. Þannig gefst félögum tækifæri til að etja kappi hver við annan, systkini geta fylgst að og foreldrum gefst kostur á að hlaupa með börnum sínum. Þeir sem taka þátt í fjórum hlaupum eða fleiri fá sérstaka viðurkenningu og þá eru veitt verðlaun fyrir besta samanlagðan tíma úr fjórum hlaupum. Leiðina þekkja flestir Selfyssingar enda hefur hún lítið breyst. Í upp- hafi voru hlaupararnir ræstir við gamla íþróttahúsið og hlupu austur Engjaveg inn á golfvöllinn og niður að hraunbollunum, Grýlupottun- um, og til baka, alls um 850 metra. Árið 2013 voru gerðar breytingar á hlaupaleiðinni af öryggisástæðum þar sem ekki var lengur óhætt að hlaupa á sjálfum Engjaveginum. Nýja leiðin er mun öruggari en jafn- löng og sú fyrri, um 850 metrar. Ræst er við nýju stúkuna á Selfoss- velli, hlaupið út af vallarsvæðinu meðfram Engjaveginum í austur, að Grýlupottunum við Gesthús og áfram eftir malarstíg áður en beygt er til hægri og endað inni á nýja frjálsíþróttavellinum. Lokaspretturinn er 100 metra langur á hlaupabrautinni á vellinum. Fyrstu árin var hlaupið á tveggja til þriggja vikna fresti. Fyrstu hlaupin fóru fram um miðjan janúar en síðustu hlaupin í lok apríl eða byrjun maí, allt eftir veðri. Fyrir kom að aflýsa þurfti hlaupi vegna veðurs. Þá kom það fyrir vegna snjóþyngsla að traktorsgrafa var fengin til að ryðja leið- ina frá Engjavegi og niður að Grýlupottunum svo að hlaupararnir gætu komist leiðar sinnar klakklaust. Tímar hlauparanna fyrstu tíu árin stað- festa líka að veður og færð settu oftar en ekki mark sitt á hlaupin. Enn GRÝLUPOTTAHLAUPIÐ 50 ára Grýlupottahlaupið á Selfossi dregur nafn sitt af hraunbollum sem standa á túninu fyrir neðan Engjaveg, skammt frá íþróttavellinum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.