Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I Sigfús Ægir Árnason, fram- kvæmdastjóri Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur. „Stjórnendur og þjálfarar hjá TBR reyna að virkja börn og unglinga í félaginu til að gera æfingar heima. Hvernig líst stjórnendum í ungmenna- og íþróttafélaga- hreyfingunni á ástandið og hvernig horfir framtíðin við þeim? Gefum öllum kost á aukaæfingum fram á sumarið Við höfum gert nokkur myndbönd með æfingum sem hægt er að skoða á Facebook og krakkarnir eru hvattir til að senda okkur myndbönd af sér gera æfingarn- ar. Við veitum þeim síðan verð- laun í hverri viku,“ segir Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Hvaða jákvæðu þróun sérðu hugs- anlega í íþróttahreyfingunni eftir að samkomubanni verður aflétt? „Eftir að samkomubanni lýkur verðum við hjá TBR að „opna“ bad- mintonið með einhvers konar átaki. Ég reikna með að flestir verði komnir með talsverða hreyfiþörf þegar við opnum aftur. Við erum með alla möguleika á að hvetja alla félaga okkar áfram. Áhersla verður lögð á að bæta upp alla tap- aða tíma og gefa öllum kost á að æfa aukalega þegar þar að kemur, jafnvel eitthvað fram á sumarið.“ Facebook-síða TBR https://www.facebook.com/ groups/231266521575527/?epa=SEARCH_BOX Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri Héraðs- sambands Þingeyinga „Margir þjálfarar hafa þurft að hugsa hlutina upp á nýtt og kannski hefur átt sér stað ákveðin endurmenntun hjá þeim. Ef til vill verða þjálfarar færari í því að leyfa öllum að vera með og setja „Nonna litla“ fyrir minni verkefni á æfingum þegar hann getur ekki tekið þátt í aðalæfingum,“ segir Gunnhildur Hinriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ), þegar hún er spurð út í hvaða jákvæða þróun hún sjái í kortunum að loknu sam- komubanni. Hún telur jafnvel hugsanlegt að fleiri muni hafa fengið áhuga á því að hreyfa sig af því að það mátti ekki. „Við munum kannski sjá fleiri taka þátt í íþróttastarfi – ekki bara hjá yngri hópum, heldur líka að fullorðnir fari reglulegar út að hreyfa sig en áður,“ segir hún en bætir við að staðan sé vissulega erfið hjá mörgum félögum. Mikil- vægt sé að starfið skaðist ekki af samkomubanninu og að iðkend- ur snúi sér ekki að öðru. Því sé það mjög jákvætt að ríkisvaldið hafi stigið inn í íþróttastarfið og ætli að styðja við það. Sjáum kannski fleiri með í íþróttum en áður Takk fyrir stuðninginn Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900664-8892Símon Pípari

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.