Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I „Það er félagslega dásamlegt að stunda golf og pútt með vinum sínum. En svo er þetta líka góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, for- maður Golfklúbbs Skagafjarðar. Klúbburinn fagnar 50 ára afmæli í haust og ætlar í tilefni tímamótanna að stofna púttdeild fyrir 60 ára og eldri. Tóku vel í hugmyndina „Við fengum hugmynd um það í vor að stofna púttdeild fyrir eldri borgara í Skaga - firði, fólk sem er ekki endilega mikið áhuga - fólk um golf en langar til að hitta annað fólk og vera í samneyti við aðra. Ég talaði við þá sem eldri eru í klúbbnum og þeir tóku mjög vel í hugmyndina,“ segir Kristján og bætir við að öll aðstaða fyrir golfáhugafólk í Skagafirði sé mjög góð. Aðstaða í Borgarflöt „Við erum með aðstöðu inni í Borgarflöt. Þar eru golfhermir, aðstaða til að slá í net og lítill púttvöllur. Þarna hafa félagsmenn í klúbbnum æft sig fyrir sumarið. En svo höfum við verið með púttmót og kennt golf í herminum. Eldri kylfingar hafa komið þangað en ekki reglulega. En þeir sem Pútt er gott fyrir þá sem vilja sinna skemmtilegri íþrótt og hreyfa sig hæfilega mikið – segir formaður Golfklúbbs Skagafjarðar Stofna púttdeild 60+ í Skagafirði: Eldri kylfingar á golfvellinum í Skagafirði um miðjan október 2019. Reynir Barðdal og kona hans, Helena Svavars- dóttir, fastagestir á golfvellinum. Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar. Kristján Bjarni ásamt félögum sínum í „Enska hollinu“ á golfvelli á Englandi. koma bjóða öðrum með sér sem stunda ekki golf en hafa áhuga á nýju og skemmti- legu tómstundagamni sem krefst ekki mikill- ar hreyfingar. Með stofnun púttklúbbsins horfum við til þess að þeir komi reglulega til að æfa sig og hitta aðra og styrkja þannig félagslega þáttinn,“ segir Kristján. Í góðu samstarfi Stofnun púttdeildarinnar er í góðu sam- starfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, sem er heilsueflandi samfélag. Kristján segir það haldast í hendur: „Við leggjum auðvitað áherslu á það að pútt er góð hreyfing á allan hátt fyrir fólk á öllum aldri. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur af þeim sökum tekið vel í hugmyndina. En svo kom COVID og þá fór allt starfið á hliðina. Við bíðum bara eftir því að faraldur- inn gangi yfir og þá höldum við áfram og förum á fullt að kynna starf klúbbsins betur í sveitarfélaginu.“ Félagsmenn í Golfklúbbi Skagafjarðar eru: 160 HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.