Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I Hvernig verður framtíðin eftir COVID-19? Kórónufaraldurinn, útgöngubann og samkomubann hafa haft gríðarleg áhrif á lýðheilsu fólks frá öllum mögulegum hliðum. Allt skipulagt íþróttastarf hefur legið niðri hér á landi frá því samkomubann var sett á um miðjan mars. Svipaða sögu er að segja frá öðrum löndum. Fólk, sem er vant því að hreyfa sig, hefur brugðist við með ýmsum hætti. Líkur eru taldar á að faraldurinn muni hafa miklar breytingar í för með sér, bæði í íþróttaiðkun ein- staklinga og í þróun tækni sem fólk nýtir þegar það hreyfir sig. Heilsa og vellíðan Áhersla færist í auknum mæli frá því að hjúkra sjúkum að auknum forvörnum og lýðheilsu. Fólk hugar meira að eigin heilsu og nýtir tæknina til að fylgjast með eigin líðan, s.s. með hjálp snjallúra og tækjabúnaðar hvers konar. Notkun eykst á klæðanlegri tækni. Fjarþjálfun verður sömuleiðis algengari en nú. Dæmi um klæðanlega tækni er snjall- fatnaður sprotafyrirtækisins Tyme Wear. Fatnaðurinn mælir hreyfingu líkamans og nemur öndurnarrýmd notanda. Fatnaðurinn auðveldar þjálfurum og íþróttafólki til að átta sig á því hvernig best sé að haga æfingum og ná betri árangri. Sjá: www.tymewear.com Aukin samvinna? Á erfiðleikatímum getur tvennt gerst: A) Fólk fer að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir því. B) Sam- vinna eykst til að komast gegnum erfið- leikana. Lýðræðis- þróun Áhersla á réttindi fólks og lýðræðislega þróun. Dyrnar eru opnar á að fleiri og ólíkar hópar fái að taka þátt. Sjálf- bærni Aukin áhersla á umhverfismál, flokkun og endurnýtingu. Aukin misskipting Í efnahagslægð er hætta á að misrétti aukist í samfélaginu og að sumir verði út undan. Því verður að gæta þess vel að allir séu með og fái tækifæri til að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi, óháð kyni og stöðu og hvort viðkomandi er fatlaður eða ófatlaður.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.