Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 24
24 S K I N FA X I Félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir um heim allan hvetja nú starfsfólk sitt til þess að breyta vinnuháttum sínum og vinna til skiptis á skrifstofu og heima hjá sér til að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Þetta er vel hægt, það þarf ekki að fara lengra en að tölvunni til að hitta vinnufélagana. Tækni, sem auðveldar fjarvinnu, hefur fleygt fram síðustu ár. Kostir fjar- funda eru þeir, meðal annars, að þeir geta aukið skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða. Í gegnum samvinnutólið Microsoft Teams er hægt að bjóða sam- starfsfólki í spjall, myndfundi, hægt að deila með því og vinna með skjöl og það geta margir gert á sama fjarfundinum. Microsoft hefur lagt lóð sitt á vogarskálarnar vegna COVID-19. Fyrir- Breyttir tímar kalla á fjarvinnu Hvernig er boðað til fundar í gegnum Teams? Ein leiðin til að skipuleggja fund í Outlook-dagatalinu er gera það að Teams-netfundi og bjóða þátttakendum á fundinn. Einnig er hægt að gera þetta í Teams-dagatalinu. Þetta eru einföldustu leiðirnar ef boða á fáa einstakl- inga á fund eða ef ekki er til Teams-hópur fyrir. Önnur leið er sú að búa til Teams-hóp og skipuleggja fjar- fund sérstaklega fyrir þann hóp. Þeir sem eru í þeim hópi eru þá boðnir sjálfvirkt á Teams-fundinn. Þetta er einfaldasta leiðin fyrir hópa sem funda t.d. reglulega. Á heimasíðu upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands er að finna hagnýtar og nákvæmar leiðbeiningar um Teams (https://uts.hi.is/teams_fjarfundir). Starfsfólk UMFÍ er einnig ávallt boðið og búið til þess að miðla og deila upplýsingum. Fjarfundir UMFÍ Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur innleitt Microsoft Teams á þessu ári. Fundir stjórnar UMFÍ og nefnda UMFÍ hafa undanfarið farið að nær öllu leyti fram á netinu. En hvað þarf að hafa í huga svo að fjar- fundur geti farið fram á árangursríkan hátt og þannig að allir komi sínu að? • Bjóðið upp á prufufund fyrir þá sem eru að fjarfunda í fyrsta skipti. • Skráið ykkur inn á fundinn 10−15 mínútum áður en hann á að hefjast. Nýtið tímann til þess að stilla myndavél, hljóð og fleira. • Setjið skýr hlutverk. Veljið fundarstjóra og ritara. • Forðist að halda fjarfundi í fundarsölum. Til að hámarka gæði fundarins á hver að sitja við sína tölvu. • Tryggið gott netsamband. Stundum er áreiðanlegri tenging í gegnum netsnúru en WiFi. tækið býður nú, til viðbótar við fría áskrift af Teams, fría sex mánaða áskrift að fullri útgáfu af Office 365 E1 með Teams. Það er gert til að hjálpa starfsfólki félagasamtaka sem eru ekki með áskrift að dýrum tæknilausnum. Með því styður Microsoft við félagsstarf og gerir fleirum kleift að vinna saman. • Notið vönduð heyrnartól sem þið hafið notað áður. • Notið myndavél til persónulegra samskipta. Stillið hana í augnhæð. • Hafið ljósgjafa fyrir framan ykkur og forðist baklýsingu. • Notið spjallþráð fyrir spurningar, stuttar athugasemdir, netslóðir og fleira. • Deilið skjánum ykkar þegar þið eruð með kynningar. Sýnið skjöl í vinnslu o.s.frv. • Réttið upp hönd þegar þið viljið fá orðið (ef þið notið myndavél). • Slökkvið á hljóðnema þegar aðrir fundargestir tala, til þess að lágmarka truflun. (Upplýsingar eru fengnar frá Umhverfisstofnun)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.