Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 29
 S K I N FA X I 29 Hér eru nokkur ráð til formanna og þjálfara í íþróttahreyf- ingunni um það hvernig þeir geti náð til félagsmanna á þessum fordæmalausu tímum. Það getur reynst mörgum mjög erfitt að vera án félagslegra sam- skipta og skipulagðs íþróttastarfs. Stjórnendur og þjálfarar eru því hvattir til að eiga í samskiptum við félagsmenn og hvetja sérstak- lega þá hópa sem eiga erfitt við þessar aðstæður. Þetta eru einkennilegir tímar. Kórónaveiran vekur óvissu og við það aukast áhyggjur fólks. Sérstaklega er um að ræða það fólk í jaðarhópum sem fyrir stóð höllum fæti og reiðir sig á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þeir einstaklingar og börn þeirra eru sérstaklega útsett fyrir því að verða fyrir neikvæðum áhrifum af völdum röskunar á starfi íþróttafélaga í samkomubanni sem ætlað er að hefta mögulega útbreiðslu kórónaveirunnar. Hætt er við að fólk í þessum hópi finni til aukins einmanaleika. Julie Bohn Rasmussen hjá DGI í Danmörku segir á vef íþróttasam- takanna að starf félaganna snúist augljóslega um svo miklu meira en íþróttir og skipulagt starf. Íþróttafélög sinni líka mikilvægu félagslegu hlutverki. Starfið snúist um samveruna og gleðina sem felist í þátttöku. DGI hefur tekið saman ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir stjórn- endur sem ætlað er að hjálpa þeim við að halda sambandi við iðk- endur sína sem þurfa meiri hvatningu en aðrir til að hreyfa sig og halda sér virkum. „Ef þú hefur smátíma aflögu er gott ráð að nýta hann í að hafa samband við þá sem þú veist eða hefur heyrt um að eigi erfitt,“ segir Julie. Á meðal þeirra er bæði fólk sem býr eitt og kann að vera einmana og börn í jaðarhópum sem þurfa að finna fyrir því að þjálf- ari þeirra hugsi til þeirra á meðan mamma og pabbi eru of upptekin við eitthvað annað. Mikilvægt að hugsa um iðkendur og félagsmenn Sex ráð 1 Hringdu í iðkendur eða sendu þeim tölvupóst með vinsam- legri kveðju. Heyrðu hvernig þeim gengur, spurðu hvað þeir séu að gera og hvort þeir glími við eitt eða annað. Sérstaklega er mikilvægt að heyra í börnum – með leyfi forráðamanna þeirra. 2 Þú getur jafnvel tekið upp stutt myndband með hvatningu og sent mörgum iðkendum í einu. 3 Hafðu samband við eldri iðkendur, sérstaklega þá sem búa einir eða eru fjarri fjölskyldum sínum. Það er alveg hugsanlegt að þeir þurfi hjálp við innkaup, aðstoð við að sækja sér lyf eða tæknilega aðstoð til að bæta rafræn samskipti sín. Ef til vill þurfa þessir iðkendur aðeins einhvern til að tala við. 4 Upplagt er að hvetja iðkendur til að gera æfingar frekar saman en hver í sínu lagi. 5 Reynið nýjar leiðir til að viðhalda menningu félagsins á þessum sérstöku tímum. Það er hægt með því að hvetja til þess að iðk- endur sendi mynd af sér á æfingu, að lesa bók eða annað sem ykkur dettur í hug og getur stutt iðkanda sem er nú að mestu leyti heima hjá sér. Mörg félög, íþróttahéröð og sérsambönd gera þetta vel og hafa búið til skemmtileg myllumerki á sam- félagsmiðlum svo að sem flestir geti deilt gleðinni með öðrum. Það er nefnilega ekki bara gaman að gera eitthvað sjálfur. Gleðin felst ekki síður í því að sjá aðra reyna að gera það sama. 6 Fáðu góð ráð á heimasíðu Barnaheilla eða UMFÍ ef þér gengur illa að ná til barnanna eða veist ekki hvernig þú átt að tala við þau um kórónaveiruna, sem veldur COVID-19.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.