Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.01.2020, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I fræðslu. Skref hefur þegar verið stigið í þá átt en við síðustu úthlutun var þeim skipt jafnt niður á þrjá málaflokka. „Það hefur margt breyst síðan íþróttanefnd ríkisins var stofnuð á sínum tíma. Við eigum fína háskóla sem eru að gera frábærar rann- sóknir. Fram til þessa hafa aðeins Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sótt um styrki fyrir rannsóknum. En skólarnir eru fleiri enda verkefnin mörg. Við höfum lagt áherslu á börn af erlendum uppruna í íþróttastarfi hér á landi og munum færa okkur meira inn í styrki til að jafna hlut kynjanna í íþróttum. En málefnin eru svo mörg. Það þarf sem dæmi að rannsaka betur hvert við erum að stefna í samfélaginu. Að því leyti haldast í hendur rannsóknir á málaflokknum og fræðslan til félaganna og út fyrir félögin,“ segir Soffía. Færri umsóknir og meiri peningur Breyttar áherslur sjóðsins eru aðeins ein af breytingunum sem Soffía sér fyrir sér og snýr að framtíð Íþróttasjóðs. Hin er aukið fjármagn sem hún telur nauðsynlegt til að geta stutt vel við þau verkefni sem sjóðurinn styrkir. „Í fyrra fengum við yfir 130 umsókn- ir upp á samtals 100 milljónir króna. Það sýnir að þörfin er mikil, í raun langt umfram það sem er í Íþrótta- sjóði. En við höfum haft úr litlu að spila og því fengu mörg þeirra verkefna sem hlutu styrk tiltölulega lága fjár- hæð. Með jafnari skipt- Vill meiri stuðning við fræðslu og rannsóknir Íþróttanefnd ríkisins vinnur að því að jafna hlut umsókna í Íþróttasjóð. Meiri áhersla verður lögð á að styrkja grasrótina í íþrótta- og æskulýðsstarfi, að sögn formanns nefndarinnar. Mikilvægi rannsókna Rannsóknir eru mikilvægar fyrir sam- félagið og þróun þess að mati Soffíu Ámundadóttur, formanns íþróttanefnd- ar ríkisins. Hún nefnir langtímarannsókn- ir til nokkurra ára sem dæmi um það sem Íþróttasjóður geti styrkt til langs tíma ásamt öðrum. „Lýðheilsumál verða alltaf ofan á. Við vitum að börnum, sem glíma við ofþyngd, hefur fjölgað. Við þurfum að rannsaka þetta nánar og setja af stað verkefni sem geta stuðlað að því að slík börn nái árangri og komist í eðlilega þyngd. En því miður vantar bæði rann- sóknir og vitundarvakningu í samfélag- inu. Það er eitthvað sem ég sé að íþrótta- nefnd ríkisins og Íþróttasjóður geti kom- ið að,“ segir hún. Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar ríkisins „Það er draumur minn að íþróttanefnd ríkis- ins styðji enn betur við grasrótarstarf íþrótta- hreyfingarinnar en áður. Fræðslustarf og rann- sóknir eru að mínu mati besti stuðningurinn við allt starfið. Það er stefna okkar að efla þann þátt í úthlutunum Íþróttasjóðs og styðja við fleiri verkefni,“ segir Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem hefur umsjón með sjóðnum og úthlutar úr honum. Íþróttanefnd ríkisins var stofnuð á sjöunda áratug síðustu aldar og studdi lengi íþrótta- félög í gegnum Íþróttasjóð til kaupa á ýmsum tækja- og aðbúnaði fyrir starfið. Soffía rifjar upp að þegar hún settist í stól formanns nefnd- arinnar hafi slíkar umsóknir og úthlutanir verið um 70% heildarinnar. Það sem út af stóð fór til fræðslu- og rannsóknarverkefna. Sjóðurinn hefur úr 19 milljónum að moða og því ljóst að síðasttöldu flokkarnir tveir báru lítið úr býtum. Þetta hefur breyst og er nú um helmingur um- sókna til kaupa á tækjabúnaði íþrótta- félaga. Soffía segir mark- miðið núna að auka hlut út- hlutana til rannsókna og ingu til málaflokka má ætla að styrkir til tækja- kaupa lækki en rannsókna og fræðslu hækki. Í síðustu úthlutun gerðist það einmitt að seinni flokkarnir tveir fengu hærri fjárhæðir af því að færri skiluðu inn slíkum umsóknum. En við óskum sem sagt eftir fleiri styrkumsókn- um vegna rannsókna og höfum líka óskað eftir hærra framlagi í sjóðinn, viljum jafnvel tvöfalda hann eða þrefalda svo að við getum veitt myndarlegri styrki. Mennta- og menn- ingarmálaráðherra hefur tekið vel í það og sett málið í ferli,“ segir Soffía.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.