Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 7
S K I N FA X I 7
„Flutningurinn er jákvæður, samskipti og samgangur íþróttahreyfing-
arinnar verður mun meiri en nokkru sinni. Við verðum miklu sterkari
saman en í sundur,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður
UMFÍ, í ávarpi við setningu 44. sambandsráðsfundar UMFÍ á Höfn í
Hornafirði. Þar var honum tíðrætt um neikvæð áhrif COVID-faraldurs-
ins á lýðheilsu fólks og mikilvægi þess að bæta hana. Þótt faraldrinum
væri að mestu lokið glímdi fólk enn við afleiðingarnar. Mataræði margra
hefði versnað, fólk hreyfði sig minna saman og fari ekki á fjölmenna við-
burði, sem hefði í för með sér meiri einsemd. Þessi staða setti þrýsting á
heilbrigðiskerfið og yrði íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin að hjálpa
til við að bæta hana. Það væri í anda UMFÍ, enda samfélaginu til góða.
Ný skref íþróttahreyfingarinnar
Jóhann var sannfærður um að flutningur þjónustumiðstöðvar UMFÍ í
Íþróttamiðstöðina við Laugardal myndi styrkja íþróttahreyfinguna til
framtíðar. Þar fyrir eru skrifstofur tveggja stærstu sambandsaðila
UMFÍ, ÍBR og UMSK, skrifstofa ÍSÍ og sérsambanda.
Mikilvægt að þora
að grípa tækifærin
Formaður UMFÍ segir íþrótta- og ungmennafélags-
hreyfinguna í lykilstöðu til að bæta lýðheilsu fólks
eftir faraldurinn. Sambandsráðsfundur UMFÍ
var haldinn á Höfn í Hornafirði 14. og 15. október.
Hvatningarverðlaun UMFÍ
Þrír sambandsaðilar hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á sambandsráðs-
fundinum. Það eru Þróttur Vogum fyrir Ástarverkefni, Ungmennasam-
band Kjalarnesþings (UMSK) fyrir verkefnið Virkni og vellíðan í Kópa-
vogi og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) fyrir sam-
starf aðildarfélaganna Fram og Hvatar.
Samstaða innan hreyfingarinnar
Eftirtektarvert var hversu stemningin var góð á sambandsráðsfundin-
um UMFÍ á Höfn. Auk hefðbundinnar dagskrá kynntu þrjár nefndir
störf sín og tillögur. Það voru vinnuhópur um íþróttahéruð og lottó-
reglur, móta- og viðburðanefnd og útgáfu- og kynningarnefnd. Miklar
umræður sköpuðust um tillögur nefndanna, sem miða m.a. að því að
styrkja íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna og hafa jákvæð áhrif
á lýðheilsu.
Fundurinn er haldinn á tveggja ára fresti og er hann æðsta vald í
málefnum ungmennafélagshreyfingarinnar á milli sambandsþinga.
Fundurinn markaði talsverð tímamót, því hvorki sambandsráðsfundur
né þing UMFÍ hafa verið haldin á Höfn síðan árið 1990, eða í 32 ár.
Heimafólk var við stjórnvölinn á fundinum. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir,
formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ), var fundarstjóri og
Sigurður Óskar Jónasson, gjaldkeri USÚ, var ritari fundarins.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, var fundarstjóri.
Frá afhendingu hvatningarverðlauna UMFÍ. F.v.: Jóhann Steinar
Ingimundarson formaður UMFÍ, Gunnar Helgason Þrótti Vogum,
Snjólaug Jónsdóttir USAH og Guðmundur G. Sigurbergsson UMSK.
Fulltrúar sambandsaðila á 44. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn
var á Höfn í Hornafirði 14. og 15. október.
Eitt mikilvægasta málefnið fram undan er að mati Jóhanns neikvæð-
ar afleiðingar faraldursins og sagði hann að íþróttahreyfingin væri best
til þess fallin að koma fólki á hreyfingu.
„Vandinn er samfélagslegur. Við sláum ekki af, heldur bítum í skjald-
arrendur. Við þurfum að hafa kjark til að takast á við breytta tíma. Við
höfum þurft að endurhugsa sviðsmyndir sem hafa margar reynst já-
kvæð skref. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð og eigum að vera
óhrædd við að hugsa hlutina upp á nýtt,“ sagði hann og lagði áherslu
á að nýjar aðstæður kölluðu á að nýta þau tækifæri sem kæmu upp.