Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 10
10 S K I N FA X I Skólabúðir eru í sífelldri þróun UMFÍ tók við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði með stuttum fyrirvara í haust. Bretta þurfti því upp ermar til að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Skólabúðanna. Mikil aðsókn er bæði í Skólabúðirnar á Reykjum og Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni. Færri komast að en vilja. „Lífið er í fullum gangi bæði fyrir norðan og sunnan. Þrátt fyrir að við hefðum frekar stuttan fyrirvara til að undirbúa skólaárið á Reykjum lögð- ust allir á eitt um að láta þetta ganga upp. Það tókst og allt hefur gengið vel í Skólabúðunum,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni og Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Skólabúðir höfðu verið starfræktar á Reykjum um árabil en sveitar- stjórn Húnaþings vestra auglýsti í mars á þessu ári eftir nýjum samstarfs- aðila um rekstur þeirra. UMFÍ svaraði kallinu og skrifuðu þær Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, þá sveitarstjóri, undir rekstrarsamning í ágúst. Í samn- ingnum kemur meðal annars fram að í búðunum verði unnið eftir Heims- markmiðum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðalnámskrá grunnskóla. Þá verða saga og atvinnuhættir á landsbyggðinni kynnt fyrir nemendum með skipulagðri safnakennslu í samstarfi við Byggða- safn Húnvetninga og Strandamanna. Stefnan var strax sett á að UMFÍ tæki við rekstri Skólabúðanna á Reykjum um haustið. Allt var sett á fullt, enda ljóst að gera þyrfti gríðar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.