Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2022, Side 14

Skinfaxi - 01.02.2022, Side 14
14 S K I N FA X I K ristján er fæddur á Akranesi 1947 og bjó þar til fimm ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans norður í Mývatnssveit, þaðan sem faðir hans er fæddur og uppalinn. Kristján ólst upp á Skútustöðum og gekk í skóla í þar. Þegar hann var 17 ára lá leiðin aftur til Akraness. Þar bjó hann í fimm ár hjá afa sínum og ömmu og stundaði iðnnám. Að því loknu árið 1969 fór hann aftur norður, stofnaði fljótlega byggingafyrirtækið Sniðil og starfaði við það sem framkvæmdastjóri í 30 ár. Hann flutti um 2000 í Kópavog og vann sem verkefnastjóri hjá stóru byggingafélagi. Frá 2009 hefur hann unnið hjá ýmsum byggingaraðilum. Hann var kosinn í sveitarstjórn Skútustaðahrepps árið 1980 og sat eitt kjörtímabil. Sambýliskona Kristjáns er Guðrún Eggertsdóttir. Kristján á þau þrjú börn með Sigrúnu Jóhannsdóttur: Yngva Ragnar, sem rekur Sel Hótel á Skútustöðum, Jóhönnu Sigríði, hjúkrunarfræðing á Húsavík, og Ólaf Helga, sem rekur eigin veitingastað, Brasserie Kársnes. Barnabörnin eru átta talsins. Kristján Elvar Yngvason var kjörinn heiðursfélagi UMFÍ á sambandsþingi á Húsavík 2021. Kristján á langan feril að baki í félagsstörfum innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Mývetnings í 15 ár, þar af formaður í sex ár, þar til hann varð formað- ur Héraðssambands Suður-Þingeyinga árið 1985. Hann var kosinn í stjórn UMFÍ árið 1987 og átti þar sæti í 14 ár. Hann var gjaldkeri UMFÍ í tíu ár, frá 1991 til 2001. Kristján var mikill íþrótta- maður, lék um tíma knattspyrnu á Akranesi og keppti m.a. í glímu á öllum landsmótum UMFÍ frá 1971 til 2013 fyrir hönd HSÞ. Þá var hann formaður Glímusambands Íslands 2001 til 2005. LANDSMÓTIÐ Á HÚSAVÍK VAR GRÍÐAR- LEGA MIKIÐ VERKEFNI OG TÓKST VEL – Við vorum með samheldið lið Þingeyinga sem vann að mótinu og fengum þvílíkt gott veður sem gerði þetta enn betra

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.