Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 Hvað tókuð þið heim? Hvernig fannst íslensku gestunum, hver er lærdómurinn og hvað má hafa í huga hér á landi? Auður Inga: Fimleikahópar hafa verið mjög sýnilegir á landsmótum DGI í gegnum tíðina og hátíðin verið nánast tileinkuð þeim. En aðrar greinar voru líka sýnilegri en áður. Þátttakendur voru vissulega að keppa sín á milli en aðaláherslan var samt á þátttöku. Það sem stendur upp úr er hversu mikil áherslan er á þátttöku og fjölbreytileika, en það einkenndist m.a. í atriðum á setningarhátíð þar sem „venjulegt fólk“ bar hitann og þungann af atriðunum. Þá var gleði allsráðandi, hvort sem var um að ræða þátttakendur, skipuleggjendur eða sjálfboðaliða. Það má yfirfæra þessar hugmyndir um þátttökuna og skipulag mótsins til Íslands. Á sama tíma þarf að velta fyrirkomulaginu fyrir sér, þar sem íþróttahéruðin eru ekki öll með starfsfólk. Upplifun mín er sú að mikil samstaða og samvinna hafi verið milli sveitarfélagsins og DGI. Margar verslanir á svæðinu voru með tilboð og merkingar tengd mótinu og augljóst að sveitarfélaginu fannst mikill heiður að hýsa landsmótið. Jóhann Steinar: Það sem mest kom á óvart var hversu margir á mið- jum aldri í mismunandi formi tóku þátt í sýningum. Mín upplifun er sú að þetta er miklu meiri menningarhátíð en íþróttahátíð og skýrist það sennilega af því að upplifun á keppni er ekki til staðar. Eftirtektarvert var hversu mikil gleði skein úr andlitum þátttakenda. Ómar Bragi: Það er alltaf hvetjandi og gaman að fara á svona viðburði, sjá nýjungar og upplifa stemninguna. Það er athyglisvert hvað sveitarfélagið og samfélagið allt tekur mikinn þátt í þessu öllu og leggur metnað sinn í að gera viðburðinn enn stórkostlegri. Ragnheiður: Við vorum svo heppin að rekast á íslenskar stúlkur sem voru þátttakendur í mótinu með lýðháskólum sínum. Þær lýstu fyrirkomulaginu vel fyrir okkur. Skólarnir senda lið á mótið en þátttakendur greiða þátttökugjaldið sjálfir. Athyglisvert er að fjöldi þátttakenda jafngildir 0,4% af dönsku þjóðinni. Ef við heimfærum þetta yfir á Unglingalandsmótið eða aðra viðburði jafngildir það um 1.500 manns hjá okkur. Velkomin í Árborg Lifandi samfélag í alfaraleið! Við tökum vel á móti þér. Viltu fræðast um Landsmót DGI í gegnum tíðina? Þú finnur upplýsingarnar hér: https://www.dgi.dk/ landsstaevner/landsstaevner-gennem-tiden DGI heita fullu nafni Danske Gymnastik- og Idrætsforeninger og eru samtökin systursamtök UMFÍ í Danmörku. Góð sam- vinna og vinskapur hefur um árabil verið á milli samtakanna og koma margar hugmyndir að verkefnum UMFÍ frá DGI. Frá vinstri: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, Jóhann Steinar Ingi- mundarson, formaður UMFÍ og Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.