Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 23

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 23
 S K I N FA X I 23 Tvö aðildarfélög HSK starfa sérstaklega með fötluðu íþróttafólki: Íþróttafélagið Suðri á Selfossi og Íþróttafélagið Gnýr í Sólheimum í Grímsnesi. Stuðningur og samstarf HSK við íþróttastarf fatlaðra í héraði er einkum í gegnum íþróttanefnd fatlaðra hjá HSK. Í sam- starfi við nefndina og félögin hefur HSK um langt árabil haldið héraðsmót í frjálsíþróttum fatlaðra og hin seinni ár hafa mót í fleiri greinum bæst við, eins og í boccia, golfi og lyftingum. Í skýrslu íþróttanefndar HSK, sem birtist í ársskýrslu 2018 segir m.a.: „Íþróttanefnd fatlaðra hjá HSK vinnur að íþróttamálum fyrir fólk með fötlun sem æfir íþróttir í Árnes- og Rangárvallasýslu. Áhugi er hjá nefndarfólki að ná til allra fatlaðra barna og unglinga sem hafa áhuga á að æfa íþróttir. Mjög margir möguleikar eru til æfinga og keppni og samkvæmt rannsóknum á þátttöku fatlaðs fólks í íþróttum efla þær mjög líkamlega getu, félagslega stöðu og sjálfstraust. Við erum tilbúin til að veita nánari upplýsingar um þessi mál.“ Þetta á enn við og áhugasamir geta haft samband við HSK eða íþróttanefnd fatlaðra. Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK Stuðningur HSK við íþróttastarf fatlaðra Hjá Grímsnes- og Grafningshreppi er helsti stuðningur við ein- staklinga með fötlun í íþrótta- og tómstundastarfi í gegnum liðveislu og akstur á viðburði tengda íþróttum og tómstundum. Flestir fatlaðir einstaklingar í sveitarfélaginu búa á Sólheimum og samskipti varðandi þessi mál fara í gegnum starfsmenn hjá þeim sem halda utan um starfið og þann stuðning sem þau þurfa. Á Sólheimum eru íþróttafélag, skátafélag og leikfélag, þar sem einstaklingar með fötlun eru meirihluti þátttakenda. Endurskoðun á samningum við þessi félög er núna í gangi, en leikfélagið hef- ur t.d. fengið styrk undanfarin ár og er vilji til að festa það í samstarfssamning. Guðrún Ása Kristleifsdóttir, heilsu- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps Stuðningur Grímsnes- og Grafnings- hrepps við íþróttastarf fatlaðra Sveitarfélagið Árborg rekur öflugt frístundastarf fyrir einstakl- inga með fötlun. Er það bæði almennt í frístundaheimilum fyrir 1.– 4. bekk grunnskóla og svo í frístundaklúbbunum Kotinu og Klettinum sem eru fyrir 5.–10. bekk. Fyrir 16 ára og eldri er t.d. í boði frístundastarf í gegnum klúbbinn „Selinn“, en þar hittast félagar að jafnaði tvisvar sinnum í viku. Íþróttafélagið Suðri er með samning við Sveitarfélagið Árborg og sjá þeir um fjölbreytt íþróttastarf fyrir einstaklinga með fötlun. Félagið fær einnig aðstöðu í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Suðri er einnig í samstarfi við önnur íþróttafélög í sveitarfélaginu um æfingar og fleira. Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar Stuðningur Sveitarfélagsins Árborgar við íþróttastarf fatlaðra Þátttakendur og þjálfarar á bocciamóti HSK.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.