Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 34

Skinfaxi - 01.02.2022, Page 34
34 S K I N FA X I Íþróttaveisla UMFÍ og UMSK fór fram á sambandssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings síðla sumars. Veislan var haldin í tilefni af 100 ára afmæli UMSK á árinu. Sambandssvæðið er „Kraginn“ svokallaði, en hann markast af Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ ásamt Álftanesi. Upphaflega stóð reyndar til að halda fjóra viðburði, einn í hverju sveitarfélagi, en einn var felldur niður. „Það voru allir rosalega ánægðir, bæði sjálfboðaliðarnir í brautinni og fjölskyldurnar sem tóku þátt í Drulluhlaupinu. Við vorum auð- vitað fáránlega heppin með veð- ur en það var líka svo mikil gleði á staðnum,“ segir Hanna Björk Hall- dórsdóttir, íþróttafulltrúi Ung- mennafélagsins Aftureldingar. Íþróttaveisla UMFÍ og UMSK hófst með Drulluhlaupi Krónunnar 13. ágúst í nágrenni íþróttamið- stöðvarinnar við Varmá. Hlaupa- leiðin var 3,5 kílómetrar með 21 hindrun á leiðinni, klifurnetum, rörum til að renna sér í gegnum, drullupyttum og klifurvegg, auk langrar og hundblautrar rennibrautar sem búin var til úr dúknum sem fauk ofan af íþróttahúsi Hamars í Hveragerði í ofsaveðri í vor. ÍÞRÓTTAVEISLA UMFÍ Allir ánægðir í Drulluhlaupi Krónunnar Íþróttaveisla UMFÍ hófst með Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ í ágúst. Mikil ánægja var með hlaupið og bíða sjálfboðaliðarnir eftir því að það verði aftur að ári. Sjálfboðaliðar úr frjálsíþróttadeild Aftureldingar unnu með starfs- mönnum UMSK við að setja brautina upp en meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu stóð vaktina á brautinni meðan 400 þátt- takendur þreyttu hlaupið, fólk á öllum aldri frá átta ára og upp úr. Stuð- boltarnir Eva Ruza og útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Siggi Gunnars héldu stuðinu uppi við ráslínu, sem sömuleiðis var endamark hlaupsins. Markið var sett við 400 þátttakendur, enda verið að halda hlaupið í fyrsta sinn og óvíst hvernig til myndi takast. Niðurstaðan var langt umfram væntingar. Hanna Björk var á staðnum að fylgjast með og hjólaði alla brautina. „Stelpurnar sem settu brautina upp skemmtu sér mjög vel og stelp- urnar í fótboltanum skemmtu sér konunglega. Það var allt eitthvað svo skemmtilegt við Drulluhlaupið. Á svona leiðum má oft sjá buguð börn og einhverja sem treysta sér ekki í eitthvað. En ekki í Drulluhlaupinu, þar voru allir glaðir,“ segir Hanna Björk og rifjar upp að við frágang eftir hlaupið hafi fólk sagst vona að þetta yrði að árlegum viðburði. „Við erum öll spennt fyrir því að halda Drulluhlaupið aftur á næsta ári, enda munu þá fleiri taka þátt,“ segir hún. Hanna Björk Halldórsdóttir, íþróttafulltrúi Aftureldingar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.