Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 18
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 18 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað sem veldur auknu næmi fyrir sýkingum og lélegri svörun við bólusetningum. Mótefnasvör eru dauf og lækka hratt sem stafar af takmarkaðri virkjun og lifun B frumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 á lykilviðtaka fyrir virkjun og lifun B frumna í nýburamús- um eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókókkum (PPS1-TT). Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með PPS1-TT eingöngu eða ásamt LT-K63. Eftir 4, 8, 14 og 21 daga var tjáning BAFFR á B frumuhópum í milta metin í flæðifrumusjá; nýmynduðum (NF;B220+CD23-CD21-), marginal zone (MZ;B220+CD23lowCD21high) og follicular (FO;B220+CD23highCD21int) B-frumum, og tjáning BCMA á mótefnaseytandi blöstum (B220+CD138+) og plasmafrumum (B220negCD138+). Niðurstöður: Tjáning á virkjunar-/lifunarviðtakanum BAFFR á NF, FO og MZ B frumum var aukin á 8. degi eftir bólusetningu nýburamúsa sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis PPS1-TT. Tíðni mótefnaseytandi blasta og frumna var aukin og fleiri tjáðu lifunarviðtakann BCMA 4, 8 og 14 dögum eftir bólusetningu með PPS1-TT+LT-K63 miðað við PPS1-TT eingöngu. Ályktun: Rannsóknin sýnir að ónæmisglæðirinn LT-K63 stuðlar að auk- inni virkjun, sérhæfingu og lifun B frumna með því að auka tjáningu á BAFFR á B-frumum og BCMA á mótefnaseytandi B frumum. E 35 Ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur tíðni T hjálparfrumna kímstöðva með að draga úr virkni stýrifruma í músaungum Stefanía P. Bjarnarson, Auður A. Aradóttir Pind, Ingileif Jónsdóttir Ónæmisfræðideild, Landspítali stefbja@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í plasmafrumur eða minnisfrumur, sem eru takmarkaðar í nýburum vegna vanþroska kímstöðvafrumna. CD4+ T hjálparfrumur kímstöðva (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi vegna mikilvægi þeirra í virkjun B frumna og CD4+ stýrifrumur kímstöðva (TFR) geta bælt virkni þeirra ásamt öðrum T (Treg) og B (B10) stýrifrumum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 á lykilfrumur fyrir virkjun B frumna í ný- buramúsum eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókókkum (PPS1-TT). Aðferðir: Tíðni lykilfrumna var metin í milta 4, 8, 14 og 21 dögum eftir að nýburamýs voru bólusettar með PPS1-TT eingöngu eða ásamt LT-K63, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: TFH (CD4, CXCR5, PD-1, Bcl-6), TFR (CD4, CXCR5,Foxp3, Bcl-6), T stýrifrumur (Tregs: CD3, CD4, Foxp3, IL-10) og B stýrifrumur (B10: B220, CD1d,CD5, IL-10). Niðurstöður: Tíðni TFH og hlutfall TFH/TFR frumna jókst martækt á 4., 8. og 14. degi eftir bólusetningu nýburamúsa sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis PPS1-TT. Aftur á móti var marktækt lægri tíðni stýrifrumum, Tregs á degi 4 og 8 og B10 á degi 4, í PPS1-TT+LT-K63 bólusettum nýburamúsum miðað við mýs sem fengu einungis bóluefnið. Ályktun: Rannsóknin sýnir að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur TFH sem eru mikilvægar fyrir virkjun B fruma en dregur úr tíðni stýrifruma TFR , Treg og B10 stýrifrumna sem helst í hendur við aukið ónæmissvar gagn- vart bóluefninu. E 36 PKD-nýrnasýki í íslensku ferskvatni - áhrif tíðarfars á uppkomu sjúkdóms í laxfiskum Fjóla Rut Svavarsdóttir1, Mark A. Freeman2, Þórólfur Antonsson3, Friðþjófur Árnason3, Árni Kristmundsson1 1Tilraunastöð HÍ í meinafræðum - Keldur, Fiskadeild, 2Ross University School of Veterinary Medicine, Basseterre, 3Veiðimálastofnun, 4Fiskadeild, frs13@hi.is Inngangur: PKD-nýrnasýki (Poliferative kidney disease) er alvarlegur sjúkdómur í laxfiskum. Honum veldur smásætt sníkjudýr, Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b.), sem þarf laxfisk og mosadýr til að ljúka lífsferli sínum. Helstu rannsóknir tengjast laxfiskaeldi erlendis, þar sem sjúkdómurinn er skaðvaldur en minna er vitað um áhrif hans í náttúrunni. PKD-nýrnasýki greindist fyrst á Íslandi haustið 2008 en samkvæmt nýlegum rannsóknum var orsakavaldurinn til staðar hér á landi a.m.k. 14 árum áður. Uppkoma PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita sem þarf að ná a.m.k. 12-14°C í nokkrar vikur svo fiskur sýni sjúkdómseinkenni. Einkennalaus fiskur í kaldara umhverfi getur þó verið smitaður sníkjudýrinu. Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn (bleikja og urriði) kom úr Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Úlfljótsvatni árin 2008-2016. Einkenna PKD-nýrnasýki var leitað og nýrnasýni skimuð eftir sníkjudýrinu með sameindalíffræði- legum (PCR) og vefjameinafræðilegum aðferðum (HE-litun, IHC og ISH). Samhliða var vatnshitagögnum safnað úr vötnunum. Niðurstöður: Rannsóknirnar voru umfangsmestar sumarið 2015 sem var tiltölulega kalt og lítil einkenni sjúkdóms þrátt fyrir hátt hlutfall smits í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni. Í Úlfljótsvatni sáust engin einkenni PKD- nýrnasýki og fór hlutfall smitaðra fiska vaxandi eftir því sem leið á sumar- ið. Hlýrri ár (t.d. 2009-2012) bar mikið á svæsnum einkennum í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni samhliða rýrum bleikjuafla. Ályktanir: Samband tíðarfars og uppkomu PKD-nýrnasýki er sterkt, samanber niðurstöður úr Elliðavatni og Vífilsstaðavatni. Úlfljótsvatn er kalt og því ekki forsenda fyrir sýkinni og enginn sjúkur fiskur greindist þar. Hlutfall smits í vatninu óx er leið á sumarið sem gefur til kynna að mosadýrið seyti gróum sníkjudýrsins seinna en við má búast í grynnri og hlýrri vötnum. E 37 Veirur í hrognkelsum Sigríður Guðmundsdóttir1, Heiða Sigurðardóttir2, Niccolo Vendramin3, Nils-Jörgen Olesen3, Árni Kristmundsson2 1Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, Rannsóknadeild fisksjúkdóma, 2Rannsóknadeild fisksjúkdóma, Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, 3European Union Reference Laboratory, National Veterinary Institute, Technical University of Denmark siggag@hi.is Inngangur: Hrognkelsaeldi hófst hérlendis 2014 vegna mikill eftirspurn- ar erlendis frá, en seiðin eru notuð til að éta lús af laxi í sjókvíaeldi. Í reglubundnu eftirliti 2015 greindist fyrst áður óþekkt Ranaveira og síðan VHSV (viral haemorrhagic septicaemia virus) sem veldur tilkynn- ingaskyldum sjúkdómi. Öllum hrognkelsum í eldisstöðinni var eytt og upplýsingar sendar OIE, sem sendi svo tilkynningu til aðildarlandanna. Efni og aðferðir: Flot af frumum með veiruskemmdum voru skimuð með þekktum veiruvísum í PCR prófum, litanir gerðar með sértækum mótefnum og næmi mismunandi frumugerða metið. Þá voru sýni send til raðgreininga. Í samvinnu við EURL voru settar upp smittilraunir í Kaupmannahöfn til að skoða VHSV í laxi og regnbogasilungi. Sýkt var með sprautun í kviðarhol (i.p.) eða böðun í veirulausn. Til samanburðar voru sýkingar með þekktum arfgerðum, Ia og IVa. Sýkinga- tilraunir með Ranaveiruna standa yfir á Keldum. Niðurstöður og ályktanir: Ranaveira er skyldust veirum sem rækt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.