Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 9
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 9 finna hvort um er að ræða þekkta og/eða óþekkta krabbameinsvalda sem skýrt gætu þessa háu krabbameinstíðni. E 4 Æxli í miðtaugakerfi barna á Íslandi árin 1981-2014. Tegundir, einkenni, meðferð og lifun Ásta Í. Jónasardóttir1, Trausti Óskarsson2, Ólafur G. Jónsson1, Halldóra K. Þórarinsdóttir1, Sólveig S. Hafsteinsdóttir1, Ólafur Thorarensen1, Ásgeir Haraldsson1 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Astrid Lindgren barnsjukhus - Karolinska sjukhuset asgeir@lsh.is Inngangur: Æxli í miðtaugakerfi eru sá flokkur krabbameina sem veldur flestum dauðsföllum barna. Mikilvægt er að greina æxlin snemma en lifun er afar mismunandi eftir æxlistegundum og staðsetningu innan miðtaugakerfisins. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á ýmsa þætti er tengjast nýgengi og gerð miðtaugakerfisæxla barna og meta útkomu eftir meðferð. Efniviður og aðferðir: Öll tilfelli miðtaugakerfisæxla barna <18 ára frá 1.1.1981 til 31.12.2014 voru skoðuð og upplýsingum um tegund, staðsetn- ingu og stærð æxla, einkenni og teikn sjúklinga, endurmein og fæðingar- og dánardag sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám. Við tölfræðiúrvinnslu var notað nákvæmt Fisher-próf, fervikagreining, Kaplan-Meier-aðferð með log-rank prófi og fjölþáttagreining. Niðurstöður: Alls greindust 113 börn með æxli í miðtaugakerfi á tímabil- inu. Aldursstaðlað nýgengi var 4,2/100.000. Algengustu æxlistegundir voru lággráðu stjarnfrumuæxli (35%), heilastofnstróðæxli, mænukím- frumuæxli, PNET, heila- og mænuþelsæxli, frjófrumuæxli, cranioph- aryngioma og sjóntróðsæxli. Hlutfall mænukímfrumuæxla var 5%. Æxli voru oftast staðsett neðantjalds (32%), ofantjalds eða miðlægt í heila, sjaldnar í heilastofni eða mænu. Einkenni aukins innankúpuþrýstings voru algeng við greiningu, en sjúkdómseinkenni tengd staðsetningu voru einnig algeng. Fimm ára heildarlifun var 83,5%. Vefjagerð og staðsetn- ing æxlis reyndust sjálfstæðir forspárþættir fyrir heildarlifun, en stærð æxlis og tímalengd einkenna fyrir greiningu höfðu ekki marktæk áhrif á heildarlifun. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við rannsóknir frá öðrum Vesturlöndum. Nýgengi, lifun og hlutföll tegunda og stað- setninga virðast svipuð og á Norðurlöndum, en mænukímfrumuæxli eru þó minna hlutfall allra miðtaugakerfisæxla hér á landi en annars staðar. Sterkustu forspárþættir fyrir heildarlifun barna með miðtaugakerfisæxli virðast vera vefjagerð og staðsetning æxlis. E 5 Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist þrefalt á síðustu áratugum Ástríður Pétursdóttir1, Björn Már Friðriksson1, Jóhanna M. Sigurðardóttir2, Helgi J. Ísaksson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson5 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Skurðdeild, Västerås-sjúkrahús, 3Rannsóknarstofa í meinafræði, Landspitali, 4Lungnadeild, Landspitali, 5Hjarta og lungnaskurðdeild, Landspitali astridurp@gmail.com Inngangur: Krabbalíkisæxli (carcinoids) í lungum eru sjaldgæf tegund æxla sem oftast eru bundin við lungu en geta meinvarpast. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og árangur meðferðar þessara æxla í vel skilgreindu þýði á 60 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum krabbalíkisæxlum í lungum á Íslandi 1955-2015. Vefjasýni voru endurskoðuð og æxlin stiguð skv. 7. útgáfu TNM-stigakerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftirfylgd 15,3 ár. Niðurstöður: 96 sjúklingar(meðalaldur 54 ár, bil:16-86) greindust á tímabilinu, þar af 65 konur. Árlegt aldursstaðlað nýgengi jókst úr 0,18/100.000 tímabilið 1955-1964 í 0,75 2005-2015. Þriðjungur sjúklinga greindist án einkenna síðari þrjá áratugina en 17% þá fyrri (p<0,01). Hinir höfðu flestir hósta eða brjóstverki og þrír krabbalíkisheilkenni. Meðalstærð æxlanna var 2,6cm (bil:0,4-7,0) og 74 (84%) sjúklingar höfðu dæmigerða (typical) vefjagerð en 14 (16%) ódæmigerða. Átta sjúklingar fóru ekki í aðgerð og voru fjórir með útbreiddan sjúkdóm (stig IV), þar af tveir með dæmigerða vefjagerð. Hinir 80 sjúklingarnir gengust undir skurðaðgerð, oftast blaðnám(81%), lést enginn þeirra innan 30 daga frá aðgerð. Af skurðsjúklingum greindust 52 (65%) á stigi IA, 15 (19%) á stigi IB, 9 (11%) á stigi IIA. Þrír (4%) höfðu meinvörp í miðmætiseitlum (stig IIIA), allir með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit höfðu 5 sjúklingar (6%) látist úr sjúkdómnum. Fimm ára lífshorfur alls hópsins voru 87% og 92% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefjagerð. Ályktanir: Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist rúmlega þrefalt á Íslandi síðustu 6 áratugi, aðallega vegna aukningar í tilviljana- greiningum. Sjúklingar með dæmigerða vefjagerð geta greinst með útbreiddan sjúkdóm en langflestir hafa sjúkdóm bundinn við lungað og lífshorfur þeirra eru mjög góðar. E 6 Forcing strategy change: Time limited visual foraging reveals rapid template switches Tómas Kristjánsson1, Árni Kristjánsson1, Ian M. Thornton1 1Department of psychology, University of Iceland tok1@hi.is Introduction: During difficult foraging tasks, such as when targets differ from distractors by a conjunction of features, humans do not switch between target categories, while they switch freely in easier feature-ba- sed foraging tasks. This is in line with research on animal behavior, but the question remains whether this reflects that humans cannot switch between target categories, without sacrifices in speed or accuracy, or simply choose not to, due to added difficulty of switching between target categories. Method: Participants performed time-limited (5, 10, 15s) or unlimited foraging on iPads where they tapped as many stimuli, from two target categories, as they could before the time ran out while avoiding items from two distractor categories. Results: With time limits, participants were able to switch more frequent- ly between target types during conjunction foraging than they do when there is a longer time limit or no time limit. Furthermore, switch-costs were smaller with shorter time limits, even with constant set-size. Conclusions: This suggests that although people do not generally switch between target categories in conjunction foraging, they are able to do so when the task demands such switches. We discuss the implications of such rapid switching for recent theories of working memory and attention. E 7 Intrusive images among outpatients with social anxiety disorder Andri Björnsson Psychology, University of Iceland asb@hi.is Introduction: Recurrent intrusive images exist across mental disorders. However, the specific content of intrusive images varies depending on disorder. In this study, we explored whether individuals with social anx- iety disorder (SAD) react to intrusive images with compulsive behaviors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.