Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 44
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 44 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 E 123 Áhrif meðgöngulengdar á námsárangur Elín Þ. Elíasdóttir1, Ragnhildur Hauksdóttir1, Inga D. Sigfúsdóttir2, Ingibjörg E. Þórisdóttir2, Þórður Þórkelsson1,3, Þóra Steingrímsdóttir4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólinn í Reykjavík, 3Barnaspítali Hringsins, 4Kvennadeild, Læknadeild Háskóla Íslands ethe10@hi.is Inngangur: Fyrirburar eru í aukinni áhættu á að greinast með ýmsa langvinna sjúkdóma. Einnig hefur verið sýnt fram á að fyrirburar fá lægri einkunnir en fullburða samnemendur. Hugmyndir eru uppi um að með- göngulengd hafi einnig áhrif á einkunnir fullburða barna. Fyrri rannsókn- ir hafa sýnt fram á að fyrirburar fái lægri einkunnir en fullburða börn en fáar rannsóknir taka til línulegra áhrifa meðgöngulengdar. Efniviður og aðferðir: Unnið var með gagnasafn frá LIFECOURSE- rannsókninni sem aflað var frá Fæðingaskrá landlæknis, Námsmatsstofnun og Hagstofunni. Skoðaðar voru einkunnir 1146 barna í samræmdum prófum. Niðurstöður: Með vaxandi meðgöngulengd hækkar einkunn í stærðfræði en ekki íslensku. Þegar gögnunum var lagskipt eftir kyni kom í ljós að áhrifin voru einungis til staðar hjá strákum þar sem marktæk hækkun var á einkunn í íslensku og stærðfræði með lengri meðgöngu bæði í 4. og 7. bekk. Hjá stelpum voru áhrif meðgöngulengdar á heildareinkunn aldrei marktæk. Áhrifa meðgöngulengdar gætti einnig hjá fullburða börnum (fæddum eftir 37 – 42 vikna meðgöngu) en þar kom fram marktæk hækk- un á einkunn í íslensku og stærðfræði með aukinni meðgöngulengd bæði í 4. og 7. bekk. Þegar betur var að gáð voru áhrif meðgöngulengdar á einkunnir fullburða barna einungis til staðar hjá strákum. Ályktanir: Þessi rannsókn styrkir niðurstöður nýlegra rannsókna sem benda til þess að meðgöngulengd fullburða barna hafi áhrif á námsár- angur. Skýr kynjamunur kom fram í áhrifum meðgöngulengdar þar sem áhrifanna gætti einungis hjá strákum og er áhugavert að skoða það nánar. E 124 Forvarnir gegn tannátu og áhrif óstöðugs efnahagsástands á tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga á Íslandi Eva G. Sveinsdóttir Tannlæknadeild, Háskóli Íslands tannalfur@gmail.com Inngangur: Árið 2008 hófst á Íslandi djúp efnahagslægð sem hafði alvar- leg áhrif á efnahag landsins í heild sem og allra Íslendinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif efnahagskreppan hafði á eft- irspurn eftir tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga, 0-18 ára, að mati tannlækna, ásamt því að afla upplýsinga um hvers kyns fyrirbyggjandi meðferðir sem tannlæknar veita börnum og unglingum í dag. Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti var sendur til allra félags- manna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ) í janúar 2013. Af þeim tannlækn- um sem vinna með börn bárust svör frá 161 tannlækni (64%). Niðurstöður: Af þeim 161 tannlækni sem tóku þátt í rannsókninni töldu 119 (74%) að tannátutíðni barna og unglinga hefði hækkað og 150 (93%) töldu að minnkandi endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til tannlækninga barna og unglinga á undanförnum árum hefði haft áhrif á tannheilsu sumra eða flestra barna. Meirihluti tannlækna taldi eftirspurn foreldra eftir flestum þáttum tannátuforvarna og meðferða af völdum tannátu, að frátaldri bráðameðferð af völdum tannverkja, hafa minnkað. Samkvæmt tannlæknunum komu börn og unglingar að með- altali á 9,4 mánaða (sd 2,8) fresti til tannlæknis, en lengst liðu að meðal- tali 12,1 mánuður (sd 2,8) á milli tannlæknaheimsókna. Að meðaltali var 31% (sd 20,7) vinnutímans varið í forvarnir gegn tannátu. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að á sama tíma og þörfin fyrir tann- læknaþjónustu fyrir börn og unglinga jókst, hafi eftirspurn foreldra eftir slíkri þjónustu minnkað. Þetta gæti hinsvegar verið tímabundið ástand, sem breytist með batnandi efnahagsástandi og aukinni endurgreiðslu SÍ til tannlækninga barna og unglinga. E 125 Lífsgæði fatlaðra barna: Ólíkt mat barna og foreldra þeirra Snæfríður Þóra Egilson1, Linda Björk Ólafsdóttir1, Þóra Leósdóttir2, Evald Sæmundsen2 1Félags- og mannvísindadeild, Háskóli Íslands, 2Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sne@hi.is Inngangur: Rannsóknin beindist að upplifun 1) barna með einhverfu og 2) barna með hreyfihömlun á lífsgæðum sínum, sem og því hvernig foreldr- ar barnanna meta lífsgæði þeirra. Aðferð: Byggt var á lýsandi samanburðarþversniði og var gögnum safnað með barna- og foreldraútgáfu lífsgæðamatslistans KIDSCREEN-27. Alls bárust upplýsingar um 96 börn með einhverfu og 27 börn með hreyfi- hömlun. Niðurstöður: Börn með einhverfu og börn með hreyfihömlun mátu lífsgæði sín í meðallagi (>45) á fjórum af 5 lífsgæðavíddum. Hjá börnum með einhverfu voru lægstu skorin innan víddanna Vinatengsl, þar sem lífsgæðin voru minni en almennt gerist, og Hreyfiathafnir og heilsa. Hjá börnum með hreyfihömlun var lægsta skorið í víddinni Hreyfiathafnir og heilsa. Hins vegar mátu foreldrar barna í báðum hópum lífsgæði barna sinna talsvert lægri á öllum lífsgæðavíddum nema í Fjölskylda og frjáls tími. Þrátt fyrir marktækan mun á svörum barna og foreldra voru þau sammála um hvaða dró mest úr lífsgæðum barnanna. Þannig töldu foreldar barna með einhverfu atriði innan víddanna Vinatengsl og Hreyfiathafnir og heilsa hafa veruleg neikvæð áhrif á lífsgæði barna sinna. Eins töldu foreldrar barna með hreyfihömlun víddina Hreyfiathafnir og heilsa hafa neikvæðustu áhrifin. Ályktanir: Börn með einhverfu og börn með hreyfihömlun voru almennt sátt við stöðu sína í lífinu þótt erfiðleikar tengdir félagslegri þátttöku og líkamlegri virkni væru til staðar. Foreldrar töldu hins vegar mun fleiri umhverfis- og einstaklingsbundna þætti draga úr lífsgæðum barna sinna en börnin töldu sjálf. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að leita til barnanna sjálfra um upplýsingar um líf þeirra og líðan. E 126 A role for MUC5B promoter polymorphism in idiopathic pulmonary fibrosis Introduction Amaranta Ursula Armesto Jiménez Stem Cell Research Unit, Faculty of Medicine, University of Iceland aua12@hi.is Introduction: The MUC5B promoter (G-to-T) polymorphism is associ- ated with idiopathic pulmonary fibrosis (IPF). In heterozygous the T-allele is associated with a 6-8 fold increased risk of IPF and there is also an increased expression of MUC5B in the airways of carriers of this risk allele. Methods: We have previously used human basal epithelial cell lines (VA-10 and BCi-NS1.1) to model in air-liquid interphase (ALI) culture both cellular differentiation and epithelial histoarchitechture of the upper airways. Here, we have transduced these cell lines, as well as A549, with a promoter reporter construct containing the 4 kb promoter region of MUC5B with the wildtype or the T-risk allele present to gain insights into the molecular and cellular effects of IPF. We are also using
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.