Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 76

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 76
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 76 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 Efniviður og aðferðir: Átján karlar og 17 konur úr afreksíþróttum tóku þátt í rannsókninni. Styrktur beggja fótleggja var mældur við 40° og við 80° beygju, með mismunandi stöðu sköflungs til að meta miðlæga og hlið- læga hluta aftanlærisvöðva sérhæft. Vöðvarafritsmælingar voru gerðar samtímis styrkmælingum og spurningalisti notaður til að meta hnéein- kenni og athafnagetu. Fjölþáttadreifnigreining og t-próf voru notuð til tölfræðiúrvinnslu. Niðurstöður: Konur og karlar mældust með marktækt lakari styrk áverka- megin samanborið við hinn fótlegginn í 80° hnébeygju, en einungis konur mældust líka með marktækt lakari styrk í 40° stöðunni (víxlhrif; p<0,05). Styrkur var lakari með innsnúning samanborið við útsnúning á sköflungi, en þetta var meira áberandi við 80° hnébeygju (víxlhrif; p<0,05). Vöðva- rafritsmælingar sýndu lægri virkni miðlæga vöðvans í 80° samanborið við 40° hjá konum, ekki körlum (víxlhrif; p<0,001). Ályktun: Áhrif þess að nota vef úr MH virðist ekki hafa mikil áhrif á sér- tæka vöðvavinnu, en ástæða virðist til að huga betur að endurhæfingu kvenna eftir áverka og endurgerð FK í hné. V 47 Áhrif 6 vikna endurhæfingar á heilsufar og svefn meðal kvenna með vefjagigt Björg Þorleifsdóttir1, Gunnhildur L. Marteinsdóttir2, Nína K. Guðmundsdóttir2, Ingólfur Kristjánsson2, Hlín Bjarnadóttir2, Marta Guðjónsdóttir1 1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands, 2gigtarsviði Reykjalundar btho@hi.is Inngangur: Vefjagigt (fibromyalgia) einkennist af útbreiddum langvinnum verkjum, þreytu, andlegri streitu og minnkuðu úthaldi auk svefntruflana. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif sex vikna endurhæf- ingar á heilsufar og svefn meðal kvenna með vefjagigt og bera saman við sambærilegan hóp kvenna með tilliti aldurs og líkamsþyngdarstuðuls (BMI). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 25 konur með sjúkdómsgreininguna vefjagigt og uppfylltu þátttökuskilyrði að öðru leyti og 12 heilbrigðar konur í samanburðarhópi (aldur: 46,8±8,7 vs 50,0±8,4 ár og BMI: 31,6 ± 5,3 vs 29.1±4,2 kg/m2). Við upphaf og lok rann- sóknartímabils svöruðu þær spurningalistum um heilsufar og líkamlega færni (Fibromyalgia Impact Questionnaire), svefnleysi (Insomnia Sever- ity Index) og viðhorf þeirra til svefns (Dysfunctional Beliefs and Attitu- des about Sleep). Nætursvefn var mældur með virknimæli (actigraph) vikulangt auk svefnskrár sem þátttakendur héldu, í annarri og fimmtu viku tímabilsins. Niðurstöður: Vefjagigtarhópurinn mat heilsufar sitt marktækt verra, svefnleysið meira og þeir höfðu neikvæðara viðhorf til svefns miðað við samanburðarhóp. Nætursvefninn reyndist áþekkur meðal hópanna tveggja, svo sem svefnlengd (sleep duration), vökutími að nóttu (wake af- ter sleep onset) og svefnnýtni (sleep efficiency). Eftir 6 vikna tímabil hafði heilsufar og líkamleg færni vefjagigtarhópsins aukist marktækt, svefn- leysið minnkað og svefnviðhorf var marktækt jákvæðara, en tveir síðar- nefndu þættirnir breyttust ekki hjá samanburðarhópnum. Hjá hvorugum hópnum breyttist nætursvefn marktækt á tímabilinu. Ályktanir: Heilsufar, svefnleysi og viðhorf til svefns var verra hjá vefja- gigtarhópnum miðað við samanburðarhóp, en framför varð á þeim þátt- um við endurhæfingu. Á milli hópanna var hins vegar enginn marktækur munur á svefnþáttum mældum með virknimælum og þeir breyttust ekki á tímabilinu. V 48 Parental psychological distress and the explanatory role of life stress and psychosocial resources Guðrún Kristjánsdóttir1, Inger K. Hallström2, Rúnar Vilhjálmsson3 1Faculty of Nursing, UI and Women’s and Children’s services, Landspitali, 2Child, Family and Reproductive Health, Lund University, Faculty of Medicine, 3Faculty of Nursing, UI gkrist@hi.is Introduction: Numerous studies indicate that stressors associated with parenthood can adversely affect parental well-being and children’s psychosocial development. The aim of the present study is to analyse socio-demographic differences in parental role strain in the general population. Methods: The study is based on a random sample of 591 Icelandic parents of children under 18 years of age, who were among adult participants in a national health survey of Icelanders conducted in the Spring of 2015 (response rate nearly 60%). The questionnaire asked about socio- -demographic background and ongoing stressors in the parental role. The data were analyzed using multivariate statistical methods. Results: Parental role strain was related to young parental age at first birth, female gender, non-married status, age of youngest child, age range of children, and number of children in the household. Furthermore, chron- ic illness or disability of a child was markedly related to higher parental role strain, although the relationship was partly reduced with parental employment. The parent’s own chronic illness was also related to incre- ased parental role strain. Conclusion: Preventing and addressing parental role strain not only contributes to improved parental mental health, but also helps create a family environment that enhances the psychosocial development of children. V 49 Áverkar samhliða fremri krossbandaslitum í hné; niðurstöður myndgreininga árin 2000-2011 Kristín Briem1,2, Vébjörn Fivelstad2, Sigurjón B. Grétarsson2 1Rannsóknarstofu í hreyfivísindum, 2námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands kbriem@hi.is Inngangur: Afleiðingar áverka á fremra krossband (FK) í hné eru alvar- legar til lengri tíma litið. Auknar líkur eru á slitgigt næstu áratugina, sér- staklega ef aðrir hlutar hnéliðarins verða fyrir áverka samhliða FK slitinu en tilgangur þessarar rannsóknar er að rannsaka tíðni slíkra áverka á lang- bein og liðþófa. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þar sem farið var yfir gagnagrunn sem hýsir allar segulómunarmyndgreiningar sem fram- kvæmdar voru á öllum einstaklingum sem taldir voru hafa slitið FK á Ís- landi árin 2000-2011. Áverkar á langbein og liðþófa voru flokkaðir og tíðni þeirra könnuð með veltitöflum í Töflureikni. Niðurstöður: Af 2298 myndgreiningum uppfylltu 1556 þeirra skilyrði rannsóknarinnar sem voru að um nýtt FK-slit væri að ræða. Karlar voru 65% af úrtaki. Miðgildi fyrir aldur karla var 27 ár og kvenna 23 ár. Með- alfjöldi áverka á hvert hné var 2,32. Nýr áverki var á liðþófa í 76% tilfella þar af var nýr áverki á miðlægan liðþófa í 61% tilfella og þann hliðlæga í 48% tilfella. Nýr áverki var á langbein í 62% tilfella en af þeim var beinmar algengast (í 60% tilfella). Ályktanir: Áverkar á langbein og liðþófa samhliða sliti á FK eru mjög algengir og mikilvægt að hafa langtíma afleiðingar þeirra í huga þegar skjólstæðingurinn er upplýstur um áverkann og hvað hann ber mögulega í skauti sér. Konur eru almennt yngri að aldri þegar þær slíta FK og þrátt

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.