Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 73

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Síða 73
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 73 meðal Íslendinga, ástæður frestunar, og afdrif þeirra sem frestuðu. Efniviður og aðferðir: Byggt er á landskönnun meðal þjóðskrárúrtaks Ís- lendinga á aldrinum 18-75 ára sem fram fór vorið 2015. Þátttakendur voru 1599 og heimtur tæp 60%. Spurt var: Þurftir þú að fara til læknis einhvern tíma á síðastliðnum 6 mánuðum, en hættir við það eða frestaðir því. Þeir sem svöruðu játandi voru spurðir um ástæður frestunar, hvert þeir höfðu ætlað að fara, og hvort þeim hefði batnað eða versnað af veikindunum í framhaldinu. Niðurstöður: Alls höfðu 22% svarenda frestað eða fellt niður læknisheim- sókn sem þörf var fyrir á sl. 6 mánuðum. Algengustu ástæður festunar voru: að vera of upptekinn í öðrum verkefnium (48%), að telja að læknis- heimsókn hefði ekki gert mikið gagn (45%), að geta ekki fengið tíma hjá lækni nægilega fljótt (42%), og kostnaður þjónustunnar (41%). Þá höfðu flestir sem frestuðu ætlað að fara á heilsugæslustöð (48%) og næst flestir til sérfræðings (39%). Langflestir sem frestuðu sögðu að vandi sinn hefði verið óbreyttur fyrstu vikuna eftir frestun (53%), 26% töldu vandann hafa skánað, og 15% að sér hefði batnað. Umræða: Ýmsar ástæður liggja að baki frestun læknisþjónustu. Meðal þess sem skiptir máli er skipulag þjónustunnar (að fá tíma fljótlega) og kostnaður sjúklingsins. Mikilvægt er að haga þjónustunni þannig að bið verði sem skemmst og að sjúklingurinn hafi sem minnstan kostnað af henni. V 37 Tengsl teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á bráða legudeildum á sjúkrahúsum á Íslandi Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Landspítala helgabra@hi.is Inngangur: Á undanförnum árum hefur athyglinni í auknum mæli verið beint að teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu og mikilvægi hennar fyrir ör- yggi sjúklinga og vellíðan starfsmanna. Markmið rannsóknar var að varpa ljósi á teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á íslenskum sjúkrahúsum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn með skriflegum spurningalista um teymisvinnu og bakgrunnsbreytur Nursing Teamwork Survey-Icelandic. Kvarði spurningalistans er fimmgildur Likert-kvarði (1-5) þar sem hærra stig bendir til betri teymisvinnu. Spurn- ingalistar voru sendir til 925 starfsmanna hjúkrunar á öllum legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á íslenskum sjúkrahúsum sam- tals 27 deildum á 8 sjúkrahúsum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 70% (N=632). Flestir þátttakendur voru kvenkyns (98,4%), hjúkrunarfræðingar (54,7%), sjúkraliðar (35,5%) og af lyflækningadeildum (35,8%) kennslusjúkrahúsa (79,6%). Meðalgildi teymisvinnu var 3,89 (SF=0,48). Þegar tengsl bakgrunnsbreyta við teym- isvinnu og starfsánægju voru metin sýndu niðurstöður marktæk tengsl milli teymisvinnu og tegundar deildar, hlutverks, starfsreynslu á deild og mönnunar (p≤0,05), auk þess milli starfsánægju á deild annars vegar og starfsreynslu á deild og mönnunar hins vegar (p≤0,05). Gerð var lógístísk aðhvarfsgreining (logistic regression) þar sem breyturnar mönnun, starfs- reynsla á deild og teymisvinna skýrðu um 26% af breytileika starfsánægju á deild (Nagelkerke R2=0,257, c2(5, N=568)=83,015, p<0,001). Niðurstöðurn- ar benda til þess að samband sé á milli bakgrunnsbreyta, teymisvinnu og starfsánægju. Betri teymisvinna er marktækt tengd meiri starfsánægju. Ályktanir: Teymisvinna í hjúkrun á bráðalegudeildum íslenskra sjúkrahúsa tengist starfsánægju og þekkt er að bæði teymisvinna og starfs- ánægja hefur með gæði þjónustu og öryggi sjúklinga að gera. Því ætti góð teymisvinna að vera forgangsverkefni stjórnenda og klínískra hjúkrunar- fræðinga. V 38 Sjálfsmat á hæfni hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni: Lýsandi þversniðsrannsókn Íris Kristjánsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir2 1Bráðamótttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, 2skurðlækningasviði Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands herdis@hi.is Inngangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skamm- tíma bráðaþjónustu fyrir sjúklinga sem hafa slasast eða veikst alvarlega og þurfa á hátæknimeðferð að halda sem ekki er hægt að veita á minni stöð- um. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað vorið 2016. Notast var við íslenska þýðingu mælitækisins Nurse Competence Scale (IS-NCS) sem inniheld- ur 73 spurningar sem er skipt niður í sjö hæfnisflokka. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga sem vinna á landsbyggðinni og taka á móti/sinna að lágmarki 10 bráðveikum eða slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Hjúkrunarfræðingar sem voru með minni en 5 ára starfs- aldur mátu hæfni sína lægsta í öllum sjö hæfniflokkunum. Hjúkrunar- fræðingar með yfir 20 ára starfsaldur í hjúkrun mátu hæfni sína hæsta í öllum flokkum utan kennslu- og leiðbeinandahlutverka og greiningarhlut- verka þar sem hjúkrunarfræðingar með 15,01-20 ára starfsaldur mátu sig örlítið hærra. Marktækur munur var á heildarhæfni hjúkrunarfræðinga með yfir 10 ára starfsaldur í hjúkrun miðað við hjúkrunarfræðinga með styttri starfsaldur. Hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun mátu sig almennt marktækt hærra í heildarhæfni en hjúkrunar- fræðingar með B.Sc. próf. Ályktun: Heildarhæfni hjúkrunarfræðinga hækkar með hækkandi starfs- aldri og aukinni menntun. Því er ekki síður mikilvægt að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga en að ráða inn nýja. Jafnframt er mikilvægt að hjúkr- unarfræðingar sæki sér viðbótarmenntun á sínu sérsviði. V 39 Fjórhjólaslys: Komur á bráðadeild Landspítala 2000-2015 Þorsteinn Jónsson1, Eva Ívarsdóttir1, Brynjólfur Mogensen2 1Hjúkrunarfræðideild, 2læknadeild Háskóla Íslands thorsj@hi.is Inngangur: Fjórhjól komu á markað upp úr 1970 og voru upphaflega ætl- uð bændum. Fljótlega þróaðist notkun fjórhjóla yfir í að vera leik- og fara- tæki. Erlendis eru fjórhjólaslys algeng en þau hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði slasaðra sem leituðu á bráðadeild eftir fjórhjólaslys árin 2000-2015. Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og náði til þeirra sem lentu í fjór- hjólaslysi og leituðu á bráðadeild á tímabilinu 1. janúar 2000 til og með 31. desember 2015. Unnið var með gögn úr sjúkraskrákerfi SÖGU og NOMESCO. Breytur sem unnið var með: Kyn, aldur, komutími, tími slyss, slysstaður, athöfn, orsök, ICD-10 greining, legutími, þjóðerni, ökumaður, farþegi. Við mat á áverkum var stuðst við áverkastigun AIS og ISS. Niðurstöður: Alls leituðu 454 einstaklingar á bráðadeild Landspítala eft- ir fjórhjólaslys. Meirihluti voru karlmenn (78%). Meðalaldur var 32 ár og börn voru 18% slasaðra. Að meðaltali voru 30 slys á ári og gerðust flest yfir sumarmánuðina. Flest slysin voru tengd frítíma (76%). Algengast var að slysin ættu sér stað í dreifbýli og var fall af fjórhjóli og velta algengustu orsakir slysa. Flestir hlutu minniháttar áverka og voru áverkar á útlimi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.