Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 84
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 9 1
84 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103
gengi þessara galla hér á landi, áhættuþætti, sjúkdómsgang og árangur
meðferðar.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til nýbura, með
greininguna kviðarklofa eða naflastrengshaul á vökudeild Barnaspítala
Hringsins á 25 ára tímabili (1991-2015).
Niðurstöður: Fimmtíu og þrjú börn voru meðhöndluð á vökudeildinni
vegna kviðarklofa á rannsóknartímabilinu og 5 börn vegna naflastrengs-
hauls. Ungar konur voru marktækt líklegri til að eignast barn með kvið-
arklofa. Um helmingur barnanna hafði aðra meðfædda galla á meltingar-
færum. Öll börnin voru tekin til aðgerðar strax á fyrsta sólarhring eftir
fæðingu og tafarlaus lokun heppnaðist hjá 48 (91%). Algengustu fylgi-
kvillar voru öndunarbilun, nýrnabilun og blóðsýkingar. Sjúkdómsferill
var marktækt mildari hjá börnum sem tókst að loka með tafarlausri lok-
un og hjá þeim börnum sem ekki voru með aðra galla á meltingafærum.
Legutími var að meðaltali 28,1±20,1 dagar (miðgildi 24 (spönn 9-131). Þrjú
börn létust í kjölfar aðgerðar. Fjögur börn reyndust vera með of stutta
þarma (short gut syndrome) og þurftu að fá langtíma næringargjöf í æð.
Ályktanir: Nýgengi kviðarklofa hér á landi er svipuð og í öðrum vestræn-
um löndum en athyglisvert er hversu lágt nýgengi naflastrengshauls er.
Hér er valið að notast við tafarlausa lokun, sé þess kostur, en annars að
leyfa görnum að síga inn í kvið með notkun poka. Árangur meðferðar er
í heildina mjög góður.
V 75 Peanut component specificity in Icelandic peanut sensitive
individuals and clinical characteristics
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Helga Magnúsdóttir2, Anna G. Viðarsdóttir1, Michael
Clausen3, Sigrún H. Lund4, Anders B. Jensen5, Björn R. Lúðvíksson1
1Immunology department University Hospital of Iceland, 2Faculty of Medicine, UI, 3Childrens
Hospital of Iceland, 4Centre for Public Health, Faculty of Medicine, UI, 5Thermo Fisher
Scientific
veiga@lsh.is
Background: Sensitivity to peanut allergens varies between countries.
Arah1, Arah2 and Arah3 are the major peanut allergens and sensitivity
to Arah2 has the highest prediction for clinical allergy. Arah6 and Arah9
have not a known role in peanut allergy in Iceland, Arah8 is cross-reactive
to the major birch allergen Betv1.
Objective: To determine the component pattern of peanut sensitization in
Iceland and relate to the history of allergic reaction to peanuts and pollen.
Methods: Serum samples from 220 individuals that were positive for pe-
anut specific IgE (Pn-IgE) were used to measure Arah1-, Arah2-, Arah3-,
Arah8- and Betv1-IgE. Arah2-IgE negative individuals were interviewed
by telephone and invited to an open peanut challenge. Participants in the
challenge were evaluated with ISAC microarray for other sensitizations.
Results: The main atopic findings within the study cohort included history
of eczema (75.5%), asthma (65.5%), and allergic rhinitis (65.5%). Arah2-IgE
was negative in 52.3% (115/220) and of those, 24.3% (28/115) were already
consuming peanuts, 29.6% (34/115) had a negative challenge, 5% (6/115)
were positive, 2.6% (3/115) inconclusive and 38.3% (44/115) were una-
ble to undergo a challenge. Those who reacted to peanuts had a higher
Arah1-IgE than the tolerant participants, three were positive to Arah6-IgE,
thereof one with mono-sensitization. Arah8 may have caused one positive
reaction.
Conclusions: Peanut sensitized individuals in Iceland are highly atopic
and half of them are not sensitized to the major allergen Arah2. This is
only partly explained by birch sensitization and sensitization to other
components such as Arah1 and Arah6 is important.
V 76 Mat á skiljanleika tals hjá börnum í ýmsum aðstæðum
Rósa Hauksdóttir Þóra Másdóttir
Læknadeild Háskóla Íslands
rosa@hti.is
Inngangur: Barn sem á erfiðleikum með að gera sig skiljanlegt vegna
mikilla frávika í tali og framburði hefur tilhneigingu til að einangrast fé-
lagslega. Þegar grunur leikur á um röskun í framburði er barninu gjarnan
vísað til talmeinafræðings sem leggur fyrir hefðbundin greiningarpróf.
Hefðbundin framburðarpróf segja hins vegar takmarkað um hvort barnið
getur gert sig skiljanlegt í ýmsum aðstæðum. Því er mikilvægt að athuga
einnig skiljanleika tals. Þannig fæst heildstæðari mynd af framburði
barnsins sem nýtist m.a. þegar taka á ákvörðun um talþjálfun. Megin-
markmið þessarar rannsóknar var að athuga réttmæti íslenskrar þýðingar
svokallaðs ICS kvarðans en hann er ástralskur að uppruna og kannar skilj-
anleika tals barna í ýmsum aðstæðum að mati foreldra. Réttmæti kvarð-
ans var athugað með því að skoða samræmi íslenskrar þýðingar hans við
Málhljóðapróf ÞM.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 112 börn á aldrinum 4;0-5;5
ára. Af þeim var 61 barn prófað á Málhljóðaprófi ÞM í því skyni að skoða
réttmæti og aðra próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar kvarðans.
Rannsóknin var að mestu endurgerð á rannsókn McLeod o.fl. (2012 og
2015).
Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að há, marktæk
fylgni (r = 0,70) fannst milli íslenskrar þýðingar ICS kvarðans og Málhljóða-
prófs ÞM. Innri áreiðanleiki íslensku þýðingar kvarðans mældist einnig
hár (α = 0,95).
Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum er íslensk þýðing ICS kvarðans áreið-
anleg og að notkun hans réttmæt fyrir 4;0-5;5 ára íslensk börn við mat á
heildarframburðarfærni. Auk þess eru vissar vísbendingar um að kvarðinn
geti nýst sem tæki til skimunar á framburðarerfiðleikum íslenskra barna
en frekari rannsókna er þörf.
V 77 Áhrif kyns, aldurs og menntunar foreldra á mati þeirra á
lundarfari fjögurra ára barns síns
Guðrún Kristjánsdóttir1, Lilja Sigurðardóttir2, Margrét Eyþórsdóttir3
1Hjúkrunarfræðideild/kvenna- og barnasviði Landspítala, Fræðasviði barnahjúkrunar,
2hjúkrunarfræðideild, fræðasviði barnahjúkrunar, 3kvenna- og barnasviði Landspítala
gkrist@hi.is
Inngangur: Fáar rannsóknir skoða kynja- og aldursmun í afstöðu foreldra
til lundarfars barna sinna en niðurstöður þeirra gefa vísbendingu um
mun. Tilgangurinn var að skoða þennan mun hjá íslenskum foreldrum
4 ára barna.
Efniviður og aðferð: Úrtak nýorðinna foreldra var fylgt eftir í fjögur
ár. Þátttakendur voru 129, 66 mæður og 63 feður (svarhlutfall 58,6%).
Lundarfar var metið með spurningalista McDevitt og Carey, BSQ. Aðrar
breytur voru: kyn, aldur foreldris við fæðingu barns og menntun við 3-4
ára aldur barns.
Niðurstöður: Mæður voru 19-48 ára við fæðingu barns og aldur feðranna
21-47 ára. Marktækur munur var á aldri feðranna (M=34) og mæðranna
(M=31) (t(127)=2,680, p<0,01). Tæplega helmingur hafði lokið háskólanámi
en ekki var marktækur munur eftir kyni. Eldri mæður og feður meta börn
sín marktækt með auðveldara lundarfar en yngri foreldrar. Ekki reyndist
marktækur aldursmunur í heildarstigum lundarfars barns hjá mæðrum.
Munurinn er þó marktækur eftir aldri feðra. Feður telja marktækt meiri
óreglu í hegðunarmynstri barnsins og viðbrögðum en mæður en meta þó
lundarfar barna sinna í heild marktækt auðveldari en mæður (r=-0,330,