Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 19
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 19 uðust í Danmörku úr villtum þorski og sandhverfu. Ranaveira hefur ekki einangrast áður svo norðarlega. VHSV finnst í fjölda fisktegunda, í fersku og söltu vatni. Veiran skiptist í fjórar arfgerðir sem greinast í smærri hópa. Hrognkelsaveiran er nýtt afbrigði af arfgerð IV og er skyldust veirum sem finnast í Japan og nálægum löndum, við vestur- strönd Bandaríkjanna og í vötnunum miklu á mótum Bandaríkjanna og Kanada. Þessi arfgerð skiptist í minni hópa og vera má að hrogn- kelsaveiran muni skipa nýjan hóp. Sýkingatilraunir i.p. sýndu að nýja afbrigðið fjölgar sér auðveldlega í hrognkelsum og laxi en lítt í regnboga. Smit varð ekki í laxi með böðun. E 38 Súrefnismettun sjónhimnuæða í vægri, vitrænni skerðingu Ólöf B. Ólafsdóttir1, Hrafnhildur S. Sævarsdóttir2, Sveinn H. Harðarson3, Valgerður D. Traustadóttir4, Kristín H. Hannesdóttir5, Einar Stefánsson4, Jón Snædal5 1Talmeinafræði, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands, 3Lífeðlisfræðistofnun, Háskóli Íslands, 4Landspítali Háskólasjúkrahús, 5Öldrunarsvið, Landspítali Háskólasjúkrahús obo4@hi.is Markmið: Sýnt hefur verið fram á að súrefnismettun sjónhimnuæða í meðalsvæsnum (e. moderate) Alzheimer er hækkuð samanborið við heil- brigða einstaklinga. Væg, vitræn skerðing (e. mild, cognitive impairment, MCI) er oft fyrsta klíníska einkenni heilabilunar. Markmið rannsóknar- innar var að skoða súrefnismettun sjónhimnuæða í einstaklingum með MCI. Efni og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld með súrefn- ismettunarmæli, Oxymap T1 (Oxymap ehf.) í 42 einstaklingum með MCI ásamt 42 heilbrigðum einstaklingum. Hóparnir voru paraðir hvað varðar aldur og kyn og bornir saman. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum og bláæðlingum mæld- ist hærri í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga (slagæðlingar: 93.1±3.7% vs. 91.1±3.4%, p=0.003; bláæðlingar: 59.6±6.1% vs, 54.9±6.4%, p=0.001). Munur í súrefnismettun milli slag- og bláæðlinga var hærri í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga (33.5±4.4% vs. 36.2±5.2%, p=0.02). Ályktun: Súrefnisupptaka virðist minni í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga og því möguleiki á að súrefnisnotkun í sjónhimnu sé minni hjá einstaklingum með vitræna skerðingu. Hugsanlega getur því verið að breytingar séu komnar fyrr fram í Alzheimer en áður hefur verið sýnt fram á. E 39 Aukin sjálfvirkni og betri áreiðanleiki súrefnismælinga í sjónhimnu Sveinn H. Harðarson1, Róbert A. Karlsson2, Ólöf B. Ólafsdóttir3, Þórunn S. Elíasdóttir4, Toke Bek3, Einar Stefánsson3 1Lífeðlisfræðistofnun, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Oxymap ehf., 3Augndeild, Landspítali, 4Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands sveinnha@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa og prófa nýja og sjálfvirkari útgáfu af hugbúnaði til súrefnismælinga í sjónhimnu. Hugbúnaðnum er ætlað að draga úr vinnu við súrefnismælingar og úr breytileika. Efniviður og aðferðir: Myndir úr Oxymap T1 súrefnismæli voru notaðar en þær gera kleift að mæla súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Myndir af heilbrigðum sjálfboðaliðum (n=21) voru notaðar til að kanna næmi og áreiðanleika mælinga. Mælingar voru einnig gerðar á sjúklingum með sykursýki sem ýmist höfðu sjónhimnusjúkdóm (n=24) eða ekki (n=16). Sykursjúku einstaklingarnir voru bornir saman við 54 heilbrigða einstak- linga. Til úrvinnslu var notaður sjálfvirkur og hálf-sjálfvirkur hugbúnað- ur. Sjálfvirki hugbúnaðurinn flokkar myndeiningar (pixla) á myndinni sjálfvirkt í slag- eða bláæðlinga og gefur sjálfur upp meðaltal fyrir hvert auga. Niðurstöður: Staðalfrávik endurtekinna mælinga á slagæðlingum var 0,98 prósentustig þegar mælt var með hálf-sjálfvirka hugbúnaðnum en 0,66 prósentustig þegar sjálfvirka aðferðin var notuð. Samsvarandi gildi fyrir bláæðlinga voru 1,99 prósentustig (hálf-sjálfvirkt) og 1,50 prósentustig (sjálfvirkt). Með sjálfvirku aðferðinni greindist aukin súrefnismettun við innöndun hreins súrefnis í slagæðlingum (5,1 prósentustig, p<0,0001) og bláæðlingum (17,4 prósentustig, p<0,0001). Svipuð hækkun greindist með hálf-sjálfvirka hugbúnaðnum. Súrefnismettun í bláæðlingum, mæld sjálfvirkt er talin upp hér á eftir (meðaltal±staðalfrávik): 68,5±5,6% (sjón- himnusjúkdómur, p<0,05 miðað við heilbrigða), 63,3±6,0% (sykursýki án sjónhimnusjúkdóms) og 64,9±4,7% (heilbrigðir). Ályktanir: Sjálfvirk greining á súrefnismettun skilar endurtakanlegum mælingum og er næm fyrir breytingum á súrefnismettun. Sjálfvirka að- ferðin greinir hærri súrefnismettun í bláæðlingum í sjónhimnu í sjúkling- um með sjónhimnusjúkdóm vegna sykursýki. Sjálfvirka greiningi er mun hraðvirkari en eldri aðferðir og krefst minna mats af hálfu notandans. E 40 Hryggrauf á Íslandi: Faraldsfræði, heilsa og líðan meðal fullorðinna Marrit Meintema1, Sólveig Á. Árnadóttir 2, Solveig Sigurðardóttir1, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir2 1Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 2Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands marrit@greining.is Inngangur: Hryggrauf er einn algengasti meðfæddi gallinn á miðtauga- kerfinu. Einkennin eru margbreytileg og fylgikvillar margir sem kallar á þverfaglega nálgun í heilbrigðiskerfinu. Vegna hamlana og fylgirask- ana eru einstaklingar með hryggrauf í aukinni hættu á að þróa með sér lífsstílstengda sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að framkvæma lýsandi faraldsfræðilega athugun á hryggrauf og að meta heilsu og líðan fullorðinna með hryggrauf á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Algengi hryggraufar á árunum 1972-2011 var skoðað. Einnig svöruðu 25 fullorðnir með hryggrauf könnun- inni „Rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga árið 2012“. Niðurstöður úr spurningakönnuninni voru bornar saman við niðurstöður frá Íslendingum sem tóku þátt í sömu könnun á árinu 2012 (n= 2159). Þátttakendur voru einnig með hröðunarmæli á sér í sjö daga svo hægt var að mæla hreyfivirkni þeirra. Mittismál og ummál mjaðma voru mæld til að meta áhættu á lífsstílssjúkdómum. Niðurstöður: Nýgengi hryggraufar á Íslandi hefur lækkað marktækt á seinustu 40 árum. Flestir þátttakendur með hryggrauf mátu líkamlega og andlega heilsu sína sem góða eða mjög góða og svipaða eða betri en árinu áður. Þeir drukku minna áfengi en samanburðarhópur en höfðu tilhneigingu til að borða óhollan mat. Rannsóknin sýndi einnig að full- orðnir með hryggrauf eyddu miklum tíma í kyrrsetu og stunduðu ekki 30 mínútna hreyfingu af miðlungs ákefð á dag. Flestir voru með aukið mittismál. Ályktanir: Helsta ástæðan fyrir fækkun á nýgengi hryggraufar á Íslandi er fóstureyðingar. Sjúkraþjálfarar ættu að fræða einstaklinga með hryggrauf um mikilvægi fjölbreytts mataræðis og stuðla að hreyfingu sem tekur mið af færni, áhuga og takmörkunum einstaklings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.