Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 6

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Side 6
6 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 ÁGRIP GESTAFYRIRLESTRA Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er algengt forstig mergæxlis (MM) og skyldra sjúkdóma og fyrir- finnst hjá rúmlega 4% einstaklinga >50 ára. MGUS er alltaf undanfari MM en flestir með MGUS þróast ekki yfir í tengd krabbamein. Byggt á afturskyggðum rannsóknum, leiðbeiningar ráðleggja að fylgja MGUS einstaklingum eftir til æviloka, en engar framskyggnar rannsóknir liggja fyrir sem styðja þetta eða hafa verið gerðar sem sýna fram á hagkvæmustu leiðina til að fylgja eftir MGUS einstak- lingum.Við sýndum nýlega fram á að MM-sjúklingar með greint MGUS lifðu marktækt lengur en MM-sjúklingar án fyrri sögu um MGUS, sem gæti bent til að skimun fyrir MGUS gæti leitt til betri lifunar. Til að meta áhrif skimunar fyrir MGUS á lífslíkur og til að fá vísindalega sönnun fyrir bestri leið til eftirfylgni, stefnum við að því að bjóða öllum Íslendingum >40 ára (N=140 000) að taka þátt í skimunarrannsókn á MGUS. Við munum vinna með Krabbameinsfélagi Íslands sem hefur innviði fyrir skimun og nýta okkur það að flestir einstaklingar >40 ára fara í blóðprufu af ýmsum ástæðum á þremur árum. Við munum framkvæma próteinrafdrátt og mælingar á léttum keðjum á öllum þátttakendum. Einstaklingar með MGUS verður svo boðin þátttaka í slembdri klínískri prófun með mark- miðið að greina bestu leið til uppvinnslu og eftirfylgni. Rannsókn okkar mun verða sú stærsta sinnar tegundar og mun svara fjölda mikilvægra klínískra og vísindalegra spurninga. Greinin Why Most Published Research Findings Are False (Ioannidis, 2005) um birtingarhefðir í heilbrigðisvísindum hefur vakið mikla athygli. Í þessu erindi er ekki fjallað um hvað orðið most merkir heldur um það hvernig hugtökin marktækni og p-gildi eru stundum notuð við ályktanir sem byggja á mælingum. Wakefield (1998) náði heims- frægð þegar virt læknatímarit birti eftir hann grein þar sem ályktað var um slæmar hliðarverkanir bólusetninga. Greinin var síðan dregin til baka þegar upp komst að höfundar höfðu nuddað gögnin til. Þar hafði lítið nudd mikil áhrif. Á seinni tímum hafa fræðimenn gefið í skyn til dæmis tengsl drómasýki við ákveðna gerð bólusetninga. Af tölfræðilegum ástæðum eru ályktanir sem þessar mjög vafasamar. Þær eru byggðar á marktæknihugtakinu en ekki stærðargráðunni á ímynduðum áhrifum. Rifjað er upp einfalt kennslubókardæmi úr Young & Smith (2005) sem sýnir að lítið, marktækt frávik frá núllkenningu mætti túlka sem aukinn stuðning við núllkenningu (í bayesískum skilningi). Þetta má alls ekki skilja sem svo að allar gagnagreininar séu markleysa. Til dæmis eru tengsl tóbaksreykinga við ýmsa sjúkdóma það afgerandi að hafið er yfir allan vafa. Rakin eru nokkur nýleg dæmi þar sem villandi ályktanir hafa ratað í fjölmiðla. Heimildir: Ioannidis JPA. Why most published research findings are false. PLoS Medicine 2005; 2: e124. Wakefield A. Ileal-lymphoid-nodular hyperplasia, non-specific colitis, and pervasive developmental disorder in children. Lancet 1998; 351: 637-41. Young G, Smith R. Essential of Statistical Inference. Cambridge University Press 2005. G 1 Blóðskimun til bjargar – Þjóðarátak gegn mergæxlum Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands sigyngvi@hi.is G 2 Misnotkun á marktæknihugtakinu í rannsóknum Helgi Tómasson prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands helgito@hi.is X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.