Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 03.01.2017, Blaðsíða 48
X V I I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 9 1 48 LÆKNAblaðið/Fylgirit 91 2017/103 unum sem miðar að því að leiðrétta ahygliskekkju í átt að neikvæðum áreitum. Neikvæð áreiti eins og andlit með reiðisvip fanga athygli þeirra sem eru kvíðnir, og miðar meðferðin að því að þjálfa skjólstæðinga í að beina athyglinni frekar að jákvæðari áreitum. Þó margar rannsóknir bendi til þess að slík meðferð minnki félagskvíða benda aðrar til þess að áhrif af slíkri meðferð séu lítil eða engin. Því er mikilvægt fyrir frekari framþróun á slíkum aðferðum að leggja mat á næmi verkefnanna sem notuð eru. Efniviður og aðferð: 24 háskólanemar tóku þátt í rannsókn með innan- hópasniði þar sem mælt var hversu mikill munur á frammistöðu kæmi fram á fjórum athyglisverkefnum eftir því hvort andlitin sem notuð voru sem áreiti voru ógnandi eða hlutlaus. Niðurstöður: Enginn munur kom fram í Dot-probe- og vísbendis- verkefnum (sem oftast eru notuð í athyglisskekkjuþjálfun) eftir svip- brigðum, en hins vegar reyndist athyglisblikksverkefnið (Attentional Blink) mjög næmt fyrir mun á beiningu athyglinnar að andlitum eftir svipbrigðum þeirra. Einnig komu fram athyglisverður tímamismunur á athygliáhrifunum sem gætu veitt aukna innsýn í athyglisskekkju og boðið upp á nýjar meðferðarleiðir. Umræða: Þrátt fyrir að ýmsar rannsóknaniðurstöður bendi til þess að athyglisskekkjuþjálfun geti minnkað félagskvíða er ljóst það gerist ekki alltaf og benda niðurstöður okkar til þess að hægt sé að þróa áhrifarík- ari meðferðir með aðferðum sem eru næmari fyrir athyglisskekkju að ógnandi áreitum. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi rannsókna í hugfræði og skynjunarvísindum fyrir þróun á meðferðarúrræðum við kvíða. E 138 Áhrif áfalla á lífsleiðinni á sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir Hildur G. Ásgeirsdóttir1, Unnur A. Valdimarsdóttir1, Tinna L. Ásgeirsdóttir2, Þórdís K. Þorsteinsdóttir3, Sigrún H. Lund1, Ullakarin Nyberg4, Arna Hauksdóttir1 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Hagfræðideild, Háskóli Íslands, 4Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 4St. Göran Norra Stockholms Psykiatr3 hga@hi.is Inngangur: Streita og áföll auka áhættu á geðröskunum sem geta leitt til alvarlegri útkoma. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif mismunandi áfalla á lífsleiðinni á sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaði og sjálfs- vígstilraunir. Efniviður og aðferðir: Vorið 2014 var 1642 einstaklingum á aldrinum 20-69 ára boðin þátttaka forrannsókn rannsóknarinnar Heilsusaga Íslendinga. Þátttakendur svöruðu ítarlegum rafrænum spurningalista, meðal annars um upplifun áfalla á lífsleiðinni (LSC-R), andlega líðan (PHQ-9), og sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir. Logistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl milli áfalla og sjálfsvígs- hegðunar. Niðurstöður: Svarshlutfall rannsóknar var 66% (922/1398), 56% voru konur og meðalaldur þátttakenda 49 ár. Tíðni sjálfsvígshegðunar var hærri meðal karla en kvenna (17% vs. 11%) og hærri meðal yngsta aldurs- hóps (18-35 ára) samanborið við elsta aldurshópinn (56 ára+) (19% vs. 9%). Aukin áhætta var á sjálfvígshegðun meðal þeirra sem höfðu upplifað áföll í æsku (OR 5,71, 3,36-9,91), höfðu áfallasögu um ofbeldi (OR 4,91, 2,87- 8,55), og kynferðislegt ofbeldi (OR 3,84, CI 1,86-7,77), borið við þá sem ekki höfðu upplifað slík áföll. Áhættan var hærri meðal karla en kvenna. Önnur skilgreind áföll (DSM-V) juku hættu á sjálfsvígshegðun karla (OR 2,90, 1,21- 8,11) en ekki kvenna. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að áfallasaga getur aukið áhættu á sjálfsvígshugsunum og -hegðun, sérstaklega meðal karla. Frekari rannsóknir ættu að kanna hvort skimun fyrir áfallasögu gæti verið æskileg við mat á áhættuhópum sjálfsvíga, sérstaklega meðal karla. E 139 Athyglisskekkja og ótti við mengun og smit Ragnar P. Ólafsson, Aldís Friðriksdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Árni Kristjánsson Sálfræðideild, Háskóli Íslands ragnarpo@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til þess athygli fólks með kvíðaraskanir sé valvís þannig að áreitum, sem það telur vera ógnandi eða kvíðavekjandi, er bæði veitt athygli fyrr og lengur, í samanburði við hlutlaus áreiti. Slík athyglisskekkja kann að vera til staðar hjá fólki sem óttast mengun og smit. Í þessari rannsókna var gert ráð fyrir að þátttakendur sem óttast mengun og smit myndu sýna athyglisskekkju í kjölfar mynda sem snúast um mengun eða viðbjóð en ekki í kjölfar hlutlausra eða almennt ótta- blandinna mynda. Gert var ráð fyrir að skekkjan kæmi frekar fram þegar tími milli markáreita væri stuttur en langur. Efniviður og aðferð: Þátttakendur voru háskólanemar með mikinn (n=15) eða lítinn (n=17) ótta við mengun og smit, sem svöruðu spurningalistum auk þess að leysa athyglisverkefni (attentional blink) í tölvu þar sem hlut- lausar, almennt óttablandnar, mengun/smit og viðbjóðstengdar myndir voru sýndar. Tími milli markáreita var 200, 500 og 800 ms. Niðurstöður: Þátttakendur með ótta við smit og mengun sýndu verri frammistöðu á athyglisverkefninu í kjölfar viðbjóðstengdra mynda þegar 200 ms voru á milli markáreita. Líðan þeirra versnaði einnig í kjölfar verk- efnisins og hafði sú breyting sterka fylgni við spurningalistamælingu á ótta við smit og mengun. Engin slík tengsl komu fram hjá þátttakendum með lítinn ótta við mengun og smit. Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja athyglisskekkju tengda viðbjóðskennd- um áreitum hjá fólki sem óttast mengun og smit. Þessi skekkja kemur fram snemma í úrvinnslu sjónrænna upplýsinga. E 140 Einkenni sjúklinga sem fá nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum Landspítala Eyrún Thorstensen1,2, Jón Snorrason2, Helga Bragadóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali eyruntho@landspitali.is Inngangur: Meðferð á geðdeildum getur falið í sér ákveðna þvingun þegar nauðsynlegt er að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þvingandi meðferðir á Íslandi tengjast helst nauðungarvistunum og þvingaðri meðferð eins og nauðungarlyfjagjöf. Nauðungarlyfjagjöf þar sem sjúklingi er haldið kyrrum af starfsfólki á meðan lyf eru gefin í vöðva geta verið íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Rannsóknir víða um heim hafa beinst að aðferðum til að draga úr notkun þvingandi meðferða. Á Íslandi eru engar fyrri rannsóknir til um nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum. Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknar er að varpa ljósi á umfang nauðungarlyfjagjafa og einkenni þeirra sjúklinga sem fá slíka meðferð. Rannsóknin er megindleg lýsandi afturvirk fylgnirannsókn og voru rannsóknargögn fengin úr sjúkraskrám. Úrtak rannsóknarinnar voru allir sjúklingar sem lögðust inn á legudeildir geðsviðs Landspítala á tímabilinu janúar 2014 til desember 2015 (N=2015). Úrtakinu var skipt í tvo hópa. Í hópi 1 voru þeir sem fengu nauðungarlyfjagjöf (n=192, 9,5%) og í hópi 2 þeir sem ekki fengu slíka meðferð (n=1833, 90,5%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.