Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 23

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 23
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D F Drekar, drama og meira í þeim dúr Rut Guðnadóttir Flissandi fyndin en hádramatísk saga um vinkonurnar Millu, Rakel og Lilju sem ramba á dularfullan, vængjalausan dreka í lagerhúsnæði í Smáralind. Eins og þær eigi ekki nóg með sínar rómantísku flækjur og endalaust foreldradrama. Sjálfstætt framhald Vampírur, vesen og annað tilfallandi sem fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2020. 301 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell D F C Eldurinn Hjalti Halldórsson Hefur þig alltaf langað að leika lausum hala í skólanum eftir lokun? Fara í feluleik, setja teiknibólu í kennarastólinn, aftengja skólabjölluna. Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað? Æsispennandi unglingabók! 144 bls. / H 2:45 klst. Bókabeitan D Ég á þig Hrönn Reynisdóttir Íris Aða er á ferðalagi með foreldrum. Hún fær að skreppa í hjólaferð sem fer öðruvísi en ætlunin var. Hvaða hvolpur er þetta sem kemur og fer, birtist og hverfur? Og hvað varð um strákinn sem hvarf þarna fyrir langalöngu? Hrönn Reynisdóttir er lesendum að góðu kunn fyrir ungmennabækurnar um Kolfinnu. Nú skrifar hún æsispennandi glæpasögu. 100 bls. Bókstafur E Fótboltaspurningar 2021 Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Hver var aðalmarkvörður Ítala á EM 2020? Hvers son er Böddi löpp? Hvaða náttúrufyrirbæri má sjá í merki Stjörnunnar? Hvaða félag heldur Símamótið í knattspyrnu fyrir yngri flokka stúlkna? Hvernig er fallbyssan í merki Arsenal á litin? Hvaða þýska Bundeslígulið hefur viðurnefnið Úlfarnir? Hér er farið út úm víðan völl og spurt um fjölmargt úr knattspyrnuheiminum. Fótboltaspurningarnar 2021 er ómissandi bók fyrir knattspyrnuáhugamenn. 80 bls. Bókaútgáfan Hólar D Fótbolti - allt um hinn fagra leik Þýð.: Ásmundur Helgason Viltu vita allt um fótboltann? Hér er farið yfir allt sem viðkemur fótboltanum, frá uppruna leiksins til upplýsinga um öll helstu mót heims og um bestu liðin. Glæsilega myndskreytt með meira en 200 ljósmyndum. 128 bls. Drápa Ungmennabækur G Aðeins færri fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar Guðbrandsdóttur, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Fyrsta bók Sólborgar, Fávitar, var ein mest selda bókin í fyrra. 118 bls. Sögur útgáfa D Á hjara veraldar Geraldine McCaughrean Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Hópur vaskra drengja er sendur út í Kappadranga í árlega manndómsvígslu að veiða sjófugl og ná í egg. En nú kemur enginn að sækja þá. Hvað hefur gerst, hvenær verða þeir sóttir? Þeir mega dúsa í erfiðum aðstæðum og þegar á reynir kemur innri maður í ljós. Spennandi, hjartnæm og vel skrifuð bók eftir Geraldine McCaughrean. Bókin hlaut Cilip Carnegie verðlaunin. 290 bls. Kver bókaútgáfa D F Banvæn snjókorn Sif Sigmarsdóttir Þýð.: Halla Sverrisdóttir Hanna er nýflutt til pabba síns á Íslandi, til að ganga í menntaskóla. Imogen er áhrifavaldur með meira en milljón fylgjendur sem kemur til að halda fyrirlestur um samfélagsmiðla í Hörpu. Þegar leiðir þeirra liggja saman er önnur grunuð um morð, leitin að sannleikanum leggur hina í lífshættu. Æsispennandi ungmennasaga eftir metsöluhöfund. 357 bls. Forlagið - Mál og menning E F C Dulstafir - bók 1 Dóttir hafsins Kristín Björg Sigurvinsdóttir Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins. 288 bls. / H 9:32 klst. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Ungmennabækur 23 Ungmennabækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.