Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 57

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 57
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D F I Veistu ef þú vin átt Minningar Aðalheiðar Hólm Spans Þorvaldur Kristinsson Átján ára stofnaði Aðalheiður Hólm Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóð- félagsins í baráttu fyrir mannsæmandi lífi og hún stóð fremst í sveit þeirra sem töluðu máli alþýðukvenna á hörðum tímum. „Áhrifamikil og djúpvitur saga.“ Vigdís Finnbogadóttir 299 bls. Bjartur D Völva Suðurnesja Gunnar M. Magnúss. Bók þessi segir frá dulrænni reynslu og hæfileikum Unu Guðmundsdóttur (1894–1978) í Sjólyst í Garði. Orðrómur um hæfileika hennar barst víða meðan hún lifði og öllum bar saman um að til hennar hafi verið að sækja styrk og hjálp í orði og verki. Metsölubók allt frá fyrstu útgáfu 1969. Gefin út í samvinnu við Hollvinafélag Unu. 190 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Þeir hreinu tónar Ævisaga Oddgeirs Kristjánssonar Kristín Ástgeirsdóttir Hver er sagan að baki ungs drengs sem vex upp í Vestmannaeyjum, eitt margra barna fátækra foreldra, sker sig úr hópnum, gerist tónskáld og verður einn af vinsælustu dægurlagahöfundum landsins? Hér er dregin upp mynd af lífi og ævistarfi Oddgeirs Kristjánssonar, sem í gegnum brotsjó 20. aldarinnar, sóttir og styrjaldir samdi mörg sinna ljúfustu laga. 328 bls. Sögur útgáfa E Sigríður á Tjörn Minningar og myndbrot frá langri ævi Sigríður Hafstað Í bókinni bregður Sigríður Hafstað upp myndbrotum úr ævi sinni með sendibréfum, viðtölum og öðru efni sem frá henni er runnið. Hún ólst upp á stóru sveitaheimili í Vík í Skagafirði og stóð fyrir öðru slíku á Tjörn í Svarfaðardal. Þar fæddi hún og klæddi börn sín sjö og oft miklu fleiri börn, sinnti gestum, vann við bústörf og starfaði að félagsmálum, kórsöng og leiklist. Gekk á fjöll, rak héraðsfréttablað, var hreppstjóri og snerist í kringum niðjana. 256 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Sigurður Þórarinsson Mynd af manni I–II Sigrún Helgadóttir Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar segir af einum fremsta vísindamanni Íslendinga. Hann gjörþekkti Ísland: eldgosin, jöklana og jarðlögin en líka sögu og menningu og glæddi áhuga og þekkingu þjóðarinnar á náttúru landsins og mikilvægi náttúruverndar - auk þess að vera vinsælt söngvaskáld. 802 bls. Náttúruminjasafn Íslands C Tólf keisarar I – Caesar, II – Ágústus, III – Tiberius og Caligula, IV – Claudius og Nero, V – Galba, Otho og Vitellius, VI – Vespasianus, Titus og Domitianus Gaius Suetonius Tranquillus Þýð.: Illugi Jökulsson Lesari: Illugi Jökulsson og Vera Illugadóttir Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Sería í 12 hlutum þar sem fjallað er um ótrúlega sögu keisaranna. H 2:20 klst. Storytel D Úr heljargreipum Baldur Freyr Einarsson „Alinn upp við ofbeldi og óreglu fetar Baldur sama veg þegar hann eldist en snýr við blaðinu eftir hreint ótrúlegt lífshlaup, ákveðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Mögnuð bók sem gefur sjaldgæfa innsýn í heim sem við þekkjum frekar úr glæpasögum. Einlæg frásögn sem veitir von þeim sem eru fastir á vondum stað og aðstandendum þeirra.“ „Á köflum hefði maður viljað spenna öryggisbeltin við lesturinn.“ Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður 410 bls. Von Ráðgjöf D Úr sagnabrunni Hólmsteins Helgasonar Ritstj.: Níels Árni Lund Hólmsteinn Helgason ólst upp á Langanesi en fluttist ungur til Raufarhafnar. Hann hóf fljótlega eigin útgerð frá Raufarhöfn sem hann rak til æviloka. Hólmsteinn tók snemma að skrifa ýmsar minningar frá æskuárum en einnig sögur og sagnir sem annars hefðu glatast. Í þessari bók er dregið saman megnið af skrifum Hólmsteins og þau fléttuð saman við æviferil hans. 429 bls. Skrudda 57 Ævisögur og endurminningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.