Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 17
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1
D
Sagan af Gýpu
Endurs.: Huginn Þór Grétarsson
Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða
að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á
gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl
og kerlingu í kotinu og kúna Kreppiltrýnu. Síðan heldur
hún af stað. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á
vegi hennar? Stórkostlegt íslenskt ævintýri.
34 bls.
Óðinsauga útgáfa
D
Salka: Tölvuheimurinn
Bjarni Fritzson
Eftir að Benedikt forseti hafði sett neyðarútgöngubann
á um allt land kynnti hann Tölvuheiminn,
sýndarveruleikaútgáfu af okkar eigin lífi, fyrir þjóðinni.
Þar var hægt að gera allt sem maður vildi og verið
nákvæmlega sá sem mann hefur alltaf dreymt um að
vera. Þjóðin sökk djúpt ofan í Tölvuheiminn og ég hafði
áhyggjur af því að við kæmumst aldrei út úr honum. En
svo sagði afi dálítið sem átti eftir að breyta öllu og þar
með hófst mesta ævintýri lífs míns. Sem betur fer hafði
ég Dag, Kristínu og Henrý mér til halds og trausts.
200 bls.
Út fyrir kassann
D
Lóa og Börkur
Saman í liði
Kjartan Atli Kjartansson
Þegar miðherji unglingaliðs í körfubolta hrynur niður
í miðjum leik vegna óvæntra veikinda eru góð ráð dýr.
Liðsfélagarnir óttast um afdrif vinar síns og draumarnir
um Íslandsmeistaratitilinn eru í uppnámi, en á
ögurstundu kemur öflugur liðsstyrkur úr óvæntri átt.
Lóa og Börkur – Saman í liði er skemmtileg og
spennandi saga um mikilvægi vináttunnar.
144 bls.
Sögur útgáfa
D
Seiðmenn 4
Að eilífu, aldrei
Cressida Cowell
Þýð.: Jón St. Kristjánsson
Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir
nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn
þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að
blanda seyðið … Geta þau sigrast á hinum hungraða
gandormi og flúið með Bikar nýrra færa? Og verður
galdurinn nógu öflugur til að aflétta BÖLVUNINNI yfir
Villiskógunum eða munu nornirnar ráða AÐ EILÍFU?
Fjórða og síðasta bókin í æsispennandi ævintýrasögu
um stríðsmærina Ósk og seiðstrákinn Xar.
392 bls.
Angústúra
D
Síðasta tækifærið
Eva Björg Logadóttir
Myndskr.: Heiða Rún Jónsdóttir
Eftir afdrifaríkt spjall við Braghildi gömlu, ferðast
Sandra og Karen aftur í tímann. Þegar þangað er
komið bíður þeirra það stóra og mikilvæga verkefni að
bjarga heiminum frá hættulegu loftslagsbreytingunum.
Hefst þá mikið kapphlaup við tímann og alls kyns
óvæntar uppákomur verða á vegi þeirra og eitt er víst
að aðalverkefnið þarna er þeirra síðasta tækifæri til að
bjarga heiminum.
104 bls.
LEÓ Bókaútgáfa
D
Ótrúlegt en satt - Ævintýri Dísu og Stjörnu
Þórdís Kjartansdóttir og Þórdís Lára Sigurðardóttir
Myndskr.: Hlíf Una Bárudóttir
Dísa, sem er sjö ára fimleikastelpa, þráir ekkert
heitar en að eignast hund. Óskin rætist og vegna
ótrúlegra hæfileika voffans lenda þær saman í miklum
ævintýrum sem fara með þær alla leið til Hollywood.
Stórskemmtileg og sérlega fallega myndskreytt bók sem
bæði vermir og kætir.
68 bls.
Bókafélagið
E F C
Palli Playstation
Gunnar Helgason
Ný saga í geysivinsælum bókaflokki um Stellu og
fjölskyldu hennar sem hófst með Mömmu klikk. Nú
hefur systkinum Stellu fjölgað um tvö og heimilislífið
er ansi skrautlegt. Allt fer þó endanlega í vitleysu þegar
Palli stóri bróðir hættir með Bellu kærustunni sinni. Þá
verður Stella að bjarga málunum! En hvernig skyldi það
ganga?
175 bls. / H 3:46 klst.
Forlagið - Mál og menning
D
Randver kjaftar frá
Geggjaðar draugasögur
Jeff Kinney
Þýð.: Helgi Jónsson
Randver heldur áfram að kjafta frá. Nú vill hann segja
spennandi draugasögur. Randver gæti þess vegna verið
efni í stórskáld þó svo að Kiddi klaufi, sem á að heita
besti vinur hans, efist um það.
Geggjaðar draugasögur er sú þriðja í röðinni af
fáránlega fyndnum sögum af besta vini Kidda klaufa.
224 bls.
Sögur útgáfa
G
Þín eigin saga
Rauðhetta
Ævar Þór Benediktsson
Myndir: Evana Kisa
Hér er sagan af Rauðhettu sögð á glænýjan hátt – því
þú ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar
illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi
sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður
ferðinni njóta mikilla vinsælda og hér er komin stutt
og litrík útgáfa af þessu alþekkta ævintýri sem hentar
byrjendum í lestri.
104 bls.
Forlagið - Mál og menning
D
Saga finnur fjársjóð (og bætir
heiminn í leiðinni)
Sirrý Arnardóttir
Myndskr.: Freydis Kristjánsdóttir
Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Hún fer út og hittir
þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau
að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl
í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur
óvæntar afleiðingar í för með sér ...
32 bls.
Veröld
17
Barnabækur SK ÁLDVERK