Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 55

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 55
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E Ég átti flík sem hét klukka Endurminngar Ragnheiðar Jónsdóttur Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir er f. 1935 á Svertingsstöðum í Miðfirði og alin þar upp í torfbæ. Hún er yngst 11 systkina sem öll komust til fullorðinsára og fengu menntun umfram skyldu. Lesa má um búskaparhætti áður en tæknin ruddi sér til rúms. Ævi foreldra hennar eru gerð skil og systkina hennar. Ragnheiður starfaði sem kennari og bókasafnsfræðingur. 132 bls. Eigin útgáfa E F C Hljóðbók frá Storytel Fjórar systur Saga rússnesku keisaradætranna Helen Rappaport Þýð.: Jón Þ. Þór Í þessari margrómaða sagnfræðiriti er brugðið upp lifandi myndum af stuttri ævi rússnesku keisaradætranna, Olgu, Tatjönu, Maríu og Anastasíu. Rúmri öld eftir andlát sitt fá þær loks rödd – með innsýn í dagbækur þeirra og einkabréf. Við kynnumst líka fjölskyldu þeirra, veikri móður, bróður sem þjáðist af dreyrasýki og áhrifum furðumannsins Raspútíns. 536 bls. Ugla D Guðfaðir geðveikinnar Úr dagbókarslitrum, minningarbrotum og skjalfestum heimildum Brynjólfur Ingvarsson Höfundur rekur sögu geðheilbrigðisþjónustu á Akureyri og nágrenni, umbúðalaust og án vafninga. Ýmis atvik sýna óvænta fordóma gagnvart geðsjúkdómum, jafnvel þar sem þeirra var síst von. En jafnframt er hér að finna áhugaverða ættar- og ævisögu höfundar. Höfundur hefur áður sent frá sér ljóðabækur auk þýðinga á ritum um geðheilbrigðismál. 108 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Gunni Þórðar Lífssaga Ómar Valdimarsson Lífshlaup Gunnars Þórðarsonar er í senn furðulegt og stórkost legt. Fáir núlifandi íslenskir tónlistarmenn komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Þetta er saga um strák sem kemur suður og verður fljótt fremsti dægurtónlistarmaður landsins og nýtur virðingar og elsku þjóðarinnar. Svo fær hann nóg af dægurtónlistinni og snýr sér að klassík og óperusmíð með sama árangri. 240 bls. Skrudda Ævisögur og endurminningar D 11.000 volt Þroskasaga Guðmundar Felix Erla Hlynsdóttir Guðmundur Felix missti báða handleggi í skelfilegu slysi aðeins 25 ára gamall. Barátta hans hefst þó mun fyrr, því stór áföll hafa mætt honum frá fyrstu æviárum. Í þroskasögunni 11.000 volt fá lesendur rafmagnaða rússíbanareið í gegnum líf Guðmundar Felix og verða m.a. vitni að langþráðum draumi hans um nýja handleggi verða að veruleika. 286 bls. Sögur útgáfa D Á veraldarvegum Sverrir Sigurðsson Heillandi endurminningar Sverris Sigurðssonar um ævintýralegan lífsferli hans. Sverrir, segir frá ætt og uppruna en hann var fysti Íslendingurinn til að ljúka arkitektanámi í Finnlandi. Um áratugaskeið starfaði hann í Miðausturlöndum og Afríku sem arkitekt og síðar sem starfsmaður Alþjóðabankans. Sérlega vel skrifuð og áhugaverð bók sem vermir hjartarætur lesandans. 310 bls. Almenna bókafélagið G F C Barnið í garðinum Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson Áhrifamikil saga manns sem tekst að snúa baki við erfiðum uppvexti. Dag einn ákveður Sævar Þór að nú sé nóg komið, hann yfirgefur heim óreglu og lyga og leitar sér hjálpar. Hann er einn fárra íslenskra karlmanna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og opnað sig um það og hryllilegar afleiðingar þess. Upprisusaga af þjáningu, þrautseigju, fyrirgefningu og von. 203 bls. / H 4:36 klst. Forlagið - JPV útgáfa D Eyþór Stefánsson tónskáld Ævisaga Sölvi Sveinsson Eyþór Stefánsson (1901–1999) bjó alla ævi á Sauðárkróki og var mikilvirkur í menningarlífi Skagafjarðar, sérstaklega á sviði leiklistar og tónlistar. Eftir hann eru mörg þekkt sönglög. Bókin gefur einkar gott yfirlit um ævi Eyþórs og fjölþætt menningarlíf á Sauárkróki á hans tíð. 327 bls. Sögufélag Skagfirðinga Ævi sög ur og end ur minn ing ar 55 Ævisögur og endurminningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.