Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 27
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1
E C
Eldarnir
Ástin og aðrar hamfarir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru
vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau
betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir,
forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast
á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna.
En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki
lengur að stjórn.
301 bls. / H 7:43 klst.
Benedikt bókaútgáfa
E
Eldur í höfði
Karl Ágúst Úlfsson
Hver hugsun í höfði Karls Magnúsar er vagn sem
tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuð hans er
lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust
inn. Hugsanirnar læðast ein af annarri, þær eru
óstöðvandi og einn daginn springur það, höfuðið hans.
207 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E C
Hljóðbók frá Storytel
Eyland
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Manstu hvar þú varst þegar það gerðist? – Eyland
er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem
Íslandssagan tekur óvænta stefnu. Sigríður Hagalín
Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu
skáldsögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé
að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini
okkur og sundri.
252 bls. / H 5:39 klst.
Benedikt bókaútgáfa
D
Ég hef gleymt einhverju niðri
Jón Óskar
Jón Óskar (1921–1998) var einkum þekktur sem
ljóðskáld og var einn úr hópi hinna svokölluðu
atómskálda sem komu fram með nýjungar í íslenskri
ljóðagerð um miðja 20. öld. Í þessu smásagnasafni,
Ég hef gleymt einhverju niðri, birtast allar smásögur
hans sem teljast fullfrágengnar, bæði þær sem birtust
í Sögum 1940–1964 og einnig fimm sögur sem hann
samdi eftir það og ekki hafa komið áður út í bók.
236 bls.
Skrudda
E F C
Farangur
Ragnheiður Gestsdóttir
Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera
upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir
eins, áður en hann vaknar. Ekkert má koma í veg fyrir
að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti
farangur sem hún fær í fangið. Farangur er grípandi og
hrollvekjandi spennusaga sem erfitt er að leggja frá sér
fyrr en að lestri loknum.
268 bls. / H 8:52 klst.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
D F C
Dyngja
Sigrún Pálsdóttir
Dyngja segir frá ungum flugmanni sem gerist flugfreyja
árið 1971. Að baki þeirri ákvörðun býr undraverð saga
sem hefst um miðbik 20. aldar, við rætur Ódáðahrauns,
en teygir sig smám saman lengra inn í landið, þaðan
út í geim og að lokum til tunglsins. Sigrún Pálsdóttir
hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir
Delluferðina.
227 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
E C
Dýralíf
Auður Ava Ólafsdóttir
Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung
ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur
sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú
handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn
á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um
ljósið og Tilviljunin.
Dýralíf fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið:
manninn og leitina að mennskunni.
208 bls. / H 5:49 klst.
Benedikt bókaútgáfa
G
Efndir
Þórhildur Ólafsdóttir
Eftir margra ára búsetu í Frakklandi finnur Elísabet að
hún verður að fara til æskuslóðanna á Íslandi til þess að
ganga frá sínum málum. Þar reynir hún að hnýta lausa
enda og vinna bug á sorginni og vonleysinu sem hefur
fylgt henni lengi. Hún sest að í gamla húsinu þar sem
hún ólst upp og fer að skrifa í von um betrun.
Efndir er allt í senn, óður til heimalandsins, ferðalag
um hugarheim íslenskrar sveitastelpu, vangaveltur um
sorgina og sektina.
264 bls.
Skriða bókaútgáfa
E F
Ein
Ásdís Halla Bragadóttir
Ung kona sem starfar í heimaþjónustu í blokk fyrir
eldri borgara óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af
stað hræðilegri atburðarás. Í sömu blokk virðist maður
hafa orðið fyrir þjófnaði. Og í New York berst ungur
íslenskur læknir við að bjarga fórnarlömbum Covid-19
faraldursins.
223 bls.
Veröld
D F C
Einlægur Önd
Eiríkur Örn Norðdahl
Launfyndin og hárbeitt skáldsaga um útskúfun, refsingu
og fyrirgefningu. Hér segir frá rithöfundinum Eiríki
Erni, sem hefur brennt allar brýr að baki sér, og sögu
hans um Felix Ibaka frá Arbítreu, þar sem fólk refsar
hvert öðru með múrsteinaburði. Eiríkur Örn Norðdal
hefur vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis fyrir
bækur sínar, sem jafnan eru nýstárlegar og ögrandi.
283 bls. / H 8:22 klst.
Forlagið - Mál og menning
27
Skáldverk ÍSLENSK