Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 66
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1
D
Laugavegur
Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg
Einstaklega áhugaverð bók um byggingar- og
verslunarsögu aðalgötu Reykjavíkur, í máli og myndum.
Höfundar gera tilraun til að útskýra hvers vegna
byggingar við Laugaveg eru jafn fjölbreyttar og raun
ber vitni. Í bókinni er að finna fróðleik um yfir hundrað
húsnúmer við Bankastræti og Laugaveg. Fyrri bók
höfunda, Reykjavík sem ekki varð, seldist upp í þrígang
og hefur lengi verið ófáanleg.
320 bls.
Angústúra
D
Lénið Ísland
Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra
á 16. og 17. öld
Kristjana Kristinsdóttir
Á 16. og 17. öld var Ísland lén í Danmörku og var
rekstur þess og stjórnsýsla sambærileg við önnur
lén innan danska ríkisins. En hverjir voru lénsmenn
konungs á Íslandi og hvernig mótaðist stjórnsýslan?
Hér birtist ný sýn á sögu þessa tímabils og stöðu
Íslands innan danska ríkisins. Bókin er grundvallarrit
um þetta áður lítt rannsakaða tímabil í sögu Íslands.
666 bls.
Þjóðskjalasafn Íslands
G F
Listin að vera fokk sama
Óhefðbundinn leiðarvísir að betra lífi
Mark Manson
Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir
Sumar sjálfshjálparbækur hvetja lesandann til að vera
besta útgáfan af sjálfum sér, aðrar segja okkur að allt fari
vel ef við bara óskum þess nógu heitt. Ekki þessi bók.
Höfundinum er fokk sama um alla jákvæðni og góða
strauma. Bókin mun ekki losa þig undan vandamálum
þínum eða þjáningum. En þér gæti orðið fokk sama um
þau.
222 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
F
Líffræðibókin
Þýð.: Jóna Dóra Óskarsdóttir
Ritstj. ísl. útg: Kristín Marín Siggeirsdóttir og
Þóra Víkingsdóttir
Kennslubók í líffræði fyrir framhaldsskóla, þýdd úr
dönsku (Biologibogen). Vefbók sem hefur m.a. að
geyma kafla um vistfræði, lífeðlisfræði, frumulíffræði,
erfðir og þróun. Orðskýringar eru fjölmargar en einnig
gagnvirkar æfingar og próf. Þá fylgja leiðbeiningar um
rannsóknir og tilraunir en nemendur geta glósað og
leyst verkefni í vefbókinni.
IÐNÚ útgáfa
G F C
Lífsbiblían
50 lífslyklar, sögur og leyndarmál
Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir
Lífsbiblían byggist á geysivinsælum LIFE Masterclass-
fyrirlestrum Öldu Karenar sem hefur slegið í gegn sem
fyrirlesari bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Í félagi
við Silju Björk Björnsdóttur hefur hún tekið saman 50
lífslykla sem hafa hjálpað henni að ná jafnvægi, skapa
hamingju og gert henni kleift að fylgja eftir öllum
draumum sínum.
293 bls. / H 7:52 klst.
Forlagið - Vaka-Helgafell
F
Jarðfræði fyrir framhaldsskóla
Jóhann Ísak Pétursson
Yfirgripsmikil kennslubók á vefbókarformi þar sem
grundvallarþáttum jarðfræðinnar, s.s. flekareki,
jarðskjálftum, eldvirkni og jarðsögu, eru gerð skil í máli
og lifandi myndum. Gagnvirk verkefni og sjálfspróf
fylgja hverjum kafla auk skýringarefnis af ýmsum toga.
Nemendur geta glósað og leyst verkefni í vefbókinni og
nýtt sér talgervil.
IÐNÚ útgáfa
E F C
Klúbburinn
Matilda Voss Gustavsson
Þýð.: Jón Þ. Þór
Árið 2017 ásökuðu átján konur áhrifamann í
sænsku menningarlífi um áreitni, hótanir og
nauðganir. Ásakanirnar lömuðu m.a starfsemi
Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu
menningarstofnunar veraldar. Í þessari bók er saga
kvennanna rakin, fjallað um afleiðingar uppljóstrunar
þeirra og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni
listarinnar.
292 bls. / H 8:59 klst.
Ugla
D
Kortlagning heimsins
Frá Grikkjum til Google Maps
Reynir Finndal Grétarsson
Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir?
Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju
er Evrópa stærri á korti en á hnettinum?
Kortlagning heimsins eftir Reyni Finndal Grétarsson
svarar öllum þessum spurningum, en bókin geymir
fjölmörg kort og fágætar sögur sem endurspegla þau
kort sem maðurinn hefur skapað allt frá Grikkjum til
Google Maps.
346 bls.
Sögur útgáfa
E
Landfesti lýðræðis
Breytingarregla stjórnarskrárinnar
Kristrún Heimisdóttir
Landfesti lýðræðis, ritgerð Kristrúnar Heimisdóttur um
stjórnarskrá Íslands, sem vakti mikla athygli þegar hún
birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 2021, kemur nú út
á bók.
Ritgerðin varð til þess að umskipti urðu á umræðu sem
staðið hafði í nær 13 ár um hvar ný stjórnarskrá væri.
Kristrún fjallar um stjórnarskrárferlið á árunum
2009–2013 með hætti sem enginn hefur gert áður og
rannsókn hennar sýnir að engin ný stjórnarskrá er til og
hvers vegna svo er.
96 bls.
Ugla
D
Landgræðsluflugið
Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum
Páll Halldórsson og Sveinn Runólfsson
Hér er bæði lýst merkilegum þætti í íslenskri
flugsögu og verðmætu framlagi til sögu landgræðslu.
Höfundarnir voru þátttakendur í landgræðslufluginu
nær alveg frá upphafi. Þeir segja hér sögu þessa
ævintýris og birta um 200 sögulegar ljósmyndir af
fluginu og landgræðsluverkefnunum á þessu tímabili
sem spannar 35 ár.
208 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
66
Fræði og bækur almenns efnis