Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 73

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 73
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 G Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku Kristjana Vigdís Ingvadóttir Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku. Hvað gerði það að verkum að framtíð íslenskunnar var tryggð? Við sögu koma baráttumenn íslenskunnar og danskir áhugamenn um íslensku í þessari fyrstu rannsókn á tungumálanotkun og dönskum áhrifum á Íslandi á 18. og 19. öld. 320 bls. Sögufélag G Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi Þorkell Máni Pétursson Máni Pétursson, fyrrum útvarpsmaður og starfandi markþjálfi, kveður sér orðs og skrifar sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja. 111 bls. Króníka E Þvílíkar ófreskjur Auður Aðalsteinsdóttir Bókin er afrakstur rannsóknar á eðli og einkennum ritdóma í fjölmiðlum, virkni þeirra á íslensku bókmenntasviði og ógnandi en ótryggu valdi ritdómarans. Sérstakur gaumur er gefinn að þætti kvenna í þessari sögu, þar sem hann hefur hingað til ekki fengið athygli sem skyldi og í lokin er velt upp spurningum um framtíð ritdóma í nýju, tölvuvæddu umhverfi. Bókarheitið er sótt í fræga grein Jónasar um rímur. 586 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G Þættir af sérkennilegu fólki Menning fátæktar Sigurður Gylfi Magnússon, Anna Heiða Baldursdóttir, Atli Þór Kristinsson, Daníel Guðmundur Daníelsson, Marín Árnadóttir og Sólveig Ólafsdóttir Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélögum fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þrauka þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti. Höfundar bókarinnar leita fanga í fjölbreyttum heimildum. Gerð er tilraun til að skilja „menningu fátæktar“, þ.e. hvernig Íslendingar gerðu ráð fyrir að fátækt þrifist hér á landi í einni eða annarri mynd. 300 bls. Háskólaútgáfan G Ættarnöfn á Íslandi Átök um þjóðararf og ímyndir Páll Björnsson Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Hér er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna. 324 bls. Sögufélag E F Völundarhús tækifæranna Bylting á vinnumarkaði, giggarar og aukin lífsgæði Árelía Guðmundsdóttir og Herdís Pála Pálsdóttir Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði ný og spennandi tækifæri. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. 224 bls. Veröld G Það sem kindur gera þegar enginn sér til Brian Pilkington Þýð.: Ari Eldjárn Á hverju vori eru íslenskar kindur sendar út í óbyggðir í þriggja mánaða sumarfrí frá bændum landsins. Fátt er vitað hvað á daga þeirra drífur allan þennan tíma en nú hefur Brian Pilkington rýnt í hvað leynist í ærhausnum og setur það hér fram á sinn óviðjafnanlega hátt. Bókin er einnig fáanleg á ensku. 64 bls. Forlagið - Mál og menning E Þessir Akureyringar ...! Úrval grínsagna um íbúa bæjarins þar sem góða veðrið var fundið upp Jón Hjaltason Uppákomur, spaugsyrði og lögmannsraunir. Gunni Palli skýtur dýrasta“ hringanóra sögunnar, „ekki fikta í tökkunum“, Margrét Blöndal grefst fyrir um Íslandsmetið í golfi, munurinn á Akureyringum og Reykvíkingum og forsetinn Kiddi frá Tjörn heimsækir spítalann. Og Ódi eltist við naktar stúlkur. Fyndnasta bók þessara jóla. 108 bls. Völuspá útgáfa G F C Þjóðarávarpið Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld Eiríkur Bergmann Þjóðernishugmyndir, popúlismi, upplýsingaóreiða og samsæriskenningar af ýmsu tagi hafa verið áberandi í umræðunni. Hvað veldur þessari þróun, hvert stefnum við? Dr. Eiríkur Bergmann fjallar um bylgjur þjóðernispopúlisma sem gengið hafa yfir undanfarna hálfa öld og segir frá helstu hreyfingum og leiðtogum, bakgrunni þeirra og sögu á aðgengilegan hátt. 400 bls. Forlagið - JPV útgáfa D Þórir Baldvinsson arkitekt Ólafur J. Engilbertsson, Árni Daníel Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen og Pétur H. Ármannsson Ritstj.: Ólafur J. Engilbertsson Þórir Baldvinsson (1901–1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttumaður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938–1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun. Bókina prýða margar ljósmyndir og teikningar. 164 bls. Sögumiðlun 73 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.