Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 13

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 13
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E Hulduheimar Draumadalurinn Vatnaliljutjörn Rosie Banks Þýð.: Arndís Þórarinsdóttir Tvö ný og töfrandi ævintýri um Evu, Sólrúnu og Jasmín og vini þeirra í Hulduheimum. Í Draumadalnum liggja allir íbúarnir andvaka af dularfullum ástæðum og í Vatnaliljutjörn leita stúlkurnar að enn einu hráefni í töfradrykkinn handa Teiti konungi. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur. 122 bls. Forlagið - JPV útgáfa D HUNDMANN – Tveggja katta tal Dav Pilkey Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Hundmann hefur slegið í gegn um allan heim og selst í tugum milljóna eintaka. Raunar er leit að vinsælli barnabókum. Dav Pilkey, sem einnig samdi bækurnar um Kaptein Ofurbrók, fer hér á kostum. Húrrandi glens og spaug með ýmsum f íflagangi í bland. Oft ansi gott og ristir dýpra en við fyrstu sýn. Hér í frábærri þýðingu Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar. 256 bls. Bókafélagið D F Ferðin á heimsenda Illfyglið Sigrún Elíasdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Húgó og Alex eru búin að týna hvort öðru en halda þrátt fyrir það áfram leitinni að síðustu steinstyttunni. Á meðan þau kljást við úrillan dreka, blóðþyrsta drottningu og allt of kurteist skrímsli sveimar Illfyglið yfir og veit að brátt mun tími þess renna upp. Þetta er lokabindið í bráðfyndnum fantasíuþríleik fyrir 8–12 ára lesendur. 212 bls. Forlagið - JPV útgáfa D Í huganum heim Guðlaug Jónsdóttir Í huganum heim er heillandi tímaferðalag á bernskuslóðir höfundar. Við heyrum lömbin jarma, krakkana hlæja og hrossagaukinn hneggja, finnum ilm af lyngi og angan af jólum. Fjörlegar frásagnir af krökkunum á bænum en líka fullorðna fólkinu og sveitungum, gestum og gangandi, að ógleymdum öllum dýrunum. Kjörin bók til samlesturs barna og fullorðinna. 188 bls. Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson D Harry Potter og fanginn frá Azkaban myndskreytt útgáfa J. K. Rowling Þýð.: Helga Haraldsdóttir Stórglæsileg myndskreytt útgáfa af þriðju bókinni í ritröðinni um Harry Potter, stútfull af töfrum úr pensli Jims Kay, handhafa Kate Greenaway-verðlaunanna. „Stórfenglegt“ Telegraph 326 bls. Bjartur D Harry Potter og Fönixreglan J. K. Rowling Þýð.: Helga Haraldsdóttir Þegar vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Voldemorts og Harry, Hermione og Ron þurfa að taka til sinna ráða. 749 bls. Bjartur D Herra Fnykur David Walliams Þýð.: Guðni Kolbeinsson Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum – en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður Lóa að fela hann í garðskúrnum heima hjá sér. Frábær bók eftir þennan vinsæla höfund. 280 bls. Bókafélagið D F C Ljósaserían Holupotvoríur alls staðar Hilmar Örn Óskarsson Myndskr.: Blær Guðmundsdóttir Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir. Einn daginn ætla þeir að selja tombólur og græða haug af peningum en hitta þá Bartek sem er nýfluttur til Íslands frá Póllandi. Í fyrstu gengur erfiðlega fyrir strákana að tala saman en þeir láta það ekki stöðva sig. Sérstaklega ekki þegar þeir uppgötva að Bartek er á leið í lífshættulegan leiðangur. 80 bls. / H 59 mín. Bókabeitan D F C Hringavitleysa Sigurrós Jóna Oddsdóttir Myndskr.: Sigmar B. Þorgeirsson Af hverju í ósköpunum hafði Fjóla samþykkt að taka þátt í þessari vitleysu? Nú var hún á harðahlaupum, með heimska belju og meðvitundarlausan kóngsson í eftirdragi og tvær ófrýnilegar tröllskessur á hælunum. Þetta var algjörlega út í hött og alls ekki það sem hún hafði ætlað sér þegar hún mætti í skólann um morguninn. 216 bls. / H 3:30 klst. Bókabeitan 13 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.