Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 38

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 38
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 G Ég verð hér Marco Balzano Þýð.: Halla Kjartansdóttir Trina þarf að fást við fastista sem banna henni að kenna á þýsku, stíflu sem hugsanlega drekkir þorpinu hennar og heimstyröld sem tekur son hennar og mann frá henni. Þegar dóttir hennar hverfur gefur hún aldrei upp von um að finna hana aftur. Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn. 208 bls. Drápa E F C Faðir Brown G. K. Chesterton Þýð.: Guðmundur J. Guðmundsson Sposkur á svip sinnir faðir Brown sóknarbörnum sínum af samúð og virðingu. En undir hæglátu yfirbragði prestsins býr næmur skilningur á mannlegu eðli, ekki síst hinum myrku hliðum þess. Með skörpu innsæi sínu og hljóðlátum vitsmunum leysir faðir Brown flókin sakamál. Úrval smásagna um einn ástsælasti einkaspæjari enskra glæpasagnabókmennta. 262 bls. / H 6:46 klst. Ugla E F C Ferðalag Cilku Heather Morris Þýð.: Ólöf Pétursdóttir Örlagasaga stúlku frá Slóvakíu sem er kornung send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Þar fær yfirmaður augastað á henni sem verður til þess að hún lifir af. En í stríðslok er hún sökuð um samstarf við kúgarana og send í næstu fangabúðir, engu skárri, gúlagið í Síberíu. Átakanleg frásögn byggð á sönnum atburðum, eftir sama höfund og Húðflúrarinn í Auschwitz. 397 bls. Forlagið - JPV útgáfa G Ferðataskan Sergei Dovlatov Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir Rússneski rithöfundurinn Sergej Dovlatov sendi frá sér á annan tug bók, flestar eftir að hann fluttist frá heimalandinu og settist að í Bandaríkjunum. Ferðataskan er eitt af þekktustu verkum hans og kom fyrst út árið 1986. Í átta lauslega tengdum köflum gerir höfundur sér mat úr innihaldi töskunnar sem hann hafði meðferðis í sjálfskipaða útlegð til New York. Einstakur stíll Dovlatovs er hlýr, kankvís og gráglettinn, enda af mörgum talinn einn fremsti háðsádeiluhöfundur sinnar samtíðar. 166 bls. Dimma G Fimmtudagsmorðklúbburinn Richard Osman Þýð.: Ingunn Snædal Þegar hrottalegt morð á sér stað á þröskuldinum hjá áhguafólki um morðmál er Fimmtudagsmorðklúbburinn allt í einu kominn með glóðvolgt mál að leysa. Þótt Elizabeth, Joyce, Ibrahim og Ron séu að nálgast áttrætt eru þau ekki dauð úr öllum æðum. Sló öll sölumet í Bretlandi þegar hún kom út! 400 bls. Drápa E Ef við værum á venjulegum stað Juan Pablo Villalobos Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs. Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út á íslensku eftir Villalobos Veisla í greninu. 182 bls. Angústúra E F Eftirlifendurnir Alex Schulman Þýð.: Ísak Harðarson Þrír bræður heimsækja yfirgefið kot á afskekktum stað, þar sem þeir dvöldu í barnæsku, til að uppfylla hinstu ósk móður sinnar. Um leið þurfa þeir að horfast í augu við undarlegan uppvöxt og rifja upp sársaukafullan atburð sem hefur haft mikil áhrif á líf þeirra. 224 bls. Forlagið - Mál og menning G Eldhugar Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu Pénélope Bagieu Þýð.: Sverrir Norland Þrjátíu meistaralega sagðar myndasögur um stórkostlegar konur. Sú elsta var uppi á fjörðu öld fyrir Krist, nokkrar eru enn á lífi. Eldhugar er fyndin, hröð og grípandi verðlaunabók sem lætur engan lesanda ósnortinn og höfðar jafnt til snjallra krakka sem og fullorðinna. Vinsælir teiknimyndaþættir, sem byggjast á bókinni, hafa verið í sýningu á RÚV. 312 bls. AM forlag E Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar Khaled Khalifa Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963–2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu. Eftir þekktasta samtímahöfund Sýrlands, Khaled Khalifa, sem búsettur er í Damaskus. Áður hefur komið út á íslensku eftir Khalifa Dauðinn er barningur. 336 bls. Angústúra E F C Erfinginn Camilla Sten Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Amma Eleanor er myrt með hrottafengnum hætti. Í kjölfarið fær hún að vita að amma hennar hefur arfleitt hana að afskekktu sveitasetri. Þegar hún skoðar setrið koma upp á yfirborðið gömul leyndarmál og ýmsar spurningar vakna. Eleanor reynir að ráða í gáturnar en einhver er staðráðinn í að koma í veg fyrir að hún fái spurningum sínum svarað. 399 bls. / H 10:20 klst. Ugla 38 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.