Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 43
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1
E F
Milli steins og sleggju
Maria Adolfsson
Þýð.: Ísak Harðarson
Heimsfræg poppstjarna er stödd á Doggerlandi við
upptökur á nýrri plötu. En rétt áður en upptökunum
lýkur hverfur hún sporlaust. Á sama tíma tekur
hrottafenginn kynferðisafbrotamaður upp þráðinn í
höfuðborginni. Karen Eiken Hornby þarf því að kljást
við tvö snúin sakamál í einu. Þetta er þriðja bókin í
Doggerland-seríunni vinsælu.
393 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
E F
Nickel-strákarnir
Colson Whitehead
Þýð.: Árni Óskarsson
Elwood Curtis er efnilegur piltur sem verður innblásinn
af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum
sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á
hörund ekki misstíga sig.
„***** Hrífandi saga.“ EFI, Mbl.
„Bók sem allir bókmenntaunnendur verða að lesa.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
222 bls.
Bjartur
E F
Nornaveiðar
Max Seeck
Þýð.: Sigurður Karlsson
Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponen
finnst myrt og stillt upp í afkáralegri stellingu á heimili
þeirra á meðan hann er hinum megin á landinu að
kynna nýjustu bókina sína. Lögreglukonan Jessica
Niemi stýrir rannsókninni og þegar fleiri uppstillt lík
koma í ljós telur hún að raðmorðingi sé að endurskapa
atriði úr bókum Koponens. Martröðin er rétt að byrja.
432 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
E F C
Hljóðbók frá Storytel
Leysingar
Stina Jackson
Þýð.: Friðrika Benónýsdóttir
Vorið lætur á sér standa í Ödesmark. Hnignun þorpsins
blasir við í niðurníddum húsum. Í einu þeirra býr Liv
ásamt syni sínum og öldruðum föður. Hún er litin
hornauga í þessu fámenna samfélagi. Fólk skilur ekki af
hverju hún hefur ekki flutt burt – eins og allir hinir. Það
er líka pískrað um auðæfi föður Liv og hve auðvelt væri
að ræna fjölskylduna ...
356 bls. / H 11:52 klst.
Ugla
G
Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
Þýð.: Erna Erlingsdóttir
Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu í
hálöndunum og gæta barna fyrir herragarðseigandann
og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir
húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf fyrir
sig og son sinn. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík
fyrir fleiri en þau mæðginin. Sjálfstætt framhald Litlu
bókabúðarinnar í hálöndunum.
505 bls.
Angústúra
D E
Líkþvottakonan
Sara Omar
Þýð.: Katrín Fjeldsted
Magnþrungin saga um sektarkenndina, heiðurinn og
skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um
allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár.
Líkþvottakonan segir sögu Frmeskar, sem er fædd í
Kúrdistan árið 1986. Faðir hennar er ósáttur við að hún
er stelpa og hótar að koma henni fyrir kattarnef.
Mannréttindafrömuðurinn Sara Omar hefur hlotið
fjölda bókmenntaviðurkenninga, m.a. De Gyldne
Laurbær í Danmörku og Bjørnson í Noregi.
328 bls.
Sögur útgáfa
E F C
Hljóðbók frá Storytel
Mávurinn
Ann Cleeves
Þýð.: Þórdís Bachmann
Lögreglumaður, sem dæmdur var í fangelsi fyrir
spillingu, kveðst búa yfir upplýsingum sem gætu leitt
til þess að gamalt mannshvarf upplýsist. Hann vísar
Veru á staðinn þar sem finna megi lík mannsins. En
við uppgröft koma óvænt í ljós tvær beinagrindur.
Rannsóknin vindur upp á sig og tengist með
óþægilegum hætti nánum vinum Hectors, föður Veru.
388 bls. / H 11:42 klst.
Ugla
E
Meinsemd
Kim Faber og Janni Pedersen
Þýð.: Ólafur Arnarson
Sjálfstætt framhald Kölduslóðar. Morðrannsókn
tengist fortíð Junckers. Charlotte eiginkona hans,
blaðamaður, rannsakar hvort hægt hefði verið að afstýra
hryðjuverkaárásinni hálfu ári fyrr. Signe, félagi Junckers
í Kaupmannahafnarlögreglunni, aðstoðar hana. Tengsl
virðast vera milli hryðjuverksins og óhugnanlegs morðs.
Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.
456 bls.
Kver bókaútgáfa
43
Skáldverk ÞÝDD