Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 40

Bókatíðindi - 01.12.2021, Blaðsíða 40
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E F C Hljóðbók frá Storytel Heyrðu mig hvísla Mons Kallentoft Þýð.: Jón Þ. Þór Tim Blanck er kominn aftur til Palma þar sem sextán ára gömul dóttir hans hvarf fyrir fimm árum. Hann hélt að hann vissi hver örlög hennar hefðu orðið en nýjar upplýsingar setja strik í reikninginn. Gæti hún verið á lífi? Örvæntingarfull leit hans beinir honum inn í óhugnanlegan heim mansals. Hann er reiðubúinn að fórna öllu til að finna dóttur sína. 392 bls. / H 9:35 klst. Ugla E F C Hið stutta bréf og hin langa kveðja Peter Handke Þýð.: Árni Óskarsson Ungur Austurríkismaður fer til Bandaríkjanna til að jafna sig eftir hjónaskilnað. Fljótlega verður hann þess áskynja að fyrrverandi eiginkona hans veitir honum eftirför. Hann leggur á flótta og hún eltir hann – eða elta þau hvort annað? Býr ást eða hefndarhugur að baki? Það er óljóst eins og svo margt í þessari mögnuðu bók sem er allt í senn ferðasaga, spennusaga og skemmtisaga. 201 bls. / H 5:09 klst. Ugla E F C Hið undarlega mál Jekylls og Hyde Robert Louis Stevenson Þýð.: Árni Óskarsson Ofbeldisfullur maður lætur að sér kveða í Lundúnaborg nítjándu aldar. Ekkert er vitað um hann nema nafnið eitt: Hyde. Lögfræðingurinn Utterson reynir að komast að því hver hann er. Honum til furðu reynist Hyde vera kunningi hins virðulega læknis, Henrys Jekyll. Jekyll neitar í fyrstu að fordæma gjörðir Hydes – en brátt neyðist hann til að horfast í augu við staðreyndir ... 121 bls. / H 3:04 klst. Ugla E F C Hljóðbók frá Storytel Hittumst í paradís Heine Bakkeid Þýð.: Magnús Þór Hafsteinsson Lögregluforinginn Thorkild Aske er ráðinn til starfa hjá glæpasagnahöfundinum Millu Lind. Hún segist vinna að nýrri glæpasögu sem byggist á raunverulegum atburðum þegar tvær stúlkur hurfu með dularfullum hætti af munaðarleysingjahæli. Thorkild verður fljótlega ljóst að ekki er allt sem sýnist, enda var forveri hans í starfinu hjá Millu Lind myrtur ... 400 bls. / H 11:32 klst. Ugla D F Glæstar vonir Charles Dickens Þýð.: Jón St. Kristjánsson Glæstar vonir er tímalaust stórvirki og af mörgum talin besta saga Dickens. Pipp langar að komast ofar í þjóðfélagsstigann – ekki síst eftir að hann kynnist hinni fögru en drambsömu Estellu. Einn daginn lítur út fyrir að vonir hans muni rætast – en ekki er allt sem sýnist. Dickens dregur hér upp litríkar og raunsannar persónur og glæðir þær lífi. 480 bls. Forlagið - Mál og menning E F Grunur Ashley Audrain Þýð.: Ragna Sigurðardóttir Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást sem hún fór sjálf á mis við. En í þreytuþokunni eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við barnið. Eða er hún ímyndunarveik, geðveik? Mögnuð og taugatrekkjandi saga um martröð hverrar móður: að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir. 333 bls. Forlagið - JPV útgáfa F Haf Tímans Stanley G. Weinbaum Þýð.: Elmar Sæmundsson Í byrjun 21. aldar leggur fjögurra manna áhöfn Ares af stað í fyrstu mönnuðu geimferðina til Mars. Á rauða hnettinum tekur við þeim óþekktur heimur, fullur af furðum og óvæntum uppgötvunum, ásamt Marsbúanum Tweel sem leiðbeinir ferðalöngunum í gegnum hættur og sögu plánetunnar. Haf Tímans er sígild vísindaskáldsaga frá meistaranum Stanley G. Weinbaum. Rót útgáfa D F Handfylli moldar Evelyn Waugh Þýð.: Hjalti Þorleifsson Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu sem er í senn harmræn og kómísk. 327 bls. Ugla E F C Heimskautsbaugur Liza Marklund Þýð.: Friðrika Benónýsdóttir Fimm unglingsstúlkur í litlum smábæ nyrst í Svíþjóð ákveða að mynda leshring sem þær kalla Heimskautsbaug. Ein þeirra hverfur sporlaust sumarið 1980. Fjörutíu árum síðar finnst lík hennar. Um jólin 2020 hittast konurnar í fyrsta sinn eftir að vinkona þeirra hvarf. Þá kemur í ljós að það var eitthvað í samskiptum þeirra sem leiddi til hvarfsins á sínum tíma. En hvað var það? 334 bls. / H 9:38 klst. Ugla 40 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.