Gátt - 2016, Qupperneq 11

Gátt - 2016, Qupperneq 11
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 11 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 lega sýn á hæfniþarfir í atvinnulífi á Norðurlöndum og eflingu starfsnáms. Gerð er grein fyrir verkefninu í áðurnefndri skýrslu, í kafla um norrænt samstarf. Verkefnið ber heitið Færniþróun í atvinnulífinu, sem er nýtt tengslanet á vegum NVL. FA tekur þátt í innlendu og erlendu samstarfi við aðila atvinnulífsins að eflingu framhaldsfræðslunnar og öflun upp- lýsinga um markhópinn og menntunarþarfir hans með því að vinna með og túlka gögn frá innlendum og erlendum aðilum. N Á M S K R Á R , N Á M S LÝ S I N G A R O G H Æ F N I R A M M I N N Fræðsluhönnunarferli FA hefur verið í þróun á árinu. Hug- myndir um að námskrá, námslýsing og námsþættir byggi á hæfniþáttum úr starfaprófíl (hæfnigrunni FA) hafa verið í vinnslu með Menntamálastofnun (MMS) sem sér um vottun námskráa. Á árinu hefur verið lögð áhersla á að skilgreina enn betur hlutverk aðila í fræðsluferlinu sem og að vinna áfram að þróun námskráa og endurskoðun þeirra, en þar er mikið verk fyrir höndum á næstu árum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á vinnu við hæfniramma fyrir framhalds- fræðsluna og við að aðstoða samstarfsaðila við gerð nám- skráa og námslýsinga eins og kostur er. Áfram verður unnið að þróun og nánari útfærslu fræðsluferils í samræmi við til- lögur um nýskipan náms í framhaldsfræðslu, í samstarfi við MMS og fræðsluaðila. Þau ánægjulegu tíðindi urðu haustið 2016 að aðilar vinnumarkaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytið og fleiri samtök (þar á meðal Kvasir) undirrituðu yfirlýsingu um sameiginlegan skilning á hæfniramma um íslenska menntun. Rammanum er ætlað að endurspegla stigvaxandi hæfni- kröfur í formlegu og óformlegu námi. Jafnframt lýstu aðilar yfir vilja sínum til að vinna saman að innleiðingu rammans þannig að hann geri menntun gegnsærri, óformlega menntun sýnilegri og sé hvati fyrir einstaklinga til að auka hæfni sína, eins og segir í yfirlýsingunni. Hugmyndin um hæfniramma hefur reynst Fræðslumiðstöðinni afar vel í þróun námsúrræða og greiningarvinnu þar sem áherslan er á þekkingu, leikni og hæfni, óháð því hvernig hennar er aflað. Að mati ráðu- neytis menntamála markar undirritunin tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf, eins og segir á vefsíðu ráðuneytisins. Það sem af er árinu hafa sex námskrár verið vottaðar í gegnum námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. F-einingar eru nú reiknaðar á sama hátt í framhalds- fræðslunni og í framhaldskólum. Reynsla þeirra fullorðnu námsmanna sem stunda nám í framhaldsfræðslunni er þannig ekki metin til fulls. Unnið hefur verið að því að finna leiðir til að meta reynslu námsmanna, til dæmis með sér- stökum námsþætti sem námsmenn geta fengið metinn á móti eigin reynslu eða með námi án leiðbeinanda sem reynslumeiri námsmenn eru fljótari að inna af hendi. Unnið hefur verið eftir föngum að því að endurskoða eldri námskrár og setja þær inn í námskrárgrunn fyrir fram- haldsfræðslu. Samstarfsaðilum er veitt ráðgjöf og aðstoð við gerð námskráa og námslýsinga eins og kostur er. Möguleikar á framsetningu náms í almennri starfshæfni eru í skoðun. Í því skyni að afla þekkingar á hönnun og þróun fræðslu- ferla og útfærslu þeirra var fræðilegt efni skoðað og nýtt við endurskoðun á fræðsluhönnunarferlinu. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands (HÍ) var heimsótt. Fyrirhugað er áframhald- andi samtal milli FA og kennslumiðstöðvarinnar. Þ R Ó U N A Ð F E R Ð A Í F R A M H A L D S - F R Æ Ð S L U Starfið hefur frá upphafi falist í því að þróa kennslufræði- námskeið og halda þau en einnig í því að halda fræðslufundi og sinna ráðgjöf. Frá árinu 2003 hefur FA byggt upp og þróað áfram 20 ólík námskeið fyrir fræðslustarfsmenn, kennara og leiðbeinendur á sviði fullorðinsfræðslu sem nefnast Stiklur. Námskeiðin eru á margvíslegum sviðum, með þarfir mark- hóps FA að leiðarljósi og í samræmi við óskir og ábendingar samstarfsaðilanna. Einnig hefur verið byggt upp gagnasafn um framhaldsfræðslu, með um það bil 700 bókum og öðrum gögnum, og hafa ýmsar aðferðir og mælistikur verið mótaðar fyrir kennsluskipulag og námsefnisgerð. Frá árinu 2004 hafa alls verið haldin um 85 kennslufræðinámskeið og fræðslu- fundir fyrir fræðslustarfsmenn og leiðbeinendur. Námskeiðin námu samtals rúmlega 14.200 nemendastundum og þau sóttu 1.404 nemendur. Það sem af er árinu 2016 hefur verið haldið námskeið um notkun rafrænna miðla í námi fyrir Mími-símenntun. Ráðgjöf í kennslufræði hefur farið fram með óformlegum samtölum við verkefnastjóra hjá fræðsluaðilum. Haldnir hafa verið þrír fundir með verkefnastjórum þar sem rætt hefur verið um kennslufræði í framhaldsfræðslu, svo og einn fundur í starfsmannahópi FA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.