Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 69

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 69
Reykhólabærinn 1940. Ljósm.: Björn Björnsson. olíuofni í miðstofunni. Önnur upphitun var ekki til staðar hjá okkur. Vetrarkuldinn var ömurlegur, en einnig var myrkrið í göngum og takmörkuð birta mjög svekkjandi og síðar fannst okkur að þetta hvort tveggja hafí verið alveg óþolandi. Lýsing Á hverju hausti voru keyptir 200 lítrar af steinolíu. Dugði það vel til vetrarins og oft lengur. Til lýsingar inni í bænum voru olíulampar. Dreifaralampi 18 til 20 “lína” sterkur var í eldhúsinu. Þar var bjartast og dvalið mest á kvöldin. 1 öðrum vistarverum voru 14 línu lampar, en kertaljós á afmörkuðum svæðurn. Mikil varasemi var ávallt viðhöfð gagnvart þessum opnu ljósum. Við gegningar í ijárhúsum, hesthúsi og fjósi var höfð olíulukt, sem hengd var upp á bita og gaf næga glætu svo hægt væri að annast heygjöf og flórmokstur, mjaltir og brynningu í íjósinu, en í ijárhúsum og hesthúsi var ekki farið með luktina inn í heygeilina. Þar varð maður að þreifa sig áfram í myrkrinu. Þessar luktir þoldu töluverðan vind án þess að slokknaði á þeim, þegar gengið var með þær úti. Grútartírur þekktust ekki á þessum tíma en ég man eftir einni sem hékk uppi í hlóðaeldhúsinu, til minningar um forna tíð. stóreldun Öll slátursuða, glóðarbrauðbakstur og reyking á kjöti fór fram í hlóðaeldhúsinu. Einnig fór upphitun á dúni og dúnhreinsun þar fram, en þó ekki síðustu árin. Hlóðastæðin voru misstór. Stórir steinar mynduðu hólf þar sem pottarnir gátu setið. Stærstu hlóðirnar voru fyrir slátursuðupottinn, Hann hefur verið um 80 sentímetrar í þvermál. I þeim potti var dúnninn hitaður. Einnig man ég eftir þríhyrndri járngrind á þremur fótum, sem gat staðið í eldhólfinu, en á þessa grind voru litlir potta settir. Amma var lagin við að stilla glóðina þegar hún bakaði glóðarbrauðið í þessum hlóðum Steinunn Hjálmarsdóttir við þvotta í Grettislaug, 1961. Meðan reykverkun á kjöti fór fram á haustin, þá lagði reykinn inn um allan bæ. Það var illþolanlegt. Suða á kjöti og rúgbrauðsseyðing Hverirnir voru mikið notaðir. Það sparaði mikið eldivið að nýta sér hverina, en það sparaði ekki sporin við eldamennskuna. Þeir lágu í um 600 metra íjarlægð frá bænum. I Suðurhverunum var soðið í ílátum. Helst voru það kinda- og nautgripasvið, sem voru soðin þar, en i Kraflanda var kjötið haft í grisjupoka og lagt í saltvatn að lokinni suðu. Rúgbrauð var seytt í emeleraðri fötu og látið standa í sólarhring í hvernum. Einnig var hægt að renna upp á kaffikönnuna beint úr hverunum. Þessi hlunnindi Reykhóla voru ávallt talin til mikilla forréttinda. Ceymsla matvæla Slátur og annar súrmatur var geymdur í gömlum olíu- trétunnum, sem voru í útiskemmu. Þar voru kartöflur í fyrstu, en síðar var gert jarðhýsi fyrir allan garðávöxt, kartöflur, rófur og grænmeti. Til öryggis gegn frosti, Heimaerbezt 501

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.