Heima er bezt - 01.03.2006, Side 14
Sigrún Hjálmarsdóttir: \
\ Jy
Heiðasvanurinn
Ólafur strýkur hundinum til aó stríða álftinni.
að var fyrir um 20 árum að hausti til, að verið var
að smala hér fram á hálsum seinni smölun, er sonur
minn sá þá dálítinn kindahóp og þegar hann fór að
reka þær, reyndist vera með þeim álftarungi, sem var
meira en hálfvaxinn, en algerlega ófleygur. Hann virtist ekki
hugsa um annan félagsskap en kindanna og hefur sennilega
verið búin að gera það síðan hann varð viðskila við Qölskyldu
sína. Var hann tekin í bíl og fluttur heim í ijárhús.
Nú var hans lífsafkoma rædd á heimilinu. Það var hægt að
flytja hann út á vatnið hér í dalnum, því þar voru álftir, sem
ekki voru flognar burtu fyrir veturinn en stutt í brottför til
vetrastöðvana. Þá var unginn einn eftir ófleygur og var því
sama og drepa hann úr hungri að fara með hann þangað. Því
var afráðið að hafa hann i fóðri hér og vetrarvist. Hann var
lokaður inni til að byrja með og voru honum gefnar hakkaðar
kartöflur, saxað gras og hænsnafóður.
Hann fór fljótt að elta okkur úti, eins og heimalningur,
en hundinum hélt hann í hæfilegri fjarlægð, beit hann og
reyndi að berja með vængjunum, en hundurinn var vaninn
á að bíta hann ekki, en oft opnaði hann kjaftinn til að sýna
honum að hann gæti borgað fyrir sig, en þeir litu á hvorn
annan sem heimilisplágu.
Hundurinn var mjög hændur að Olafi manni mínum, og
svo fékk Ólafur sama dálætið á álftinni, og hann var eina
manneskjan sem að mátti strjúka henni án þess að hún biti
hann. E n þegar hundurinn varð var við það, fannst honum þessi
gæði væru tekin frá sér og tróð sér til Ólafs, en þegar Ólafur
gældi við hundinn, kom álftin til að reka hann burtu.
Að öðru leiti létu þau hvort annað hlutlaust með því að
hundurinn væri ekki á vegi hennar.
Allt með ró ogfriði
Við tímdum ekki að sleppa henni um vorið og var því klippt
af ílugtjöðrunum. Hún undi sér vel, það settust álftir á túnið
hjá henni, en hún virtist ekki sýna nein viðbrögð þegar þær
flugu burtu, en ef að komu kindur til hennar þá beit hún og
sló þær með vængjunum og gerði þær hræddar. Hún virtist
hafa fengið í arf frá forfeðrunum að verja sitt umráðasvæði,
en við okkur heimafólk beitti hún því ekki, en óð á móti
bílum sem komu en það var lofsvert að enginn skildi keyra
á hana eins og hún varði svæðið fyrir bílunum og áttaði sig
ekki nóg á því að þetta væri hættulegt fyrir hana og óð hún
á móti gestum þegar þeir stigu út úr bílunum.
Hún elti líka bílana þegar þeir fóru og beit stundum í brettið
að aftan. Eitt sinn komu hér ferðamenn og minnir mig að
einn þeirra væri útlendingur og hittu Ólaf austan við húsið.
Hann var eitthvað að vinna þar. Þeir báðu Ólaf um að fá að
mynda álftina og sagði Ólafur það allt í lagi, hún væri hér
Keppt um gæði hjá Ólafi
110 Heimaerbezt