Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 28

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 28
eignaðist hús og fé og reiðhesta, þó að kaupið væri ekki hátt, — 25 aurar í skipavinnu og 16 aurar í landi. Eg átti líka bát, reri og gaf mörgum í soðið. Þannig liðu árin. En svo vildi tengdasonur minn, Eggert söðlasmiður, flytja suður, og fékk migtil að flytja með sér. Hann sagði að það væri svo erfítt að fá leður á Sauðárkróki, enda var þá eitt af þess um stríðum. Sigurður Guðmundsson. Konan mín hét Jórunn Símonardóttir,“ en þegar ég inni hann eftir því, hvaðan hún hefði verið, þá veit hann ekki betur en hún hafi verið að norðan. „Við áttum eina dóttur og hún hét Sumarrós. Þau Eggert og hún eignuðust þrjú böm og eru þau mínir nánustu, einkum Karlotta, sem er gift Kalla póla. Þau eru ekki hér, þau eru í Fossvogi. Það er einhversstaðar út úr bænum. Eg átti fósturdóttur, hún er víst líka flutt úr bænum. Það flytja allir úr bænum, þegar á þeim þarf að halda. En þeir, sem heima sitja, eru plagaðir með sköttum og skyldum. Þeir rukka mig dags daglega um allrahanda. í gær borgaði ég 60 krónur, og var þá rétt búinn að borga 100 krónur. Eitthvað verður það í dag. Og með hverju á ég að borga? Aldrei fékk ég neitt kaup í vinnumennskunni utan nokkuð fóður og fáeinar flíkur. Eignir mínar á Sauðárkróki seldi ég fyrir 1600 krónur, þegar ég flutti. Það var gjöf. Maðurinn, sem keypti, sagði að það væri gjöf. Það var líka fjárhús og kindur með í kaupunum. Þegar hingað kom reisti ég mér þetta hús og eitthvað held ég það hafi kostað. Svo ráku þeir mig úr bæjarvinnunni eftir 14 ár, fyrir dugnað. Þeir sögðu, að ég væri alltof áhugasamur og vildu ekki hafa mig. Elcki er víst, að þeim verði það til góðs. Tvö hundruð krónur á mánuði segja ekki mikið til að lifa fyrir og borga, eins og allt kostar. Þetta verður að duga mér, og það dugir mér meðan ég er einn.“ I búrinu, þar sem Sigurður svaf, hanga nokkrar helgimyndir og útlendar eftirprentanir. Þegar ég spyr hvernig á þeim standi, verður hann meyr við og segir: „Það færði mér þetta drengur, sem ég leit til með einu sinni. Hann keypti þær í útlöndunum og færði mér þær, blessaður drengurinn". Meðan Sigurður talar, stendur hann út við gluggann í eldhúsinu sínu og heldur höndum á bak aftur. Inn á milli setninga hreyfir hann því kurteislega, að hann megi ekki vera að þessu, hann þurfi að fara út. Eg spyr hann hvert hann ætli að fara, og hann segist ætla að fara að kaupa sér í matinn, kaupa fisk og mjólk eins og hitt fólkið. Og enn einu sinni ítrekar hann það, að hann geti séð um sig sjálfur. Aldrei hafi neinn kvenmaður séð um sokkaplöggin hans, nema hún Jórunn. „Ég ólst upp við að vinna og spinna og prjónaði á mig sjálfur á kvöldin og nóttunni. Þegar göt komu á hælana, þá rakti ég frá þeim og prjónaði nýjan hæl i sokkinn, og þannig var allt mitt líf, „— en þvott hef ég aldrei þvegið. Það er gömul kona, sem sér um það fyrir mig“. Um heilsufar sitt segir Sigurður: „Ég kenni mér einskis meins, nema hvað sjónin er tekin að deprast, heyrnin að sljóvgast og minnið að þverra. Þetta er allt þrautalaust og mig kennir hvergi til, — nema á sálinni. Mér finnst ég mega leika mér með hinum bömunum, fmnst ég megi ráða mér sjálfur, finnst fólk vitlaust.“ S.B. tégfsj Á léttu nótunum Rúta, full af stjómmálamönnum í framboðsferð, var á leið í gegnum sveitahérað. Bílstjórinn var svo upptekinn af fallegu umhverfinu að hann missti stjórn á bílnum, sem valt út af veginum og ofan í skurð. Bóndi sem bjó í nágrenninu varð vitni að þessu skelfilega slysi og hraðaði sér á staðinn til þess að athuga ástandið. Þegar hann fann stjómmálamennina þá jaróaði hann þá. Næsta dag kom lögreglan á bóndabæinn til þess að yfirheyra bóndann. „Svo þú jarðaðir alla stjómmálamennina," sagði lögreglumaðurinn. „Voru þeir allir dánir?“ „Ja, sumir þeirra sögðust ekki vera það,“ svaraði bóndinn, „en þú veist nú hvað stjómmálamennirnir ljúga alltaf.“ * * * Kona gengur til smávaxins, gamals manns, sem situr úti á sólpallinum sínum, í ruggustól. „Ég komst ekki hjá því að taka eftir því,“ segir hún, „hvað þú virðist vera hamingjusamur. Hvert er leyndarmálið á bak vió langt og hamingjusamt líf?“ „Ég reyki þrjá pakka af sígarettum á dag,“ segir hann, „drekk heilan kassa af viskíi á viku, borða feitan mat og geri aldrei neinar líkamsæfingar.“ „Það er magnað,“ segir konan. „Hvað ertu gamall?“ „Tuttugu og sex ára,“ svaraði hann. 124 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.