Heima er bezt - 01.03.2006, Page 13
Jón Múli og Ragnheiður Asta með Solln.
Bræðurnir Jón Múli og Jónas.
Mamma las mikið. Það var eins með föður minn hann kunni
mikið af sögum og las ákaflega vel upp. Hann var stórkostleg
eftirherma. Það var oft á kvöldin að hann las fyrir okkur og
þá kom vinkona mömmu minnar stundum tii að hlusta á
upplesturinn, og það voru valdar góðar bækur. Þessi góðu
kvöld eru fersk í minningunni.”
Þegar ég spyr Ragnheiði Ástu að því hvemig þulimir fari
að því að láta tónlistina falla eins vel að efninu og raun ber
vitni, segir hún:
„Við höfum hvert sitt safn og höfum tilbúin lög, sem við
reynum að fella að því sem verið er að flytja. Ég vinn mína
40 stunda vinnuviku og svo hlaupum við stundum í störf ef
einhver forfallast.”
Þegar ég fer í kringum það hvort hún sé ekki að hugsa
um að gera þætti fyrir útvarpið segist hún ekki ráða þeim
málum.
Eins og allir vita er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
heimilisvinur landsmanna. Svo lengi hefur rödd hennar
hljómað og fært okkur fréttir af þeim atburðum sem eru að
gerast. Vissulega söknum við radda manna eins og Péturs
Péturssonar föður hennar og Jóns Múla. En ekkert er eilíft
á þessari jörð. En næst þegar ég opna fyrir Ríkisútvarpið,
Amma Jóns Mú/a með Kidda og Lóu.
Elísabet Jónsdóttir og Pétur Guðnmndsson frá
Eyvindarmúla ásamt börnum sínum.
heyri ég rödd þularins okkar, sem allir landsmenn telja sig
eiga eitthvað í.
Heimaerbezt 109