Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 25

Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 25
Auðunn Bragi og Þóra systir hans, við Bessastaðakirkju, 1978. í Lambanesi, vatn undir fót, svo og land, alla leið vestur að prestssetrinu Barði. Hlýða skyldi á guðsþjónustu, sem staðarklerkurinn, sr. Guðmundur Benediktsson, hafði boðað til. Ekki var um annað að ræða en ferðast þetta á tveimur jafnfljótum. Var þá ráðið að gera leiðina sem stysta, fara yfír vatnið ísilagt, í stað þess að krækja fyrir það langt inn í sveit. Veður var svalt og bjart. Sól sást ekki á þessum tíma í Austur-Fljótum. Helst mun, að hún sjáist úti undir sjó, á Hraunum. Við fórum öll, sem heima áttum á bænum, nema Kristján, faðir húsbændanna, sem lá krepptur uppi í rúmi og gat sig lítt hreyft. Hann var þá um áttrætt. Elstur í för þessari var Valgarður, 33 ára, móðir mín, Elín Guðmundsdóttir, 31 árs, Gunnlaugurjafnaldra, Anna móðursystir, 27 ára, Jónas 24 ára og ég 11 ára. Alls sex manns. Mikið einvalalið. Þó að sjaldan væri haldið til kirkju frá Lambanesi, þótti við hæfi að sækja guðsþjónustur á stórhátíðum. Við hlökkuðum öll til að sjá fólk og ná tali af því. Sannast sagna var fremur fátt um gesti í Lambanesi á veturna. Oðru máli gegndi á sumrin. Þá var heimilið eins og íjölmennt hótel. Hef ég greint frá því í útvarpserindi, sem ég nefndi „Lambanesheimilið fyrr á tíð”. Við tókum með okkur nokkrar appelsínur, sem við hugðumst hafa í nesti. A leiðinni hentum við þeim út á spegilsléttan ísinn og spörkuðum þeim, líkt og fótboltum, á undan okkur. Ekki munu þær hafa beðið skaða af. Öll vorum við ung og létt í lund og spori. Móðir mín var þeirra léttlyndust. Kom það sér eflaust vel fyrir hana, sem oft varð að þola mótlæti heimsins. Lítið man ég úr sjálfri guðsþjónustunni, nema hvað ég man lítið hvað presturinn sagði. Meðhjálparinn í Barðskirkju var lengi Sigurjón, móðurbróðir minn, sem þá átti heimili sitt á Grindli, litlu koti vestan Miklavatns. Gæti ég trúað, að hann hafi gegnt þessu starfí í 40 ár eða lengur. Honunr var starf þetta rnjög kært, því að hann var vinur kristni og kirkju. Síðar átti ég eftir að koma oft í Barðskirkju, en það er utan sviðs þessara endurminninga. Afi og amma á Grindli Þegar þetta var, áttu móðurforeldrar mínir heima á Grindli í Vestur-Fljótum, en þau hétu Lilja Kristjánsdóttir og Guðmundur Þorleifsson, bæði við aldur, en hann miklu meir, fæddur 1854, en hún 1873. Oft komum við móðir mín að Grindli. Guðmundur var orðinn blindur, þá um áttrætt. Hafði þá verið blindur í fimmtán ár. En þannig missti hann sjónina í fáum orðum sagt: Hann bjó að Skollatungu í Gönguskörðum. A hörðum vetri þurfti hann mikið að vera úti í snjóbirtu. Þá fékk hann skemmd í bæði augun. Því rniður mun hann ekki hafa notað neinar hlífar gegn snjóbirtunni, eins og sólbirtugleraugu. Hann fékk óþolandi kvalir í augun og leitaði til héraðslæknisins á Sauðárkróki, Jónasar Kristjánssonar. Ekki gat læknirinn bjargað sjón afa míns, þar eð augun voru orðin það skemmd eftir snjóbirtuna. Varð þá að taka augun úr honum. Man ég, hversu mér fannst óhugnanlegt að sjá afa ganga um bæinn með holar augnatóttirnar. En mikið var hann mér góður, gamli maðurinn. Hann sá mig auðvitað ekki, en með því að þreifa á mér, tókst honum víst að gera sér hugmynd um stærð mína og útlínur. Tekið skal fram, að ég var nrjög lítill vexti fram eftir árum. Bærinn á Grindli var mjög hrörlegur, og langt frá því að vera rúmgóður. Eldavélin var í eldhúsinu, og yljaði þar upp, og einnig herbergið við hliðina, þar sem heimilisfólkið hélt til, það er gömlu hjónin. Sigurjón sonur þeirra átti heima þarna, og átti víst svo að heita, að hann væri fyrirvinna heimilisins. Hann var í einu litlu herbergi út af fyrir sig. Held ég að hann hafí staðið að byggingu þess, en hann var lagtækur, sem kallað er. Afi kunni margt af sögum, sem hann sagði mér; eins kunni hann mikið af kveðskap, ekki síst vísum. Oft hafði hann yfir þessa vísu, sem vel gat átt við ævikjör hans sjálfs, eins og þá var komið: Það er bágt að bjarga sér, bilar mátt í leynum. Svarta nátt að sjónum ber; segir fátt af einum. Þó að Sigurjón væri foreldrum sínum ekki nægilega ljúfur sonur, var hann góður við mig. Hann stakk upp í mig brjóstsykri og gaf mér vasaljós, af flötu gerðinni, sem þá var algeng. Eg fór með Sigurjóni á næsta bæ við Grindil, Hamar. Þar bjó þá Hermann Jónsson með konu sinni, Katrínu Jóakimsdóttur. Um þetta leyti tók Sigurjón í nefið, sem hann gerði alla ævi, en var nú að reyna að hætta því. Hafði fengið eitthvert duft hjá Arthur Gook, trúboða á Akureyri, er átti að venja menn af þessum óvana. Meðal þetta mun því miður ekki hafa komið að neinu haldi þama. Sjaldgæft er að fólki takist að losna úr greipum jafn hættulegs vana og tóbaksnautnin er. Sigurjón lagði um þetta leyti stund á tungumálanám í útvarpinu, sem hafði þá og lengi þar eftir, á boðstólum Onámsgreinar eins og dönsku, ensku og þýsku. Þykist ég þess fúllviss, að Sigurjón muni hafa haft mikið yndi af námi þessu, þótt hann yrði aldrei feitur af því tjárhagslega. En menntun má aldrei miða við ijárhagslegan ágóða einshliða, heldur þá lífsfyllingu, sem hún veitir þeim, er leita hennar. Heimaerbezt 121

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.